Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Birgir Olgeirsson skrifar 6. nóvember 2017 11:08 Bryggjan sem um ræðir við Árskógssand. Ja.is Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á tildrögum banaslyssins á Árskógssandi er ólokið. Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar, segir að verið sé að skoða alla þætti og ræða við vitni til að komast að því hvað orsakaði slysið. Gunnar segir að bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. Um er að ræða bryggjuna við höfnina á Árskógssandi þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna. Gunnar segir kantinn á þeirri bryggju lágan og enga fyrirstöðu fyrir bíl.Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt.ja.isLeiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. „Aðstæður voru því frekar leiðinlegar,“ segir Gunnar. Þrennt var í bílnum, par og ungt barn, sem komst aldrei út úr bílnum. Fóru kafarar á eftir bílnum og náðu fólkinu í land. Gunnar segir vitni á vettvangi ekki hafa haft tækifæri til að gera nokkuð í stöðunni. Bíllinn sökk fljótlega eftir að hann fór í sjóinn. Fjara var á þeim tíma sem slysið varð, en byrjað að falla að samkvæmt flóðaspám. Var því fallið ekki mikið fram af bryggjunni að sögn Gunnars, um einn til tveir metrar.Um er að ræða bryggjuna þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna.ja.isÍ tilkynningu frá lögreglunni sem barst skömmu eftir að tilkynnt var um slysið kom fram að það hefði átt sér stað um klukkan hálf sex síðastliðinn föstudag. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðila fyrir sunnan vegna málsins. Fólkið var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri um klukkutíma síðar þar sem það var úrskurðað látið. Fólkið var búsett í Hrísey og á heimleið þegar slysið varð. Ekki er hægt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu. Samveru- og bænastund verður haldin í Hríseyjarkirkju klukkan sex í dag þar sem íbúar eyjarinnar munu hittast og minnast þeirra sem fórust í slysinu. Dalvíkurbyggð Hrísey Tengdar fréttir Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10 Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42 Fólkið sem lést var búsett í Hrísey Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í gær þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. 4. nóvember 2017 18:45 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á tildrögum banaslyssins á Árskógssandi er ólokið. Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar, segir að verið sé að skoða alla þætti og ræða við vitni til að komast að því hvað orsakaði slysið. Gunnar segir að bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. Um er að ræða bryggjuna við höfnina á Árskógssandi þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna. Gunnar segir kantinn á þeirri bryggju lágan og enga fyrirstöðu fyrir bíl.Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt.ja.isLeiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. „Aðstæður voru því frekar leiðinlegar,“ segir Gunnar. Þrennt var í bílnum, par og ungt barn, sem komst aldrei út úr bílnum. Fóru kafarar á eftir bílnum og náðu fólkinu í land. Gunnar segir vitni á vettvangi ekki hafa haft tækifæri til að gera nokkuð í stöðunni. Bíllinn sökk fljótlega eftir að hann fór í sjóinn. Fjara var á þeim tíma sem slysið varð, en byrjað að falla að samkvæmt flóðaspám. Var því fallið ekki mikið fram af bryggjunni að sögn Gunnars, um einn til tveir metrar.Um er að ræða bryggjuna þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna.ja.isÍ tilkynningu frá lögreglunni sem barst skömmu eftir að tilkynnt var um slysið kom fram að það hefði átt sér stað um klukkan hálf sex síðastliðinn föstudag. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðila fyrir sunnan vegna málsins. Fólkið var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri um klukkutíma síðar þar sem það var úrskurðað látið. Fólkið var búsett í Hrísey og á heimleið þegar slysið varð. Ekki er hægt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu. Samveru- og bænastund verður haldin í Hríseyjarkirkju klukkan sex í dag þar sem íbúar eyjarinnar munu hittast og minnast þeirra sem fórust í slysinu.
Dalvíkurbyggð Hrísey Tengdar fréttir Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10 Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42 Fólkið sem lést var búsett í Hrísey Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í gær þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. 4. nóvember 2017 18:45 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10
Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42
Fólkið sem lést var búsett í Hrísey Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í gær þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. 4. nóvember 2017 18:45