Microsoft HoloLens kemur til Íslands Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. nóvember 2017 06:00 Íbúi Hangzhou í Zhejiang-héraði Kína prófar HoloLens. Nordicphotos/AFP Bandaríski tæknirisinn Microsoft tilkynnti í gær að HoloLens, gleraugu fyrir viðbótarveruleika (e. augmented reality), verði sett í sölu í 29 löndum í Evrópu. Þrefaldast þannig fjöldi þeirra landa þar sem HoloLens er til sölu en áður voru gleraugun seld í tíu löndum. Eitt þessara landa er Ísland, að því er tæknifréttasíðan TechCrunch greinir frá. „Við teljum að tækniheimurinn sé að fara í þessa átt,“ sagði Lorraine Bardeen, yfirmaður HoloLens-deildar fyrirtækisins þegar stækkunin var kynnt í Lundúnum og bætti því við að með HoloLens væri hægt að færa öll forrit notenda inn í raunveruleikann. „Viðbótarveruleiki mun hjálpa fyrirtækjum og einstaklingum að klára mikilvæg verkefni fljótar og á öruggari og hagkvæmari hátt,“ sagði Bardeen enn fremur. Viðbótarveruleiki er frábrugðinn sýndarveruleika að því leyti að myndir og forrit birtast notandanum fyrir framan það sem raunverulega er til staðar í stað þess að öllu sjónsviði manns sé skipt út fyrir eitthvað annað. Gott dæmi um viðbótarveruleika, sem lesendur kannast ef til vill margir við, má finna í snjallsímaleiknum Pokémon Go. Með þessu skrefi þykir TechCrunch Microsoft vera að veðja á viðbótarveruleikann sem raunhæfan framtíðarmöguleika í stað skjáa. Sölutölur HoloLens hafa þó ekki verið gerðar opinberar. Eitt er þó víst, gleraugun eru ekki ódýr og kostar ódýrasta útgáfan 3.000 Bandaríkjadali vestanhafs. Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Tækni Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Microsoft tilkynnti í gær að HoloLens, gleraugu fyrir viðbótarveruleika (e. augmented reality), verði sett í sölu í 29 löndum í Evrópu. Þrefaldast þannig fjöldi þeirra landa þar sem HoloLens er til sölu en áður voru gleraugun seld í tíu löndum. Eitt þessara landa er Ísland, að því er tæknifréttasíðan TechCrunch greinir frá. „Við teljum að tækniheimurinn sé að fara í þessa átt,“ sagði Lorraine Bardeen, yfirmaður HoloLens-deildar fyrirtækisins þegar stækkunin var kynnt í Lundúnum og bætti því við að með HoloLens væri hægt að færa öll forrit notenda inn í raunveruleikann. „Viðbótarveruleiki mun hjálpa fyrirtækjum og einstaklingum að klára mikilvæg verkefni fljótar og á öruggari og hagkvæmari hátt,“ sagði Bardeen enn fremur. Viðbótarveruleiki er frábrugðinn sýndarveruleika að því leyti að myndir og forrit birtast notandanum fyrir framan það sem raunverulega er til staðar í stað þess að öllu sjónsviði manns sé skipt út fyrir eitthvað annað. Gott dæmi um viðbótarveruleika, sem lesendur kannast ef til vill margir við, má finna í snjallsímaleiknum Pokémon Go. Með þessu skrefi þykir TechCrunch Microsoft vera að veðja á viðbótarveruleikann sem raunhæfan framtíðarmöguleika í stað skjáa. Sölutölur HoloLens hafa þó ekki verið gerðar opinberar. Eitt er þó víst, gleraugun eru ekki ódýr og kostar ódýrasta útgáfan 3.000 Bandaríkjadali vestanhafs.
Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Tækni Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira