Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 10:02 Framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu og síðustu þáttaröðinni í kjölfar ásakana gegn Kevin Spacey. Vísir/Getty Netflix tilkynnti á Twitter í gær að tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards hefði verið hætt um óákveðinn tíma. Var gefin sú skýring að þetta gæfi framleiðslufyrirtækjum þáttanna tækifæri til þess að fara yfir stöðuna. Framleiðendurnir eru núna á tökustað þessa vikuna að ræða við tökulið og leikara. Verða nánari upplýsingar tilkynntar síðar. Production on the final season of House of Cards is suspended until further notice.— Netflix US (@netflix) October 31, 2017 MRC og Netflix hafa ákveðið að hætta framleiðslu á sjöttu þáttaröð af House of Cards, þangað til annað kemur í ljós, til að gefa okkur tíma til að fara yfir stöðuna og fara yfir þær áhyggjur sem leikarar og tökulið okkar gætu haft,” sögðu framleiðslufyrirtækin í sameiginlegri yfirlýsingu sem send var á Deadline. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að fyrirtækin tilkynntu á mánudag að ákveðið hefði verið að hætta framleiðslu House of Cards og sjötta þáttaröðin yrði sú síðasta. Það var ákveðið í kjölfar ásakana á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, um að hafa áreitt fjórtán ára pilt kynferðislega árið 1986. Síðan ásakanirnar á hendur Spacey komu fram hefur leikarinn verið harðlega gagnrýndur fyrir að beina athyglinni frá ásökununum með því að koma opinberlega út úr skápnum á Twitter. Tökur hafa nú staðið yfir á sjöttu þáttaröðinni, meðal annars í Baltimore samkvæmt frétt Deadline. Spacey átti þó ekki að vera á tökustað þegar þetta var tilkynnt og hefur hann ekki sent frá sér yfirlýsingu varðandi endalok þáttanna. Þættirnir áttu að vera þrettán talsins og fara í sýningu á Netflix um mitt næsta ár. Það er þó ekki ljóst núna hvort þættirnir verði sýndir eða hvenær. Netflix Mál Kevin Spacey Bíó og sjónvarp Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Netflix tilkynnti á Twitter í gær að tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards hefði verið hætt um óákveðinn tíma. Var gefin sú skýring að þetta gæfi framleiðslufyrirtækjum þáttanna tækifæri til þess að fara yfir stöðuna. Framleiðendurnir eru núna á tökustað þessa vikuna að ræða við tökulið og leikara. Verða nánari upplýsingar tilkynntar síðar. Production on the final season of House of Cards is suspended until further notice.— Netflix US (@netflix) October 31, 2017 MRC og Netflix hafa ákveðið að hætta framleiðslu á sjöttu þáttaröð af House of Cards, þangað til annað kemur í ljós, til að gefa okkur tíma til að fara yfir stöðuna og fara yfir þær áhyggjur sem leikarar og tökulið okkar gætu haft,” sögðu framleiðslufyrirtækin í sameiginlegri yfirlýsingu sem send var á Deadline. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að fyrirtækin tilkynntu á mánudag að ákveðið hefði verið að hætta framleiðslu House of Cards og sjötta þáttaröðin yrði sú síðasta. Það var ákveðið í kjölfar ásakana á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, um að hafa áreitt fjórtán ára pilt kynferðislega árið 1986. Síðan ásakanirnar á hendur Spacey komu fram hefur leikarinn verið harðlega gagnrýndur fyrir að beina athyglinni frá ásökununum með því að koma opinberlega út úr skápnum á Twitter. Tökur hafa nú staðið yfir á sjöttu þáttaröðinni, meðal annars í Baltimore samkvæmt frétt Deadline. Spacey átti þó ekki að vera á tökustað þegar þetta var tilkynnt og hefur hann ekki sent frá sér yfirlýsingu varðandi endalok þáttanna. Þættirnir áttu að vera þrettán talsins og fara í sýningu á Netflix um mitt næsta ár. Það er þó ekki ljóst núna hvort þættirnir verði sýndir eða hvenær.
Netflix Mál Kevin Spacey Bíó og sjónvarp Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37