Segir málið snúast um Demókrata Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Donald Trump elskar hástafi. vísir/afp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að stærstu fréttir undanfarinna daga séu ekki þær að áhrifamenn úr framboði hans hafi verið ákærðir. Merkilegra sé að Tony Podesta, áhrifamaður innan Demókrataflokksins, sé að hætta hjá þrýstifyrirtæki sínu vegna rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og meintum tengslum Trump-liða við Rússa. Greint var frá því á mánudag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trumps, og viðskiptafélagi hans, Robert Gates, yrðu ákærðir meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum. Þá var George Papadopoulos, ráðgjafi framboðsins, ákærður fyrir að hafa sagt alríkislögreglunni ósatt. Trump-liðar voru snöggir að sverja Papadopoulos af sér. „Fáir þekktu þennan unga, lágt setta sjálfboðaliða sem kallast George. Það hefur nú þegar komið í ljós að hann er lygari. Skoðið DEMÓKRATA,“ tísti forsetinn til að mynda. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi forseta, sagði á mánudag að Papadopoulos hefði ekki verið neitt meira en sjálfboðaliði. CNN greinir frá því að sjálfboðaliðastaða hans sé ekki óvenjuleg og að margir áhrifamenn innan framboðsins hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Þá skipti það engu máli fyrir rannsókn Muellers. Rannsóknin á Rússatengslunum og afskiptunum er umfangsmikil. Fulltrúar Facebook koma senn fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildar þingsins til að ræða notkun Rússa á Facebook í aðdraganda kosninganna. Í gögnum sem samfélagsmiðillinn birti í gær sést að 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð færslur rússneskra málafylgjumanna á tímalínum sínum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að stærstu fréttir undanfarinna daga séu ekki þær að áhrifamenn úr framboði hans hafi verið ákærðir. Merkilegra sé að Tony Podesta, áhrifamaður innan Demókrataflokksins, sé að hætta hjá þrýstifyrirtæki sínu vegna rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og meintum tengslum Trump-liða við Rússa. Greint var frá því á mánudag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trumps, og viðskiptafélagi hans, Robert Gates, yrðu ákærðir meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum. Þá var George Papadopoulos, ráðgjafi framboðsins, ákærður fyrir að hafa sagt alríkislögreglunni ósatt. Trump-liðar voru snöggir að sverja Papadopoulos af sér. „Fáir þekktu þennan unga, lágt setta sjálfboðaliða sem kallast George. Það hefur nú þegar komið í ljós að hann er lygari. Skoðið DEMÓKRATA,“ tísti forsetinn til að mynda. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi forseta, sagði á mánudag að Papadopoulos hefði ekki verið neitt meira en sjálfboðaliði. CNN greinir frá því að sjálfboðaliðastaða hans sé ekki óvenjuleg og að margir áhrifamenn innan framboðsins hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Þá skipti það engu máli fyrir rannsókn Muellers. Rannsóknin á Rússatengslunum og afskiptunum er umfangsmikil. Fulltrúar Facebook koma senn fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildar þingsins til að ræða notkun Rússa á Facebook í aðdraganda kosninganna. Í gögnum sem samfélagsmiðillinn birti í gær sést að 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð færslur rússneskra málafylgjumanna á tímalínum sínum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00