Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2017 21:45 Frá aðgerðum hersins í Rawa. Vísir/AFP Írakski herinn og bandamenn stjórnvalda í Baghdad hafa tekið síðasta bæinn sem vígamenn Íslamska ríkisins stjórnuðu í landinu. Bærinn Rawa féll í leiftursókn í dag og segja yfirvöld að hann hafi verið frelsaður að fullu. Samtökin hafa nú tapað nánast öllu af því landsvæði sem þau stjórnuðu þegar Abu Bakr al-Baghdadi lýsti yfir stofnun Kalífadæmisins í Írak og Sýrlandi árið 2014. Haider al-Abadi segir að herinn muni nú framkvæma leitaraðgerðir í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Herinn sneyddi fram hjá Rawa í sókn sinni að borginni al-Qaim sem er við landamæri Sýrlands. Sú borg var frelsuð í byrjun mánaðarins. Sýrlandsmegin við landamærin berjast sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, enn um borgina Abu Kamal.Sjá einnig: ISIS-liðar sagðir byggja upp lokavarnir sínar Talsmaður bandalags Bandaríkjanna gegn ISIS sagði „daga hins falska Kalífadæmis“ vera liðna.Daesh crumbles! Iraqi Security Forces liberate Rawa, last urban area in Iraq held by ISIS. @CJTFOIR proud to stand with Iraq! #defeatdaesh pic.twitter.com/TWmkAvqEPI— OIR Spokesman (@OIRSpox) November 17, 2017 Sérfræðingar búast nú við því að ISIS muni snúa sér aftur að rótum sínum. Það er skæruliðahernaði og hryðjuverkaárásum. Það ferli hafi verið í undirbúningi um nokkuð skeið. Greinendur Institute for the Study of War segja að áhersla Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafi verið að berjast um yfirráðasvæði við ISIS, hafi gefið samtökunum tíma og rúm til þess að endurskipuleggja sig. Sömuleiðs séu þær aðstæður sem hafi gert samtökunum mögulegt að blómstra enn til staðar og er þar átt við deilur á milli fylkinga og þjóðflokka í landinu.Hverfa í skuggana Sömuleiðis segja sérfræðingar sem hafa fylgst með samtökunum á samfélagsmiðlum eins og Telegram að ein af fjölmiðladeildum ISIS, Al Naba, hafi birt upplýsingar um endurskipulagninguna í síðasta mánuði.Sjá einnig: Komið að endalokum Kalífadæmisins Þar var vísað til ársins 2008 þegar ISIS, sem þá hét Islamic State of Iraq, hafði gefið verulega undan í átökum við bandaríska herinn. Vígamönnum samtakanna var þá skipt niður í smærri hópa og þjálfaðir í sérhæfðum verkefnum eins og sprengjugerð, sprengjuárásum og upplýsingaöflun. Undanfarna mánuði hafa vígamenn ISIS ekki barist af jafn miklum krafti og áður og hafa embættismenn útskýrt þetta með yfirlýsingum um að baráttuvilji samtakanna sé ekki til staðar. Þetta gæti verið útskýrt með því að vígamenn ISIS hafi horfið aftur í skuggana og vinni nú að því að undirbúa skæruliðahernað. Mið-Austurlönd Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Írakski herinn og bandamenn stjórnvalda í Baghdad hafa tekið síðasta bæinn sem vígamenn Íslamska ríkisins stjórnuðu í landinu. Bærinn Rawa féll í leiftursókn í dag og segja yfirvöld að hann hafi verið frelsaður að fullu. Samtökin hafa nú tapað nánast öllu af því landsvæði sem þau stjórnuðu þegar Abu Bakr al-Baghdadi lýsti yfir stofnun Kalífadæmisins í Írak og Sýrlandi árið 2014. Haider al-Abadi segir að herinn muni nú framkvæma leitaraðgerðir í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Herinn sneyddi fram hjá Rawa í sókn sinni að borginni al-Qaim sem er við landamæri Sýrlands. Sú borg var frelsuð í byrjun mánaðarins. Sýrlandsmegin við landamærin berjast sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, enn um borgina Abu Kamal.Sjá einnig: ISIS-liðar sagðir byggja upp lokavarnir sínar Talsmaður bandalags Bandaríkjanna gegn ISIS sagði „daga hins falska Kalífadæmis“ vera liðna.Daesh crumbles! Iraqi Security Forces liberate Rawa, last urban area in Iraq held by ISIS. @CJTFOIR proud to stand with Iraq! #defeatdaesh pic.twitter.com/TWmkAvqEPI— OIR Spokesman (@OIRSpox) November 17, 2017 Sérfræðingar búast nú við því að ISIS muni snúa sér aftur að rótum sínum. Það er skæruliðahernaði og hryðjuverkaárásum. Það ferli hafi verið í undirbúningi um nokkuð skeið. Greinendur Institute for the Study of War segja að áhersla Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafi verið að berjast um yfirráðasvæði við ISIS, hafi gefið samtökunum tíma og rúm til þess að endurskipuleggja sig. Sömuleiðs séu þær aðstæður sem hafi gert samtökunum mögulegt að blómstra enn til staðar og er þar átt við deilur á milli fylkinga og þjóðflokka í landinu.Hverfa í skuggana Sömuleiðis segja sérfræðingar sem hafa fylgst með samtökunum á samfélagsmiðlum eins og Telegram að ein af fjölmiðladeildum ISIS, Al Naba, hafi birt upplýsingar um endurskipulagninguna í síðasta mánuði.Sjá einnig: Komið að endalokum Kalífadæmisins Þar var vísað til ársins 2008 þegar ISIS, sem þá hét Islamic State of Iraq, hafði gefið verulega undan í átökum við bandaríska herinn. Vígamönnum samtakanna var þá skipt niður í smærri hópa og þjálfaðir í sérhæfðum verkefnum eins og sprengjugerð, sprengjuárásum og upplýsingaöflun. Undanfarna mánuði hafa vígamenn ISIS ekki barist af jafn miklum krafti og áður og hafa embættismenn útskýrt þetta með yfirlýsingum um að baráttuvilji samtakanna sé ekki til staðar. Þetta gæti verið útskýrt með því að vígamenn ISIS hafi horfið aftur í skuggana og vinni nú að því að undirbúa skæruliðahernað.
Mið-Austurlönd Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira