Heimislisti strákanna okkar sjö mánuðum fyrir HM 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2017 06:00 Hverjir fara til Rússlands? vísir/anton Íslensku landsliðsmennirnir fá ekki oft opinberan reiðilestur frá landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni en þeir fengu það eftir æfingamótið í Katar. Íslenska landsliðið mætti í smáríkið við Persaflóa á þriggja leikja sigurgöngu og búið að ná í fimmtán stig í síðustu sex leikjum undankeppni HM 2018. Lykilmennirnir fengu létta skemmtiferð til Katar að launum fyrir magnaða frammistöðu þegar þeir tryggðu Íslandi sögulegan farseðil á sitt fyrsta HM en í þeirra stað áttu „aukaleikararnir“ að fá tækifæri til að sýna sig og sanna.Þurfa miklar framfarir „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi,“ sagði Heimir í viðtali við Fréttablaðið eftir seinni leikinn. Já, það má taka undir þessi orð þjálfarans. Heimir gerði litlar breytingar á hópnum sínum á lokaspretti undankeppninnar og það þarf miklu meira að gerast ef menn ætla að koma sér frekar inn í myndina hjá Eyjamanninum. Íslenska landsliðið stillti upp sama byrjunarliði í öllum fimm leikjum sínum á EM í Frakklandi og allir þeir leikmenn voru í risahlutverki í undankeppni HM fyrir utan Kolbein Sigþórsson sem hefur verið meiddur í meira en eitt og hálft ár. Stóru breytingarnar í goggunarröðinni voru þær að Hörður Björgvin Magnússon tók vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni, Alfreð Finnbogason kom inn fyrir Kolbein og Emil Hallfreðsson sýndi sig og sannaði með góðri frammistöðu á miðjunni þegar Gylfi var færður framar.Allir þrír sem stimpluðu sig inn voru með í EM-hópnum. Það var líka Sverrir Ingi Ingason en hlutverk hans í liðinu er að vaxa. Björn Bergmann Sigurðarson fékk líka tækifæri þegar það vantaði menn í liðið en hann hefur síðan misst af vetrarleikjunum vegna meiðsla. Björn Bergmann er samt enn í dag þriðji kostur í framlínunni.14 af 23 alveg öruggir 23 leikmenn fóru með á EM í Frakklandi sumarið 2016 og það er ekki hægt að sjá annað sjö mánuðum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi en að fjórtán þeirra séu alveg öruggir með sæti í HM-hópnum. Næstu menn þurfa síðan að spila frá sér sæti í hópnum. Baráttusætin eru varamarkmannsstöðurnar, tveir síðustu varnarmenn hópsins, þrjár miðjustöður og síðustu framherjastöðurnar. Það er nokkuð ljóst að EM-fararnir Eiður Smári Guðjohnsen (hættur) og Kolbeinn Sigþórsson (meiddur) verða ekki með í HM-hópnum og og Haukur Heiðar Hauksson er heldur ekki líklegur. Það verða því pottþétt þrjár breytingar, en verða þær fleiri?Ekki mikið að rugga bátnum Menn voru í það minnsta ekki að rugga bátnum mikið með frammistöðu sinni í Katar. Mesti möguleikinn liggur kannski í þriðju markmannsstöðunni þar sem Rúnar Alex Rúnarsson er að banka fast á dyrnar. Theódór Elmar Bjarnason er búinn að stimpla sig aftur inn og það er líklegt að fjölhæfni hans og Hjartar Hermannssonar tryggi þeim báðum afleysingahlutverk á HM. Þeir voru báðir með á EM í Frakklandi. Jón Guðni Fjóluson átti fínan leik á móti Katar og kemur til greina í hópinn. Arnór Ingvi Traustason sló í gegn á EM í Frakklandi en ætti kannski að hafa smá áhyggjur af HM-sætinu eftir slaka frammistöðu í Katar og slæma stöðu hjá sínu félagi. Rúrik Gíslason missti af EM en hefur alltaf verið hluti af kynslóðinni sem breytti landsliðinu. Rúrik setti nú samt ekki mikla pressu á Heimi með frammistöðu sinni í Katar og hann var ekki sá eini sem nýtti ekki gott tækifæri til að sýna sig og sanna.Góð mörk en við þurfum meira Framherjarnir Viðar Örn Kjartansson og Kjartan Henry Finnbogason minntu hins vegar á sig með góðum mörkum og frammistaða Kjartans Henrys á móti Tékkum var einn af jákvæðustu hlutum ferðarinnar. Líkurnar á HM-sæti hjá Birni Bergmann Sigurðarsyni hafa fyrir vikið aðeins minnkað en líklegra er þó að Heimir velji á milli þeirra Kjartans og Viðars fremur en að fara með þá báða. Margir bíða samt eftir því hvort Albert Guðmundsson gefi Heimi ástæðu til að taka sig með. Albert hefur verið að banka á dyrnar hjá aðalliði PSV en á meðan hann er ekki að spila fleiri mínútur í toppbolta þá eru ekki miklar líkur á því að hann fari með til Rússlands.Sjö mánuðir til stefnu Það eru enn sjö mánuðir í það að Heimir Hallgrímsson taki þessa erfiðu ákvörðun og velji þá 23 víkinga sem munu skrifa nafn sitt í sögu íslenskrar knattspyrnu. Meiðsli og spilatími gæti breytt hlutum og þá á landsliðið eftir að hittast nokkrum sinnum þangað til. Tækifærin í Katar runnu frá mönnum en sjáum til hvað gerist í janúar og mars. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir fá ekki oft opinberan reiðilestur frá landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni en þeir fengu það eftir æfingamótið í Katar. Íslenska landsliðið mætti í smáríkið við Persaflóa á þriggja leikja sigurgöngu og búið að ná í fimmtán stig í síðustu sex leikjum undankeppni HM 2018. Lykilmennirnir fengu létta skemmtiferð til Katar að launum fyrir magnaða frammistöðu þegar þeir tryggðu Íslandi sögulegan farseðil á sitt fyrsta HM en í þeirra stað áttu „aukaleikararnir“ að fá tækifæri til að sýna sig og sanna.Þurfa miklar framfarir „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi,“ sagði Heimir í viðtali við Fréttablaðið eftir seinni leikinn. Já, það má taka undir þessi orð þjálfarans. Heimir gerði litlar breytingar á hópnum sínum á lokaspretti undankeppninnar og það þarf miklu meira að gerast ef menn ætla að koma sér frekar inn í myndina hjá Eyjamanninum. Íslenska landsliðið stillti upp sama byrjunarliði í öllum fimm leikjum sínum á EM í Frakklandi og allir þeir leikmenn voru í risahlutverki í undankeppni HM fyrir utan Kolbein Sigþórsson sem hefur verið meiddur í meira en eitt og hálft ár. Stóru breytingarnar í goggunarröðinni voru þær að Hörður Björgvin Magnússon tók vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni, Alfreð Finnbogason kom inn fyrir Kolbein og Emil Hallfreðsson sýndi sig og sannaði með góðri frammistöðu á miðjunni þegar Gylfi var færður framar.Allir þrír sem stimpluðu sig inn voru með í EM-hópnum. Það var líka Sverrir Ingi Ingason en hlutverk hans í liðinu er að vaxa. Björn Bergmann Sigurðarson fékk líka tækifæri þegar það vantaði menn í liðið en hann hefur síðan misst af vetrarleikjunum vegna meiðsla. Björn Bergmann er samt enn í dag þriðji kostur í framlínunni.14 af 23 alveg öruggir 23 leikmenn fóru með á EM í Frakklandi sumarið 2016 og það er ekki hægt að sjá annað sjö mánuðum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi en að fjórtán þeirra séu alveg öruggir með sæti í HM-hópnum. Næstu menn þurfa síðan að spila frá sér sæti í hópnum. Baráttusætin eru varamarkmannsstöðurnar, tveir síðustu varnarmenn hópsins, þrjár miðjustöður og síðustu framherjastöðurnar. Það er nokkuð ljóst að EM-fararnir Eiður Smári Guðjohnsen (hættur) og Kolbeinn Sigþórsson (meiddur) verða ekki með í HM-hópnum og og Haukur Heiðar Hauksson er heldur ekki líklegur. Það verða því pottþétt þrjár breytingar, en verða þær fleiri?Ekki mikið að rugga bátnum Menn voru í það minnsta ekki að rugga bátnum mikið með frammistöðu sinni í Katar. Mesti möguleikinn liggur kannski í þriðju markmannsstöðunni þar sem Rúnar Alex Rúnarsson er að banka fast á dyrnar. Theódór Elmar Bjarnason er búinn að stimpla sig aftur inn og það er líklegt að fjölhæfni hans og Hjartar Hermannssonar tryggi þeim báðum afleysingahlutverk á HM. Þeir voru báðir með á EM í Frakklandi. Jón Guðni Fjóluson átti fínan leik á móti Katar og kemur til greina í hópinn. Arnór Ingvi Traustason sló í gegn á EM í Frakklandi en ætti kannski að hafa smá áhyggjur af HM-sætinu eftir slaka frammistöðu í Katar og slæma stöðu hjá sínu félagi. Rúrik Gíslason missti af EM en hefur alltaf verið hluti af kynslóðinni sem breytti landsliðinu. Rúrik setti nú samt ekki mikla pressu á Heimi með frammistöðu sinni í Katar og hann var ekki sá eini sem nýtti ekki gott tækifæri til að sýna sig og sanna.Góð mörk en við þurfum meira Framherjarnir Viðar Örn Kjartansson og Kjartan Henry Finnbogason minntu hins vegar á sig með góðum mörkum og frammistaða Kjartans Henrys á móti Tékkum var einn af jákvæðustu hlutum ferðarinnar. Líkurnar á HM-sæti hjá Birni Bergmann Sigurðarsyni hafa fyrir vikið aðeins minnkað en líklegra er þó að Heimir velji á milli þeirra Kjartans og Viðars fremur en að fara með þá báða. Margir bíða samt eftir því hvort Albert Guðmundsson gefi Heimi ástæðu til að taka sig með. Albert hefur verið að banka á dyrnar hjá aðalliði PSV en á meðan hann er ekki að spila fleiri mínútur í toppbolta þá eru ekki miklar líkur á því að hann fari með til Rússlands.Sjö mánuðir til stefnu Það eru enn sjö mánuðir í það að Heimir Hallgrímsson taki þessa erfiðu ákvörðun og velji þá 23 víkinga sem munu skrifa nafn sitt í sögu íslenskrar knattspyrnu. Meiðsli og spilatími gæti breytt hlutum og þá á landsliðið eftir að hittast nokkrum sinnum þangað til. Tækifærin í Katar runnu frá mönnum en sjáum til hvað gerist í janúar og mars.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira