Saga Reykjavíkurhafnar samofin sögu þjóðarinnar í heila öld Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2017 20:00 Um þessar mundir er þess minnst með ýmsum uppákomum að hundrað ár eru liðin frá því að byggingu Reykjavíkurhafnar lauk. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir höfnina hafa gegnt gríðarlega miklu hlutverki í sögu borgarinnar og þjóðarinnar allrar. Starfsemin við Reykjavíkurhöfn hefur auðvitað breyst og þróast mikið á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því hún var byggð. Við höfnina hefur yfirleitt verið mjög öflugur sjávarútvegur og þar hafa margar að bestu minningum þjóðarinnar orðið til eins og þegar Halldór Laxness kom heim með nóbelsverðlaunin og handritin komu til Íslands í gegnum Reykjavíkurhöfn. Þá má ekki gleyma ferðaþjónustunni sem hreiðrað hefur um sig í gömlu höfninni innan um slippinn og aðra fisktengda starfsemi. Um þessar mundir er haldið upp á það með ýmsum hætti að öld er liðin frá því byggingu Reykjavíkurhafnar lauk, meðal annars með ljósmyndasýningu í Ráðhúsinu þar sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sá um að velja myndirnar. En höfnin hefur spilað stórt hlutverk í sögu borgarinnar og varð til þess að öll heildsala flyst til Reykjavíkur og þar er öllum varningi umskipað til annarra hafna. „Þetta verður líka til þess að öll stærri fiskiskipaútgerð verður frá Reykjavíkurhöfn. Það voru þrír af hverjum fjórum togurum fram í seinna stríð gerðir út frá Reykjavík. Þannig að hún átti gríðar mikinn þátt í þessari miklu aukningu mannfjölda hér í Reykjavík,“ segir Guðjón. Og þar með yfirburðastöðu borgarinnar gagnvart öðrum bæjum. Þá er saga þjóðarinnar samofin sögu hafnarinnar. „Ég tala nú ekki um á stríðsárunum. Það má segja að hernámið. Það má eiginlega segja að hernámið hafi farið fram í Reykjavíkurhöfn. Þetta var eina höfnin sem gat tekið á móti miklu herliði, hergögnum og birgðum og öllu mögulegu á stuttum tíma,“ segir Guðjón. Þá hefur alls konar þjónustustarfsemi blómstrað við höfnina síðast liðinn hundrað ár og gerir enn. Þá fóru vörur og farþegaflutningar um höfnin, líka í upphafi flugs því flugbátar lentu við höfnina. Þannig að hún var náttúrlega lykilatriði í raun og veru fyrir allt mannlíf hér,“ segir sagnfræðingurinn. Gísli Gíslason, forstjóri Faxaflóahafna, er sannfærður um að gamla höfnin gegni mikilvægu hlutverki í framtíðinni. „Og Reykjavík er ein af stærstu verstöðum landsins og þannig viljum við hafa það áfram. Í raun eina höfuðborgin í Evrópu sem er með fiskvinnslu inni í miðjum bæ,“ segir Gísli. Ferðaþjónustan eigi örugglega enn eftir að vaxa í návígi við höfnina en áfram þurfi að þjóna smærri og stærri útgerðir. Ef ég væri staddur 1913 og væri að líta til næstu 100 ára þá hefði ég sennilega verið mjög lélegur spámaður. Því þróunin hefur verið miklu hraðari ég ég held að menn hefðu látið sér í grun renna. Þannig að ef ég horfi til næstu 100 ára segi ég bara að höfnin á eftir að vera blómleg áfram,“ segir Gísli Gíslason. Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Um þessar mundir er þess minnst með ýmsum uppákomum að hundrað ár eru liðin frá því að byggingu Reykjavíkurhafnar lauk. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir höfnina hafa gegnt gríðarlega miklu hlutverki í sögu borgarinnar og þjóðarinnar allrar. Starfsemin við Reykjavíkurhöfn hefur auðvitað breyst og þróast mikið á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því hún var byggð. Við höfnina hefur yfirleitt verið mjög öflugur sjávarútvegur og þar hafa margar að bestu minningum þjóðarinnar orðið til eins og þegar Halldór Laxness kom heim með nóbelsverðlaunin og handritin komu til Íslands í gegnum Reykjavíkurhöfn. Þá má ekki gleyma ferðaþjónustunni sem hreiðrað hefur um sig í gömlu höfninni innan um slippinn og aðra fisktengda starfsemi. Um þessar mundir er haldið upp á það með ýmsum hætti að öld er liðin frá því byggingu Reykjavíkurhafnar lauk, meðal annars með ljósmyndasýningu í Ráðhúsinu þar sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sá um að velja myndirnar. En höfnin hefur spilað stórt hlutverk í sögu borgarinnar og varð til þess að öll heildsala flyst til Reykjavíkur og þar er öllum varningi umskipað til annarra hafna. „Þetta verður líka til þess að öll stærri fiskiskipaútgerð verður frá Reykjavíkurhöfn. Það voru þrír af hverjum fjórum togurum fram í seinna stríð gerðir út frá Reykjavík. Þannig að hún átti gríðar mikinn þátt í þessari miklu aukningu mannfjölda hér í Reykjavík,“ segir Guðjón. Og þar með yfirburðastöðu borgarinnar gagnvart öðrum bæjum. Þá er saga þjóðarinnar samofin sögu hafnarinnar. „Ég tala nú ekki um á stríðsárunum. Það má segja að hernámið. Það má eiginlega segja að hernámið hafi farið fram í Reykjavíkurhöfn. Þetta var eina höfnin sem gat tekið á móti miklu herliði, hergögnum og birgðum og öllu mögulegu á stuttum tíma,“ segir Guðjón. Þá hefur alls konar þjónustustarfsemi blómstrað við höfnina síðast liðinn hundrað ár og gerir enn. Þá fóru vörur og farþegaflutningar um höfnin, líka í upphafi flugs því flugbátar lentu við höfnina. Þannig að hún var náttúrlega lykilatriði í raun og veru fyrir allt mannlíf hér,“ segir sagnfræðingurinn. Gísli Gíslason, forstjóri Faxaflóahafna, er sannfærður um að gamla höfnin gegni mikilvægu hlutverki í framtíðinni. „Og Reykjavík er ein af stærstu verstöðum landsins og þannig viljum við hafa það áfram. Í raun eina höfuðborgin í Evrópu sem er með fiskvinnslu inni í miðjum bæ,“ segir Gísli. Ferðaþjónustan eigi örugglega enn eftir að vaxa í návígi við höfnina en áfram þurfi að þjóna smærri og stærri útgerðir. Ef ég væri staddur 1913 og væri að líta til næstu 100 ára þá hefði ég sennilega verið mjög lélegur spámaður. Því þróunin hefur verið miklu hraðari ég ég held að menn hefðu látið sér í grun renna. Þannig að ef ég horfi til næstu 100 ára segi ég bara að höfnin á eftir að vera blómleg áfram,“ segir Gísli Gíslason.
Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira