Íslenska vörnin hefur aldrei verið betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 06:00 Hannes Þór Halldórsson og félagar í íslenska landsliðinu fagna sigri á Kósóvó og sæti á HM 2018. Fréttablaðið/Anton Leikirnir við Tékka og Katar við Persaflóann á síðustu dögum skiptu kannski litlu máli í stóra samhenginu. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson talaði sjálfur meira um að þetta væri mórölsk uppskeruferð fyrir hetjur liðsins heldur en að þarna ætti að leggja leikfræðilegan grunn að enn frekari afrekum liðsins. Strákarnir okkar hafa þrátt fyrir þennan rólega endi á landsliðsárinu skilað íslenska liðinu upp í nýjar hæðir með magnaðri frammistöðu og eins og síðustu ár héldu metin áfram að falla á þessu landsliðsári. Knattspyrnuárið 2017 var fyrir löngu orðið sögulegt fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta enda strákarnir okkar komnir inn á HM í fyrsta sinn.Átta mörk í plús Frábær árangur liðsins var líka einstakur því íslenska liðið fékk aðeins á sig 0,58 mörk að meðaltali í leik og skoraði átta mörkum meira en mótherjarnir. Það hefur aldrei gerst áður á landsliðsári þar sem Ísland hefur spilað fleiri en einn landsleik. Síðustu tveir leikir landsliðsins voru þessir vináttuleikir við Tékklandi og Katar í Katar en liðið vann hvorugan þeirra, tapaði 2-1 fyrir Tékkum og gerði 1-1 jafntefli við heimamenn í Katar. Endirinn var ekki alveg í samræmi við leikina á undan þegar ekkert mátti klikka og strákarnir kláruðu verkefnið með stæl. Met íslenska landsliðsins hafa fallið hvert á fætur öðru á síðustu árum enda árangur fótboltalandsliðsins verið einstakur og í raun heimsfrétt. Árið 2016 var til dæmis sett nýtt leikjamet (17 leikir), markamet (30 mörk) og met í sigurleikjum (8 sigrar).Skoruðu aðeins minna Íslenska liðið skoraði aðeins minna í ár en varðist aftur á móti mun betur. Þetta er til dæmis aðeins sjöunda landsliðsárið þar sem Ísland fær á sig minna en mark að meðaltali í leik. Íslenska vörnin gerði mun betur en það, því liðið fékk aðeins á sig 7 mörk í 12 leikjum eða 0,58 mörk að meðaltali. Liðið er að fá næstum því marki minna á sig í leik heldur en árið á undan. Ef það er hægt að finna að einhverju á árinu 2016 var það að íslenska liðið fékk á sig 26 mörk eða 1,5 mörk að meðaltali í leik. Heimir Hallgrímsson og strákarnir lokuðu hins vegar vörninni á árinu 2017 ekki síst í keppnisleikjunum þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark í síðustu fimm leikjum sínum í undankeppninni.Eitt og hálft stig á hvert mark Varnarleikurinn sá til þess að hvert skorað mark í keppnisleikjum ársins var virði 1,5 stiga því tíu mörk í undankeppni HM skiluðu íslenska liðinu alls fimmtán stigum á árinu 2017. Skömmu fyrir leikslok á móti Katar á þriðjudaginn stefndi í að íslenska liðið væri að fara halda hreinu í sjöunda sinn á árinu og tryggja sér áttunda sigurleik ársins. Katarmenn jöfnuðu hins vegar í uppbótartíma og metið yfir hæsta hlutfall sigurleikja frá árinu 1999 (60 prósent) lifir því áfram. Metið frá því í fyrra yfir flesta sigurleiki (8) stendur líka áfram eitt og sér þökk sé þessu óþarfa jöfnunarmarki Katarbúa. Íslenska liðið vann alls sjö leiki á árinu 2017 eða 58 prósent af tólf landsleikjum ársins. Það verður þó að taka það fram að árangur ársins 1948 verður reyndar aldrei bættur heldur aðeins jafnaður. Íslenska landsliðið vann þá 2-0 sigur á Finnum í eina landsleik ársins og skoraði Ríkharður Jónsson bæði mörkin. Eina tapið í mótsleik í ár var hins vegar tap fyrir Finnum í september. Íslenska liðið hefur alltaf getað skorað mörk og sannaði það enn einu sinni á árinu 2017. Liðið skoraði í 9 af 12 leikjum sínum og gerði meira en mark í leik sjötta landsliðsárið í röð. Íslenska landsliðið hélt því áfram að skora um leið og vörninni var lokað. Það er því engin tilviljun að íslenska fótboltalandsliðið er á leiðinni á HM í fyrsta sinn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Leikirnir við Tékka og Katar við Persaflóann á síðustu dögum skiptu kannski litlu máli í stóra samhenginu. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson talaði sjálfur meira um að þetta væri mórölsk uppskeruferð fyrir hetjur liðsins heldur en að þarna ætti að leggja leikfræðilegan grunn að enn frekari afrekum liðsins. Strákarnir okkar hafa þrátt fyrir þennan rólega endi á landsliðsárinu skilað íslenska liðinu upp í nýjar hæðir með magnaðri frammistöðu og eins og síðustu ár héldu metin áfram að falla á þessu landsliðsári. Knattspyrnuárið 2017 var fyrir löngu orðið sögulegt fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta enda strákarnir okkar komnir inn á HM í fyrsta sinn.Átta mörk í plús Frábær árangur liðsins var líka einstakur því íslenska liðið fékk aðeins á sig 0,58 mörk að meðaltali í leik og skoraði átta mörkum meira en mótherjarnir. Það hefur aldrei gerst áður á landsliðsári þar sem Ísland hefur spilað fleiri en einn landsleik. Síðustu tveir leikir landsliðsins voru þessir vináttuleikir við Tékklandi og Katar í Katar en liðið vann hvorugan þeirra, tapaði 2-1 fyrir Tékkum og gerði 1-1 jafntefli við heimamenn í Katar. Endirinn var ekki alveg í samræmi við leikina á undan þegar ekkert mátti klikka og strákarnir kláruðu verkefnið með stæl. Met íslenska landsliðsins hafa fallið hvert á fætur öðru á síðustu árum enda árangur fótboltalandsliðsins verið einstakur og í raun heimsfrétt. Árið 2016 var til dæmis sett nýtt leikjamet (17 leikir), markamet (30 mörk) og met í sigurleikjum (8 sigrar).Skoruðu aðeins minna Íslenska liðið skoraði aðeins minna í ár en varðist aftur á móti mun betur. Þetta er til dæmis aðeins sjöunda landsliðsárið þar sem Ísland fær á sig minna en mark að meðaltali í leik. Íslenska vörnin gerði mun betur en það, því liðið fékk aðeins á sig 7 mörk í 12 leikjum eða 0,58 mörk að meðaltali. Liðið er að fá næstum því marki minna á sig í leik heldur en árið á undan. Ef það er hægt að finna að einhverju á árinu 2016 var það að íslenska liðið fékk á sig 26 mörk eða 1,5 mörk að meðaltali í leik. Heimir Hallgrímsson og strákarnir lokuðu hins vegar vörninni á árinu 2017 ekki síst í keppnisleikjunum þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark í síðustu fimm leikjum sínum í undankeppninni.Eitt og hálft stig á hvert mark Varnarleikurinn sá til þess að hvert skorað mark í keppnisleikjum ársins var virði 1,5 stiga því tíu mörk í undankeppni HM skiluðu íslenska liðinu alls fimmtán stigum á árinu 2017. Skömmu fyrir leikslok á móti Katar á þriðjudaginn stefndi í að íslenska liðið væri að fara halda hreinu í sjöunda sinn á árinu og tryggja sér áttunda sigurleik ársins. Katarmenn jöfnuðu hins vegar í uppbótartíma og metið yfir hæsta hlutfall sigurleikja frá árinu 1999 (60 prósent) lifir því áfram. Metið frá því í fyrra yfir flesta sigurleiki (8) stendur líka áfram eitt og sér þökk sé þessu óþarfa jöfnunarmarki Katarbúa. Íslenska liðið vann alls sjö leiki á árinu 2017 eða 58 prósent af tólf landsleikjum ársins. Það verður þó að taka það fram að árangur ársins 1948 verður reyndar aldrei bættur heldur aðeins jafnaður. Íslenska landsliðið vann þá 2-0 sigur á Finnum í eina landsleik ársins og skoraði Ríkharður Jónsson bæði mörkin. Eina tapið í mótsleik í ár var hins vegar tap fyrir Finnum í september. Íslenska liðið hefur alltaf getað skorað mörk og sannaði það enn einu sinni á árinu 2017. Liðið skoraði í 9 af 12 leikjum sínum og gerði meira en mark í leik sjötta landsliðsárið í röð. Íslenska landsliðið hélt því áfram að skora um leið og vörninni var lokað. Það er því engin tilviljun að íslenska fótboltalandsliðið er á leiðinni á HM í fyrsta sinn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira