Vala Matt táraðist næstum því yfir sósu Evu Laufeyjar Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2017 13:30 Eva og Vala saman í eldhúsinu. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld fer Vala Matt og heimsækir sjónvarpskokkinn hana Evu Laufeyju og fékk að skoða ísskápinn hennar en Eva Laufey hefur alveg slegið í gegn ásamt Gumma Ben í sjónvarpsþáttunum Ísskápastríðið. Þar var sannarlega ísskápur eins og á flottu sveitasetri úti á landi, enda býr Eva Laufey á Akranesi. Svo kenndi Eva Völu hvernig hún gerir kjúklingarétt með svo himneskri sósu að Vala næstum táraðist. Kjúklingaréttur með beikon rjómasósu 2 msk ólífuolía 6 sneiðar beikon, smátt skorið 10 sveppir, smátt skornir 1/2 laukur, smátt skorinn 2 msk fersk steinselja, smátt söxuð 2 msk ferskt timjan, smátt skorið 600-700 g kjúklingakjöt, t.d. bringur 1/2 kjúklingakrafts teningur 350 ml rjómi Salt og nýmalaður pipar eftir smekk Aðferð: Hitið olíuna við vægan hita á pönnu. Steikið beikon, sveppi og lauk. Saxið ferskar kryddjurtir og bætið þeim út á pönnuna. Hellið rjómanum saman við og leyfið þessu að malla við vægan hita í 4-5 mínútur, kryddið með kjúklingakrafti, salti og pipar. Skolið kjúklingakjötið vel, skerið í litla bita og leggið kjötið í eldfast mót. Kryddið kjötið með salti og pipar. Hellið rjómasósunni yfir kjúklinginn og bakið í ofni við 180* C í 30-35 mínútur. Gjarnan má setja smá parmesan ost yfir áður en sett er í ofninn. Berið réttinn fram til dæmis með hrísgrjónum og fersku salati. Sósan passar vel með öllu kjöti og einnig fiski. Eva Laufey Kjúklingur Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld fer Vala Matt og heimsækir sjónvarpskokkinn hana Evu Laufeyju og fékk að skoða ísskápinn hennar en Eva Laufey hefur alveg slegið í gegn ásamt Gumma Ben í sjónvarpsþáttunum Ísskápastríðið. Þar var sannarlega ísskápur eins og á flottu sveitasetri úti á landi, enda býr Eva Laufey á Akranesi. Svo kenndi Eva Völu hvernig hún gerir kjúklingarétt með svo himneskri sósu að Vala næstum táraðist. Kjúklingaréttur með beikon rjómasósu 2 msk ólífuolía 6 sneiðar beikon, smátt skorið 10 sveppir, smátt skornir 1/2 laukur, smátt skorinn 2 msk fersk steinselja, smátt söxuð 2 msk ferskt timjan, smátt skorið 600-700 g kjúklingakjöt, t.d. bringur 1/2 kjúklingakrafts teningur 350 ml rjómi Salt og nýmalaður pipar eftir smekk Aðferð: Hitið olíuna við vægan hita á pönnu. Steikið beikon, sveppi og lauk. Saxið ferskar kryddjurtir og bætið þeim út á pönnuna. Hellið rjómanum saman við og leyfið þessu að malla við vægan hita í 4-5 mínútur, kryddið með kjúklingakrafti, salti og pipar. Skolið kjúklingakjötið vel, skerið í litla bita og leggið kjötið í eldfast mót. Kryddið kjötið með salti og pipar. Hellið rjómasósunni yfir kjúklinginn og bakið í ofni við 180* C í 30-35 mínútur. Gjarnan má setja smá parmesan ost yfir áður en sett er í ofninn. Berið réttinn fram til dæmis með hrísgrjónum og fersku salati. Sósan passar vel með öllu kjöti og einnig fiski.
Eva Laufey Kjúklingur Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira