Prófaðu að draga í riðla fyrir HM 2018: Verða strákarnir ánægðir með þig? Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 11:00 Aron Einar yrði ekki ánægður með alla þessa riðla. vísir/getty Perú varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti á HM 2018 í fótbolta sem fram fer í Rússlandi og er því ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt í 21. heimsmeistaramótinu sem hefst í júní á næsta ári. Styrkleikalistarnir eru klárir en Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki ásamt hinum tveimur Norðurlandaþjóðunum; Svíþjóð og Danmörku, en dregið verður í riðla 1. desember í Rússlandi. Ísland getur aðeins verið með einni annarri Evrópuþjóð í riðli þannig að fari svo að Íslandi fái til dæmis Þýskaland úr efsta styrkleikaflokki geta strákarnir okkar ekki fengið Evrópuþjóð úr styrkleikaflokkum tvö og fjögur.Pots announced for #WorldCup Final Drawhttps://t.co/Wr17mUox90pic.twitter.com/1BTSixQ05Z — #WCQ (@FIFAWorldCup) November 16, 2017 Líklega væri best að dragast í A-riðil með gestgjöfum Rússlands sem eru sjálfkrafa í efsta styrkleikaflokki sem heimaþjóðin en Rússarnir eru langslakastir af þeim liðum sem eru í efsta flokki. Fýsilegir kostir í öðrum styrkleikaflokki eru lið eins og Perú og Sviss og í þeim fjórða myndi enginn slá hendi á móti því að mæta Sádi-Arabíu eða Panama. En svo geta strákarnir okkar verið alveg einstaklega óheppnir og dregist í riðil með Brasilíu, Spáni og Nígeríu en allt kemur þetta í ljós 1. desember þegar að dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið. Þangað til getur þú, lesandi góður, leikið þér að draga í riðla og sjá alla mögulega og ómögulega kosti sem eru í boði fyrir strákana okkar. Eina sem þú þarft að gera er að smella hér og ýta á „simulate draw“. Góða skemmtun. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sport, fór yfir landsliðsverkefnið í Katar. 16. nóvember 2017 08:45 Fjórar þjóðir sem öfunda okkur Íslendinga örugglega mikið Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. 16. nóvember 2017 10:30 Ísland hefur ekki verið lengra frá kóngasæti norðursins í 38 mánuði Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. 16. nóvember 2017 09:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Perú varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti á HM 2018 í fótbolta sem fram fer í Rússlandi og er því ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt í 21. heimsmeistaramótinu sem hefst í júní á næsta ári. Styrkleikalistarnir eru klárir en Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki ásamt hinum tveimur Norðurlandaþjóðunum; Svíþjóð og Danmörku, en dregið verður í riðla 1. desember í Rússlandi. Ísland getur aðeins verið með einni annarri Evrópuþjóð í riðli þannig að fari svo að Íslandi fái til dæmis Þýskaland úr efsta styrkleikaflokki geta strákarnir okkar ekki fengið Evrópuþjóð úr styrkleikaflokkum tvö og fjögur.Pots announced for #WorldCup Final Drawhttps://t.co/Wr17mUox90pic.twitter.com/1BTSixQ05Z — #WCQ (@FIFAWorldCup) November 16, 2017 Líklega væri best að dragast í A-riðil með gestgjöfum Rússlands sem eru sjálfkrafa í efsta styrkleikaflokki sem heimaþjóðin en Rússarnir eru langslakastir af þeim liðum sem eru í efsta flokki. Fýsilegir kostir í öðrum styrkleikaflokki eru lið eins og Perú og Sviss og í þeim fjórða myndi enginn slá hendi á móti því að mæta Sádi-Arabíu eða Panama. En svo geta strákarnir okkar verið alveg einstaklega óheppnir og dregist í riðil með Brasilíu, Spáni og Nígeríu en allt kemur þetta í ljós 1. desember þegar að dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið. Þangað til getur þú, lesandi góður, leikið þér að draga í riðla og sjá alla mögulega og ómögulega kosti sem eru í boði fyrir strákana okkar. Eina sem þú þarft að gera er að smella hér og ýta á „simulate draw“. Góða skemmtun.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sport, fór yfir landsliðsverkefnið í Katar. 16. nóvember 2017 08:45 Fjórar þjóðir sem öfunda okkur Íslendinga örugglega mikið Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. 16. nóvember 2017 10:30 Ísland hefur ekki verið lengra frá kóngasæti norðursins í 38 mánuði Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. 16. nóvember 2017 09:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sport, fór yfir landsliðsverkefnið í Katar. 16. nóvember 2017 08:45
Fjórar þjóðir sem öfunda okkur Íslendinga örugglega mikið Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. 16. nóvember 2017 10:30
Ísland hefur ekki verið lengra frá kóngasæti norðursins í 38 mánuði Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. 16. nóvember 2017 09:15