Golf

Birgir Leifur nokkuð langt frá sæti meðal þeirra bestu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birgir Leifur mundar pútterinn.
Birgir Leifur mundar pútterinn. vísir/daníel
Eftir þrjá hringi af sex er Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, í 130. sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í golfi.

Birgir Leifur er á samtals á fimm höggum yfir pari eftir hringina þrjá. Efsti maður er á þrettán höggum undir pari og því er Birgir nokkuð langt frá honum.

25 efstu kylfingar mótsins fá þáttökurétt á Evrópumótaröðinni. Sá sem er í 25. sæti eins og staðan er er á sjö höggum undir pari. Fari vel á hringjunum þremur sem eftir eru hjá Birgi gæti hann eygt von um að nálgast 25. sætið, en það verður að teljast ólíklegt það gangi eftir.

Árangur Birgis á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili var mjög góður, þar sem hann vann meðal annars sitt fyrsta mót. Með því er Birgir nú þegar með keppnisrétt á nokkrum mótum á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili og gæti fengið fleiri mót með góðum árangri á úrtökumótinu, þó hann nái ekki á meðal 25 efstu manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×