Kemur í ljós í kvöld hvort ríkisstjórn Katrínar hefur 33 eða 35 þingmenn Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2017 18:30 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna Það kemur í endanlega í ljós í kvöld hver stuðningurinn við væntanlegt stjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er mikill innan flokkanna, þegar stofnanir þeirra greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann. Katrín Jakobsdóttir verðandi forsætisráðherra segir það væntanlega koma í ljós í kvöld hvort allir þingmenn flokksins styðji stjórnarsáttmálann. Mest er spennan í kring um flokksráðsfund Vinstri grænna sem hófst á Grand hóteli klukkan fimm í dag. Um hundrað og sextíu manns höfðu skráð sig til fundarins en rétt til setu eiga allir félagar í flokknum. Þeir einir sem eru hins vegar kjörnir í flokksráðið, um hundrað manns, hafa atkvæðisrétt. Reiknað er með að fundurinn standi að minnsta kosti til klukkan níu í kvöld. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan hálf fimm í dag en þótt reikna megi með einhverri óánægju þar á bæ er almennt reiknað með að stjórnarsáttmálinn verði samþykktur nánast samhljóða. Það sama á við um Framsóknarflokkinn en miðstjórn hans kemur saman á hótel Sögu klukkan átta í kvöld.Býst þú við að þetta verði samþykkt með miklum meirihluta í flokksráði? „Það verður auðvitað bara að koma í ljós. En ég tel að við höfum fengið góða niðurstöðu í þessum málefnasamningi og ég vænti þess að mínir félagar í VG muni horfa til þess; hvort þeir telji að við höfum náð viðunandi árangri og viðunandi áhrifum á þau mál sem við teljum mikilvægust. Ég tel svo vera,“ segir Katrín. Ef hún þekki sitt fólk rétt megi hins vegar búast við miklum umræðum á fundinum og fyrir fram gefi hún sér ekkert um niðurstöðuna. En það kemur væntanlega líka í ljós á fundinum í kvöld hvort þingmennirnir Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiði atkvæði með stjórnarsáttmálanum eða ekki. En þau greiddu atkvæði á móti viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn í þingflokki VG.Áttu von á að þessi tveir þingmenn fylgi ykkur alla leið? „Það kemur bara í ljós á fundinum í kvöld væntanlega. En stjórnin verður engu að síður sett á þótt þau yrðu kannski ekki með? Við erum auðvitað með meirihluta þótt tvo þingmenn vanti upp á,“ segir Katrín. Stjórnarsáttmálinn hefur verið um þrjár vikur í smíðum og í honum er meðal annars gert ráð fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts, barnabóta og vaxtabóta samkvæmt okkar heimildum. En ráðherrakapallinn gekk ekki endanlega upp fyrr en í dag. „Við vorum bara að lenda þeirri niðurstöðu núna áðan. Hvernig ráðuneytin munu skiptast á milli flokkanna. Þá bíður okkar allra að gera tillögur um hvernig þau ráðuneyti verða mönnuð og það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun.“Ertu búin að gera upp þinn hug með það?„Nei ég er reyndar ekki búin að því.“Þannig að þú ert enn að velja í huganum hverja þú tekur með þér?„Já eins og ég segi við lukum þessu bara áðan þannig að nú þarf maður að leggjast undir felld,“ segir Katrín. Eitt er þó víst að Katrín verður forsætisráðherra ef að líkum lætur á ríkisráðsfundi á morgun og þá önnur konan í stjórnmálasögu landsins til að gegna þessu valdamesta embætti landsins. Hún segir mikilvæg verkefni framundan í stjórnmálunum á Íslandi og vonandi náist um þau öflug samstaða á þingi. „Þannig að jú auðvitað er ég bara brött fyrir þetta verkefni. En ég ímynda mér ekki að þetta sé auðvelt verk. Af því að ég held að verkefnin séu stór og mikil. Þau snúast ekki bara um þessa uppbyggingu sem okkur hefur verið tíðrætt um. Heldur líka vinnumarkaðinn, efnahagslegan stöðugleika. Stór mál á sviði umhverfisverndar og annarra málaflokka. Þannig að þetta verður örugglega mjög spennandi, sagði Katrín Jakobsdóttir fyrir flokksráðsfund Vinstri grænna í dag. Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Það kemur í endanlega í ljós í kvöld hver stuðningurinn við væntanlegt stjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er mikill innan flokkanna, þegar stofnanir þeirra greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann. Katrín Jakobsdóttir verðandi forsætisráðherra segir það væntanlega koma í ljós í kvöld hvort allir þingmenn flokksins styðji stjórnarsáttmálann. Mest er spennan í kring um flokksráðsfund Vinstri grænna sem hófst á Grand hóteli klukkan fimm í dag. Um hundrað og sextíu manns höfðu skráð sig til fundarins en rétt til setu eiga allir félagar í flokknum. Þeir einir sem eru hins vegar kjörnir í flokksráðið, um hundrað manns, hafa atkvæðisrétt. Reiknað er með að fundurinn standi að minnsta kosti til klukkan níu í kvöld. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan hálf fimm í dag en þótt reikna megi með einhverri óánægju þar á bæ er almennt reiknað með að stjórnarsáttmálinn verði samþykktur nánast samhljóða. Það sama á við um Framsóknarflokkinn en miðstjórn hans kemur saman á hótel Sögu klukkan átta í kvöld.Býst þú við að þetta verði samþykkt með miklum meirihluta í flokksráði? „Það verður auðvitað bara að koma í ljós. En ég tel að við höfum fengið góða niðurstöðu í þessum málefnasamningi og ég vænti þess að mínir félagar í VG muni horfa til þess; hvort þeir telji að við höfum náð viðunandi árangri og viðunandi áhrifum á þau mál sem við teljum mikilvægust. Ég tel svo vera,“ segir Katrín. Ef hún þekki sitt fólk rétt megi hins vegar búast við miklum umræðum á fundinum og fyrir fram gefi hún sér ekkert um niðurstöðuna. En það kemur væntanlega líka í ljós á fundinum í kvöld hvort þingmennirnir Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiði atkvæði með stjórnarsáttmálanum eða ekki. En þau greiddu atkvæði á móti viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn í þingflokki VG.Áttu von á að þessi tveir þingmenn fylgi ykkur alla leið? „Það kemur bara í ljós á fundinum í kvöld væntanlega. En stjórnin verður engu að síður sett á þótt þau yrðu kannski ekki með? Við erum auðvitað með meirihluta þótt tvo þingmenn vanti upp á,“ segir Katrín. Stjórnarsáttmálinn hefur verið um þrjár vikur í smíðum og í honum er meðal annars gert ráð fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts, barnabóta og vaxtabóta samkvæmt okkar heimildum. En ráðherrakapallinn gekk ekki endanlega upp fyrr en í dag. „Við vorum bara að lenda þeirri niðurstöðu núna áðan. Hvernig ráðuneytin munu skiptast á milli flokkanna. Þá bíður okkar allra að gera tillögur um hvernig þau ráðuneyti verða mönnuð og það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun.“Ertu búin að gera upp þinn hug með það?„Nei ég er reyndar ekki búin að því.“Þannig að þú ert enn að velja í huganum hverja þú tekur með þér?„Já eins og ég segi við lukum þessu bara áðan þannig að nú þarf maður að leggjast undir felld,“ segir Katrín. Eitt er þó víst að Katrín verður forsætisráðherra ef að líkum lætur á ríkisráðsfundi á morgun og þá önnur konan í stjórnmálasögu landsins til að gegna þessu valdamesta embætti landsins. Hún segir mikilvæg verkefni framundan í stjórnmálunum á Íslandi og vonandi náist um þau öflug samstaða á þingi. „Þannig að jú auðvitað er ég bara brött fyrir þetta verkefni. En ég ímynda mér ekki að þetta sé auðvelt verk. Af því að ég held að verkefnin séu stór og mikil. Þau snúast ekki bara um þessa uppbyggingu sem okkur hefur verið tíðrætt um. Heldur líka vinnumarkaðinn, efnahagslegan stöðugleika. Stór mál á sviði umhverfisverndar og annarra málaflokka. Þannig að þetta verður örugglega mjög spennandi, sagði Katrín Jakobsdóttir fyrir flokksráðsfund Vinstri grænna í dag.
Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira