Strákarnir okkar næst bestir í sínum flokki: Ísland getur strítt þeim stóru á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2017 12:30 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Ernir Dregið verður til riðlakeppni HM 2018 í Rússlandi á föstudaginn en í fyrsta sinn í sögunni verður íslenska landsliðið í pottinum þegar dregið verður. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki ásamt Danmörku, Svíþjóð, Senegal, Kosta Ríka, Túnis, Egyptalandi og Íran og getur því ekki dregist í riðil með neinum af þessum þjóðum. Á vef bandaríska íþróttatímaritsins Sports Illustrated er liðunum styrkleikaraðað innan styrkleikaflokkana en þar á bæ eru menn á því að íslenska liðið sé það næst besta í þriðja styrkleikaflokki. Ef litið er til FIFA-listans ætti Ísland að vera þriðja sterkasta liðið í þriðja styrkleikaflokki en strákarnir okkar eru í 22. sæti. Danir eru efstir á FIFA-listanum af liðunum átta í þessum styrkleikaflokki og eru taldir sterkastir af þeim. „Er einhver sem vonast ekki til þess að Ísland komi mest á óvart af þessum liðum? Ísland komst í gegnum virkilega sterkan riðil í undankeppninni og sýndi að það á svo sannarlega heima á þessu sviði löngu áður en HM verður stækkað í 48 lið. Það vita allir hvað Ísland stendur fyrir og það getur svo sannarlega komið einhverjum af stóru liðunum í vandræði á leið þeirra að titlinum,“ segir í umsögn um strákana okkar. Svíar eru fyrir ofan Íslendinga á FIFA-listanum en komast aðeins í fjórða sætið í styrkleikaröðun Sports Illustrated innan þriðja styrkleikaflokks á eftir Íslandi og Kostaríka sem er í 26. sæti á FIFA-listanum. Trúin virðist ekki mikil í garð Senegal sem er í sjötta sæti í styrkleikaröðun SI en er samt sem áður í 23. sæti FIFA-listans, átta sætum á undan Egyptalandi sem er fyrir ofan það í þessari styrkleikaröðun. Íran og Túnis reka svo lestina. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona fer fyrsti HM dráttur Íslands nákvæmlega fram | Myndband Spennan fer stigvaxandi hjá íslensku knattspyrnuáhugafólki nú þegar aðeins fjórir dagar eru þar til að dregið verður í riðla fyrir HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. 27. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Dregið verður til riðlakeppni HM 2018 í Rússlandi á föstudaginn en í fyrsta sinn í sögunni verður íslenska landsliðið í pottinum þegar dregið verður. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki ásamt Danmörku, Svíþjóð, Senegal, Kosta Ríka, Túnis, Egyptalandi og Íran og getur því ekki dregist í riðil með neinum af þessum þjóðum. Á vef bandaríska íþróttatímaritsins Sports Illustrated er liðunum styrkleikaraðað innan styrkleikaflokkana en þar á bæ eru menn á því að íslenska liðið sé það næst besta í þriðja styrkleikaflokki. Ef litið er til FIFA-listans ætti Ísland að vera þriðja sterkasta liðið í þriðja styrkleikaflokki en strákarnir okkar eru í 22. sæti. Danir eru efstir á FIFA-listanum af liðunum átta í þessum styrkleikaflokki og eru taldir sterkastir af þeim. „Er einhver sem vonast ekki til þess að Ísland komi mest á óvart af þessum liðum? Ísland komst í gegnum virkilega sterkan riðil í undankeppninni og sýndi að það á svo sannarlega heima á þessu sviði löngu áður en HM verður stækkað í 48 lið. Það vita allir hvað Ísland stendur fyrir og það getur svo sannarlega komið einhverjum af stóru liðunum í vandræði á leið þeirra að titlinum,“ segir í umsögn um strákana okkar. Svíar eru fyrir ofan Íslendinga á FIFA-listanum en komast aðeins í fjórða sætið í styrkleikaröðun Sports Illustrated innan þriðja styrkleikaflokks á eftir Íslandi og Kostaríka sem er í 26. sæti á FIFA-listanum. Trúin virðist ekki mikil í garð Senegal sem er í sjötta sæti í styrkleikaröðun SI en er samt sem áður í 23. sæti FIFA-listans, átta sætum á undan Egyptalandi sem er fyrir ofan það í þessari styrkleikaröðun. Íran og Túnis reka svo lestina.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona fer fyrsti HM dráttur Íslands nákvæmlega fram | Myndband Spennan fer stigvaxandi hjá íslensku knattspyrnuáhugafólki nú þegar aðeins fjórir dagar eru þar til að dregið verður í riðla fyrir HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. 27. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Svona fer fyrsti HM dráttur Íslands nákvæmlega fram | Myndband Spennan fer stigvaxandi hjá íslensku knattspyrnuáhugafólki nú þegar aðeins fjórir dagar eru þar til að dregið verður í riðla fyrir HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. 27. nóvember 2017 14:00