7000 milljarða tilboði Breta vel tekið í Brussel Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 06:27 Það má ýmislegt gera við 6750 milljarða. Vísir/AFP Bresk stjórnvöld segjast reiðubúin að greiða Evrópusambandinu allt að 55 milljarða evra, eða 6750 milljarða íslenskra króna, í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þó enginn samningur liggi fyrir um málið að svo stöddu segir stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins að tilboðinu hafi verið nokkuð vel tekið af samninganefnd Evrópusambandsins. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá tilboðinu nú í morgun og sagði til að mynda The Guardian að fallist hafi verið á breska tilboðið í Brussel. Svo virðist þó ekki vera og hafa stjórnvöld í Lundúnum borið þær fregnir til baka. Guardian hefur að sama skapi endurskrifað frétt sína. Greiðsla Breta til Evrópusambandsins eftir útgönguna hefur verið stórt þrætuepli í viðræðunum sem nú standa yfir. Bresk stjórnvöld viðurkenna að þau beri fjárhagslegar skyldur gagnvart sambandinu en samninganefndirnar hafa verið ósammála um hversu miklar þær eru. Theresa May, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í september síðastliðnum að Bretland myndi ekki greiða meira en 20 milljarða evra, um 2500 milljarða króna, og krafðist Evrópusambandið hærri greiðslu. Greiðslunni er meðal annars ætlað að standa straum af kostnaði við hlutdeild Breta í eftirlaunagreiðslum starfsfólks Evrópusambandsins, einhver ár fram í tímann. Þá er greiðslunni jafnframt ætlað að tryggja framtíð stórra uppbyggingarverkefni sem fallist var á meðan Bretar voru enn í Evrópusambandinu en taka ekki að rísa fyrr en þeir hafa sagt sig úr því. Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Helsti samningamaður Evrópusambandsins býr sig nú undir að viðræður við Breta um úrgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. 13. nóvember 2017 06:33 Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Breskir þingmenn munu fá tækifæri til að gagnrýna, ræða og hafa áhrif á samkomulag Breta og ESB varðandi útgöngu þeirra fyrrnefndu úr sambandinu. Þingmenn Verkamannaflokksins telja þá niðurstöðu fela í sér að viðræðum miði ekki 14. nóvember 2017 06:00 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Bresk stjórnvöld segjast reiðubúin að greiða Evrópusambandinu allt að 55 milljarða evra, eða 6750 milljarða íslenskra króna, í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þó enginn samningur liggi fyrir um málið að svo stöddu segir stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins að tilboðinu hafi verið nokkuð vel tekið af samninganefnd Evrópusambandsins. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá tilboðinu nú í morgun og sagði til að mynda The Guardian að fallist hafi verið á breska tilboðið í Brussel. Svo virðist þó ekki vera og hafa stjórnvöld í Lundúnum borið þær fregnir til baka. Guardian hefur að sama skapi endurskrifað frétt sína. Greiðsla Breta til Evrópusambandsins eftir útgönguna hefur verið stórt þrætuepli í viðræðunum sem nú standa yfir. Bresk stjórnvöld viðurkenna að þau beri fjárhagslegar skyldur gagnvart sambandinu en samninganefndirnar hafa verið ósammála um hversu miklar þær eru. Theresa May, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í september síðastliðnum að Bretland myndi ekki greiða meira en 20 milljarða evra, um 2500 milljarða króna, og krafðist Evrópusambandið hærri greiðslu. Greiðslunni er meðal annars ætlað að standa straum af kostnaði við hlutdeild Breta í eftirlaunagreiðslum starfsfólks Evrópusambandsins, einhver ár fram í tímann. Þá er greiðslunni jafnframt ætlað að tryggja framtíð stórra uppbyggingarverkefni sem fallist var á meðan Bretar voru enn í Evrópusambandinu en taka ekki að rísa fyrr en þeir hafa sagt sig úr því.
Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Helsti samningamaður Evrópusambandsins býr sig nú undir að viðræður við Breta um úrgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. 13. nóvember 2017 06:33 Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Breskir þingmenn munu fá tækifæri til að gagnrýna, ræða og hafa áhrif á samkomulag Breta og ESB varðandi útgöngu þeirra fyrrnefndu úr sambandinu. Þingmenn Verkamannaflokksins telja þá niðurstöðu fela í sér að viðræðum miði ekki 14. nóvember 2017 06:00 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Helsti samningamaður Evrópusambandsins býr sig nú undir að viðræður við Breta um úrgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. 13. nóvember 2017 06:33
Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Breskir þingmenn munu fá tækifæri til að gagnrýna, ræða og hafa áhrif á samkomulag Breta og ESB varðandi útgöngu þeirra fyrrnefndu úr sambandinu. Þingmenn Verkamannaflokksins telja þá niðurstöðu fela í sér að viðræðum miði ekki 14. nóvember 2017 06:00
Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00