Titringur innan nýju stjórnarflokkanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. nóvember 2017 04:00 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hafði verið afskrifaður af flestum við lagninu ráðherrakapals. Valið virðist standa á milli hans og Kristjáns Þórs Júlíussonar. vísir/eyþór Taugatitringur einkennir lokametra stjórnarmyndunarviðræðnanna. Enn liggur ekki fyrir hvort Vinstri græn hafa níu eða ellefu þingmenn, en Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson taka afstöðu til samstarfsins á flokksráðsfundi í dag. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sem lengst af hefur verið talinn í mestri hættu á að hverfa úr ríkisstjórn, berst nú fyrir lífi sínu á ráðherrastóli. Baráttan um síðasta lausa ráðherrastól Sjálfstæðisflokksins er einkum milli hans og Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra, en aðrir sitjandi ráðherrar verða áfram í ríkisstjórn samkvæmt heimildum. Þótt erfitt geti reynst fyrir Bjarna að ganga fram hjá Kristjáni Þór sem hafur lengsta reynslu sem ráðherra og er fyrsti þingmaður síns kjördæmis, er Jón Gunnarsson sagður hafa verið mjög duglegur ráðherra í samanburði við Kristján Þór sem lagði ekkert frumvarp fram í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þótt samið hafi verið um verkaskiptingu milli flokkanna eru breytingar þar að lútandi ekki útilokaðar allt fram á síðustu stundu, en formenn flokkanna ræddu við þingflokka sína í dag um ráðherraefni og mögulegt er að þau samtöl hafi áhrif á hvaða ráðuneyti flokkarnir fá. Þó mun liggja fyrir að Lilja Alfreðsdóttir verður menntamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson verður áfram í utanríkisráðuneytinu og Sigríður Andersen verður með dómsmálin. Líkt og greint hefur verið frá verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, Bjarni Benediktsson verður með fjármálin og Steingrímur J. Sigfússon verður forseti Alþingis. Fjölmiðlaumfjöllun hefur sett töluvert mark á viðræðurnar allt frá upphafi þeirra. Mikillar tortryggni gætir innan allra flokkanna, ekki síst Vinstri grænna, eftir að einstök atriði úr málefnasamningi láku til fjölmiðla í gær, þar á meðal um stofnun stöðugleikasjóðs, hvítbók um endurskipulagningu fjármálakerfisins og hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósent en fjallað er um áhrif hækkunarinnar í Markaðinum í dag. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vill sem minnst segja um frétt af málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar Kjarninn fullyrðir að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. 28. nóvember 2017 17:45 Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Taugatitringur einkennir lokametra stjórnarmyndunarviðræðnanna. Enn liggur ekki fyrir hvort Vinstri græn hafa níu eða ellefu þingmenn, en Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson taka afstöðu til samstarfsins á flokksráðsfundi í dag. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sem lengst af hefur verið talinn í mestri hættu á að hverfa úr ríkisstjórn, berst nú fyrir lífi sínu á ráðherrastóli. Baráttan um síðasta lausa ráðherrastól Sjálfstæðisflokksins er einkum milli hans og Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra, en aðrir sitjandi ráðherrar verða áfram í ríkisstjórn samkvæmt heimildum. Þótt erfitt geti reynst fyrir Bjarna að ganga fram hjá Kristjáni Þór sem hafur lengsta reynslu sem ráðherra og er fyrsti þingmaður síns kjördæmis, er Jón Gunnarsson sagður hafa verið mjög duglegur ráðherra í samanburði við Kristján Þór sem lagði ekkert frumvarp fram í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þótt samið hafi verið um verkaskiptingu milli flokkanna eru breytingar þar að lútandi ekki útilokaðar allt fram á síðustu stundu, en formenn flokkanna ræddu við þingflokka sína í dag um ráðherraefni og mögulegt er að þau samtöl hafi áhrif á hvaða ráðuneyti flokkarnir fá. Þó mun liggja fyrir að Lilja Alfreðsdóttir verður menntamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson verður áfram í utanríkisráðuneytinu og Sigríður Andersen verður með dómsmálin. Líkt og greint hefur verið frá verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, Bjarni Benediktsson verður með fjármálin og Steingrímur J. Sigfússon verður forseti Alþingis. Fjölmiðlaumfjöllun hefur sett töluvert mark á viðræðurnar allt frá upphafi þeirra. Mikillar tortryggni gætir innan allra flokkanna, ekki síst Vinstri grænna, eftir að einstök atriði úr málefnasamningi láku til fjölmiðla í gær, þar á meðal um stofnun stöðugleikasjóðs, hvítbók um endurskipulagningu fjármálakerfisins og hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósent en fjallað er um áhrif hækkunarinnar í Markaðinum í dag.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vill sem minnst segja um frétt af málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar Kjarninn fullyrðir að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. 28. nóvember 2017 17:45 Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Vill sem minnst segja um frétt af málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar Kjarninn fullyrðir að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. 28. nóvember 2017 17:45
Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30