Krefst milljóna fyrir fórnarlamb líkamsárásar og vísar til ófrægingarherferðar Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 07:30 Hjalti Úrsus, faðir Árna, hefur meðal annars gert heimildarmynd um mál sonar síns og sakað saksóknara og lögreglu um dómsmorð. Vísir/Eyþór Réttargæslumaður brotaþola í málinu sem Árni Gils Hjaltason hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í kvartaði undan ófrægingarherferð í garð fórnarlambsins við málflutning í Hæstarétti í gær. Styðuar hann fimm milljón króna bótakröfu meðal annars með gegndarlausri myndbirtingu. Árni Gils áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar en málið var tekið fyrir þar í gærmorgun. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann í fjögurra ára fangelsi fyrir að stinga mann í höfuðuð með hníf í átökum þeirra fyrir utan sjoppu í Breiðholti í mars. Hjalti Úrsus Árnason, alfraunamaður og faðir Árna Gils, hefur látið mikil til síns taka í tengslum við mál sonar síns. Þannig hefur hann gert heimildarmynd um málið sem hann hefur birt á Facebook-síðu sinni. Segir hann dómsmorð hafa verið framið á syni sínum. Verjandi Árna Gils gerði að því skóna í morgun að sök hefði verið komi á skjólstæðing sinn í málinu og dró trúverðugleika mannsins sem hlaut áverkana í átökunum í mjög í efa.Birtu myndir af honum á sjúkrahúsi Stefán Karl Kristjánsson, réttargæslumaður brotaþola í málinu, krafðist í gærmorgun fimm milljón króna í miskabætur fyrir hönd skjólstæðings síns. Tiltók hann sérstaklega framferði Hjalta Úrsusar. Hann hefði farið mikinn í fjölmiðlum, útbúið heimildarmyndina og dreift myndum af brotaþola, þar á meðal þar sem hann var á sjúkrahúsi. Brotaþola hafi jafnframt verið lýst sem forföllnum fíkniefnaneytanda og framburður hans dreginn í efa. Það sem Stefán Karl kallaði gegndarlausar myndbirtingar og ófrægingarherferð í garð brotaþola styddi bótakröfuna vegna líkamsárásarinnar. „Ef þetta er látið óátalið má hugsa sér að brotaþolir hræðist það að standa í þessu ferli,‟ sagði lögmaðurinn.Stefán Karl Kristjánsson er réttargæslumaður brotaþola í málinu.Vísir/VilhelmÞó að það væri faðirinn sem stæði í ófrægingarherferðinni þá hefði Árni Gils afhent gögn vitandi til hvers átti að nota þau. Lýsti Stefán Karl því ennfremur að skjólstæðingur sinn hefði átt undir högg að sækja í lífinu. Hann hefði meðal annars flúið borgina út í sveit til að losa sig undan þrýstingi vegna þessa máls. Það hefði valdið honum andlegum erfiðleikum.Sagði að brotaþolinn yrði frægurBrotaþolanum voru dæmdar fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur í héraði. Þegar málflutningi í Hæstarétti lauk í gær nálgaðist Hjalti Úrsus borðið þar sem Stefán Karl sat ásamt saksóknara og réttargæslumanni fórnarlambs í öðru líkamsárásmáli sem Árni Gils var sakfelldur í. Sagði Hjalti Úrsus að skjólstæðingur Stefáns Karls yrði frægur þegar myndir yrðu birtar af honum á næstu dögum. „Getur hann fengið stefgjöld?‟ spurði réttargæslumaðurinn í gamansömum tón á móti.Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Árna Gils Tengdar fréttir Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Fleiri fréttir „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Sjá meira
Réttargæslumaður brotaþola í málinu sem Árni Gils Hjaltason hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í kvartaði undan ófrægingarherferð í garð fórnarlambsins við málflutning í Hæstarétti í gær. Styðuar hann fimm milljón króna bótakröfu meðal annars með gegndarlausri myndbirtingu. Árni Gils áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar en málið var tekið fyrir þar í gærmorgun. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann í fjögurra ára fangelsi fyrir að stinga mann í höfuðuð með hníf í átökum þeirra fyrir utan sjoppu í Breiðholti í mars. Hjalti Úrsus Árnason, alfraunamaður og faðir Árna Gils, hefur látið mikil til síns taka í tengslum við mál sonar síns. Þannig hefur hann gert heimildarmynd um málið sem hann hefur birt á Facebook-síðu sinni. Segir hann dómsmorð hafa verið framið á syni sínum. Verjandi Árna Gils gerði að því skóna í morgun að sök hefði verið komi á skjólstæðing sinn í málinu og dró trúverðugleika mannsins sem hlaut áverkana í átökunum í mjög í efa.Birtu myndir af honum á sjúkrahúsi Stefán Karl Kristjánsson, réttargæslumaður brotaþola í málinu, krafðist í gærmorgun fimm milljón króna í miskabætur fyrir hönd skjólstæðings síns. Tiltók hann sérstaklega framferði Hjalta Úrsusar. Hann hefði farið mikinn í fjölmiðlum, útbúið heimildarmyndina og dreift myndum af brotaþola, þar á meðal þar sem hann var á sjúkrahúsi. Brotaþola hafi jafnframt verið lýst sem forföllnum fíkniefnaneytanda og framburður hans dreginn í efa. Það sem Stefán Karl kallaði gegndarlausar myndbirtingar og ófrægingarherferð í garð brotaþola styddi bótakröfuna vegna líkamsárásarinnar. „Ef þetta er látið óátalið má hugsa sér að brotaþolir hræðist það að standa í þessu ferli,‟ sagði lögmaðurinn.Stefán Karl Kristjánsson er réttargæslumaður brotaþola í málinu.Vísir/VilhelmÞó að það væri faðirinn sem stæði í ófrægingarherferðinni þá hefði Árni Gils afhent gögn vitandi til hvers átti að nota þau. Lýsti Stefán Karl því ennfremur að skjólstæðingur sinn hefði átt undir högg að sækja í lífinu. Hann hefði meðal annars flúið borgina út í sveit til að losa sig undan þrýstingi vegna þessa máls. Það hefði valdið honum andlegum erfiðleikum.Sagði að brotaþolinn yrði frægurBrotaþolanum voru dæmdar fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur í héraði. Þegar málflutningi í Hæstarétti lauk í gær nálgaðist Hjalti Úrsus borðið þar sem Stefán Karl sat ásamt saksóknara og réttargæslumanni fórnarlambs í öðru líkamsárásmáli sem Árni Gils var sakfelldur í. Sagði Hjalti Úrsus að skjólstæðingur Stefáns Karls yrði frægur þegar myndir yrðu birtar af honum á næstu dögum. „Getur hann fengið stefgjöld?‟ spurði réttargæslumaðurinn í gamansömum tón á móti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Árna Gils Tengdar fréttir Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Fleiri fréttir „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Sjá meira
Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30