Hjalti Úrsus kemur syni sínum til varnar með heimildarmynd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2017 15:30 Hjalti, ásamt syni sínum Árna. Aflraunamaðurinn Hjalti Úrsus Árnason hefur gefið út heimildarmynd þar sem hann fjallar um rannsókn lögreglu og dómsmál á hendur syni hans, Árna Hjaltasyni, sem á árinu var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hjalti ber lögreglu og saksóknara þungum sökum og talar um að framið hafi verið dómsmorð á syni hans. Heimildarmyndin ber nafnið „Fall Risans - rangar sakargiftir,“ og er um 24 mínúta löng og hefur Hjalti birt hana á eigin Facebook-síðu, auk þess sem horfa má á hana hér fyrir neðan.Sjá einnig: Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Sonur Hjalta var sem fyrr segir dæmdur í fjögurra ára fangelsi en hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn, alls í rúma 260 daga. Áfrýjun málsins verður tekin fyrir hjá Hæstarétti næstkomandi mánudag. Í heimildarmyndinni fer Hjalti yfir málið, fortíð Árna sem hefur glímt við neyslu áfengis og fíkniefna. Þá fer Hjalti yfir rannsókn málsins hjá lögreglunni sem Hjalti segir að hafi verið verulega ábótavant, auk þess sem hann gagnrýnir Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir hefur áður fjallað ítarlega um þá annmarka sem Hjalti telur að hafi verið á málinu en hann telur meðal annars að lögreglan hafi verið búin að ákveða niðurstöðu rannsóknar málsins fyrir fram.Í samtali við Vísi segir Hjalti að hann hafi séð sig knúinn til þess að ráðast í gerð heimildarmyndarinnar til þess að sem flestir gætu áttað sig á málinu. Hann hafi rekið sig á það honum hafi reynst erfitt að útskýra málið á trúverðugan hátt fyrir vinum og vandamönnum. Því hafi verið best að gera heimildarmynd þar sem stiklað væri á stóru á málinu. „Ég var með hana strax í huga af því að þegar ég var að segja fólki hvað hafði gerst, fann ég að það hætti að trúa mér eftir þrjár mínútur, þetta virkaði eins og lygi þó þetta væri allt satt. Fólk missti þráðinn og þá fann ég að ég yrði að gera mynd,“ segir Hjalti. „Ég verð að birta gögnin úr málinu svo að þetta væri ekki bara ég að segja frá, gögn málsins eru líka að segja sögu.“ Í heimildarmyndinni fer Hjalti yfir rannsókn málsins, ræðir við vitni og birtir rannsóknargögn auk þess sem að hann fer á vettvang þar sem árásin átti að hafa sér stað, við Leifasjoppu í Iðufelli. Hjalti segir mikilvægt að vekja athygli á málinu nú þegar styttist í að áfrýjunin verði tekin fyrir í Hæstarétti, en hann er vongóður um að málið endi betur fyrir son sinn fyrir Hæstarétti, en það gerði í héraðsdómi. Tengdar fréttir Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42 Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Hjalti Úrsus Árnason er ómyrkur í máli og talar um dómsmorð á syni sínum. 11. ágúst 2017 14:08 Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Aflraunamaðurinn Hjalti Úrsus Árnason hefur gefið út heimildarmynd þar sem hann fjallar um rannsókn lögreglu og dómsmál á hendur syni hans, Árna Hjaltasyni, sem á árinu var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hjalti ber lögreglu og saksóknara þungum sökum og talar um að framið hafi verið dómsmorð á syni hans. Heimildarmyndin ber nafnið „Fall Risans - rangar sakargiftir,“ og er um 24 mínúta löng og hefur Hjalti birt hana á eigin Facebook-síðu, auk þess sem horfa má á hana hér fyrir neðan.Sjá einnig: Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Sonur Hjalta var sem fyrr segir dæmdur í fjögurra ára fangelsi en hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn, alls í rúma 260 daga. Áfrýjun málsins verður tekin fyrir hjá Hæstarétti næstkomandi mánudag. Í heimildarmyndinni fer Hjalti yfir málið, fortíð Árna sem hefur glímt við neyslu áfengis og fíkniefna. Þá fer Hjalti yfir rannsókn málsins hjá lögreglunni sem Hjalti segir að hafi verið verulega ábótavant, auk þess sem hann gagnrýnir Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir hefur áður fjallað ítarlega um þá annmarka sem Hjalti telur að hafi verið á málinu en hann telur meðal annars að lögreglan hafi verið búin að ákveða niðurstöðu rannsóknar málsins fyrir fram.Í samtali við Vísi segir Hjalti að hann hafi séð sig knúinn til þess að ráðast í gerð heimildarmyndarinnar til þess að sem flestir gætu áttað sig á málinu. Hann hafi rekið sig á það honum hafi reynst erfitt að útskýra málið á trúverðugan hátt fyrir vinum og vandamönnum. Því hafi verið best að gera heimildarmynd þar sem stiklað væri á stóru á málinu. „Ég var með hana strax í huga af því að þegar ég var að segja fólki hvað hafði gerst, fann ég að það hætti að trúa mér eftir þrjár mínútur, þetta virkaði eins og lygi þó þetta væri allt satt. Fólk missti þráðinn og þá fann ég að ég yrði að gera mynd,“ segir Hjalti. „Ég verð að birta gögnin úr málinu svo að þetta væri ekki bara ég að segja frá, gögn málsins eru líka að segja sögu.“ Í heimildarmyndinni fer Hjalti yfir rannsókn málsins, ræðir við vitni og birtir rannsóknargögn auk þess sem að hann fer á vettvang þar sem árásin átti að hafa sér stað, við Leifasjoppu í Iðufelli. Hjalti segir mikilvægt að vekja athygli á málinu nú þegar styttist í að áfrýjunin verði tekin fyrir í Hæstarétti, en hann er vongóður um að málið endi betur fyrir son sinn fyrir Hæstarétti, en það gerði í héraðsdómi.
Tengdar fréttir Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42 Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Hjalti Úrsus Árnason er ómyrkur í máli og talar um dómsmorð á syni sínum. 11. ágúst 2017 14:08 Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42
Sonur Hjalta berrassaður í yfirheyrslu Hjalti Úrsus Árnason er ómyrkur í máli og talar um dómsmorð á syni sínum. 11. ágúst 2017 14:08
Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33