Sögulegur dómur að mati mannréttindalögmanns Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2017 19:45 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og einn helsti mannréttindalögmaður landsins telur að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs H. Haarde sé sögulegur. Formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotin en breyta þurfi lögum og stjórnarskrá um Landsdóm. Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem fram fóru í Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu eru eiinstök í íslenskri réttarfarssögu. Réttarhöldin hófust hinn 5. mars árið 2012 og dómur hvar kveðinn upp hinn 23. apríl 2012. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem er sérfróður um mannréttindalög segir Mannréttindadómstólinn sáttan við þá málsmeðferð sem Geir fékk í landsdómsmálinu. Dómurinn fallist ekki á þá gagnrýni sem Geir hafi sett fram fyrir Mannréttindadómsólnum. „Dómsorðið er að erindi Geirs Haarde er hafnað vegna þess að það var ekki brotið á honum. Hvorki samkvæmt 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu né heldur 7. grein sama sáttmála. Þetta stóðst allt að áliti dómsins, hin íslenska málsmeðferð og beiting refsilaga,“ segir Ragnar. Landsdómur hefur verið umdeildur á Íslandi. Töldu margir því rangt að kalla dóminn saman þar sem hann væri úreltur. Ragnar tekur ekki undir þau rök. „Á sínum tíma árið 1905, þegar við settum okkur lög um Landsdóm þá töldum við og það var almennt talið í grennd við okkur; að það væri nauðsynlegt að hafa þess háttar dómstól en ekki almennan dómstól til að fjalla um hugsanlega ábyrgð ráðherra í störfum sínum sem ráðherra,“ segir Ragnar. Dómur Mannréttindadómstólsins sé afar áhugaverður frá lögfræðilegu sjónarmiði. „Vegna þess að dómurinn gætir þess að fara ofan í hvert atriði. Fjalla um það á skipulegan og lögfræðilegan hátt og koma fram með sjónarmið með og á móti niðurstöðunum. Og ég vona að laganemar landsins lesi þennan dóm í þaula og tileinki sér þann þankagang sem þar er að finna,“ segir Ragnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir dóminn tala sínu máli. Það sé gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotinn. „En það er hins vegar mín skoðun og ég hef lýst henni áður að það er löngu tímabært að endurskoða þetta kerfi, þetta landsdómskerfi. Þó íslenska ríkið teljist ekki hafa brotið mannréttindasáttmálann þá er kerfið úrelt,“ segir Katrín. Það hafi verið rætt í áratugi að breyta þessu og vonandi náist sátt um það núna. „Þetta kallar á stjórnarskrárbreytingar sem er kannski ein ástæða þess að það hefur legið svo djúpt á þessum breytingum. Því það hefur verið djúpt á stjórnarskrárbreytingum undanfarin áratug og lengur. Ég lít á það sem verkefni fyrir okkur núna að við verðum að fara í það verkefni að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á næstu árum. Þetta er meðal þess sem þar þarf að taka á,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Horfa má á viðtalið við Ragnar Aðalsteinsson í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Landsdómur Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og einn helsti mannréttindalögmaður landsins telur að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs H. Haarde sé sögulegur. Formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotin en breyta þurfi lögum og stjórnarskrá um Landsdóm. Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem fram fóru í Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu eru eiinstök í íslenskri réttarfarssögu. Réttarhöldin hófust hinn 5. mars árið 2012 og dómur hvar kveðinn upp hinn 23. apríl 2012. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem er sérfróður um mannréttindalög segir Mannréttindadómstólinn sáttan við þá málsmeðferð sem Geir fékk í landsdómsmálinu. Dómurinn fallist ekki á þá gagnrýni sem Geir hafi sett fram fyrir Mannréttindadómsólnum. „Dómsorðið er að erindi Geirs Haarde er hafnað vegna þess að það var ekki brotið á honum. Hvorki samkvæmt 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu né heldur 7. grein sama sáttmála. Þetta stóðst allt að áliti dómsins, hin íslenska málsmeðferð og beiting refsilaga,“ segir Ragnar. Landsdómur hefur verið umdeildur á Íslandi. Töldu margir því rangt að kalla dóminn saman þar sem hann væri úreltur. Ragnar tekur ekki undir þau rök. „Á sínum tíma árið 1905, þegar við settum okkur lög um Landsdóm þá töldum við og það var almennt talið í grennd við okkur; að það væri nauðsynlegt að hafa þess háttar dómstól en ekki almennan dómstól til að fjalla um hugsanlega ábyrgð ráðherra í störfum sínum sem ráðherra,“ segir Ragnar. Dómur Mannréttindadómstólsins sé afar áhugaverður frá lögfræðilegu sjónarmiði. „Vegna þess að dómurinn gætir þess að fara ofan í hvert atriði. Fjalla um það á skipulegan og lögfræðilegan hátt og koma fram með sjónarmið með og á móti niðurstöðunum. Og ég vona að laganemar landsins lesi þennan dóm í þaula og tileinki sér þann þankagang sem þar er að finna,“ segir Ragnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir dóminn tala sínu máli. Það sé gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotinn. „En það er hins vegar mín skoðun og ég hef lýst henni áður að það er löngu tímabært að endurskoða þetta kerfi, þetta landsdómskerfi. Þó íslenska ríkið teljist ekki hafa brotið mannréttindasáttmálann þá er kerfið úrelt,“ segir Katrín. Það hafi verið rætt í áratugi að breyta þessu og vonandi náist sátt um það núna. „Þetta kallar á stjórnarskrárbreytingar sem er kannski ein ástæða þess að það hefur legið svo djúpt á þessum breytingum. Því það hefur verið djúpt á stjórnarskrárbreytingum undanfarin áratug og lengur. Ég lít á það sem verkefni fyrir okkur núna að við verðum að fara í það verkefni að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á næstu árum. Þetta er meðal þess sem þar þarf að taka á,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Horfa má á viðtalið við Ragnar Aðalsteinsson í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Landsdómur Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“