Sérstaða Íslands: Jafnrétti – friður – sjálfbærni Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Á tímamótum stjórnarskipta er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér hvaða skilaboðum er gott að koma til nýrra ráðamanna Íslands. Viðskiptaráð birti á dögunum skoðun um hvaða mál væru ofarlega í huga aðildarfélaga og hvernig þau samræmdust stefnu flokkanna. Ég ætla að gefa mér að í nýjum stjórnarsáttmála verði hugað að góðum rekstrargrundvelli fyrirtækja í landinu með sanngjarnri skattlagningu og að peningamálastefnunni verði hagað þannig að hún auki ekki viðskiptakostnað fyrirtækja landsins. Það skapar hagsæld fyrir alla. Hér langar mig að ræða málefni sem sjaldan sést á borði stjórnvalda og það er stefnumótun fyrir Ísland. Mér hefur orðið tíðrætt um, bæði í ræðum mínum í tilefni 100 ára afmælis Viðskiptaráðs, sem og í flestum þeim viðtölum sem tekin hafa verið við mig í gegnum tíðina, að Ísland skorti framtíðarsýn og að of mikið sé horft til skamms tíma í stað lengri. Þar sem ég kem úr rekstrarumhverfi fyrirtækja, sæki ég í smiðju reynslunnar þar. Innan fyrirtækja er skoðað hver sérstaða fyrirtækis er og hún nýtt til að ná samkeppnislegu forskoti á markaði. Ég hef því velt fyrir mér sömu nálgun fyrir Ísland og spurt sjálfa mig hver aðgreining okkar sem land sé, sem við gætum nýtt okkur þegar kemur að því að ná samkeppnisforskoti á aðrar þjóðir. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðgreining Íslands liggi í þremur þáttum, þ.e. í jafnréttismálum, í friðarmálum og í sjálfbærum orkumálum.Jafnrétti Hér skorar Ísland hæst í heimi í öllum mælikvörðum sem teknir eru varðandi þennan málaflokk, og á erlendri grundu er þetta mjög hátt metið hvar sem komið er. Því finnst mér að við ættum að taka af skarið og gera Ísland að miðstöð jafnréttismála, eins og Davos er miðstöð fyrir atburð er lýtur að viðskiptum eða The World Economic Forum. Hér gætum við verið með stóran viðburð eins og Davos stendur fyrir einu sinni á ári, og síðan verði allt árið um kring viðburðir er varða jafnréttismál á heimsgrundvelli.Friður Tökum því næst friðarmálin. Þar skorum við einnig hæst. Friður og friðsæld eru ekki gefin þó að friðsældarvísitalan hafi aldrei verið hærri í heiminum. Ísland trónir á toppnum með tiltölulega lága tíðni ofbeldisglæpa, lítill hluti þjóðarinnar er fangelsaður og aðgengi að vopnum er ekki gott. Þetta ættum við að nýta okkur í sérstöðu Íslands umfram aðrar þjóðir.Sjálfbær orka Þá kemur að þriðja þættinum, sem er sjálfbær orka – sem mig langar að taka enn lengra og tala um sjálfbærni yfirhöfuð. Við höfum vitað um þessa sérstöðu okkar lengi og það má leiða að því líkur að sjálfbær orka og gott aðgengi að orku hafi fært okkur til nútímans á sínum tíma. Sjálfbær orka gefur okkur tækifæri á að vera það land sem er í afararbroddi hvað varðar sjálfbærni og horft verði til landsins sem fyrirmyndar, bæði hvað varðar lífshætti, tækni og tækniþróun. Þess má geta að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna eru allir þessir þrír þættir með sinn flokk. Ég hvet því ráðamenn þjóðarinnar til að huga að þessum þáttum til framtíðar – fara í gang með verkefni þar sem horft er á Ísland til lengri tíma litið. Greina nánar hvort þessir þættir, sem ég nefni hér, séu þeir þættir sem aðgreina Ísland og ef svo er, hvernig við getum unnið með þá. Á sama tíma er mjög mikilvægt að huga að þeim miklu breytingum sem eru að verða í samfélagi okkar með truflun á hinum hefðbundnu viðskipta- og samfélagslegu módelum sem endurspeglast í 4. iðnbyltingunni. En það er tilefni til annarrar greinar – enda verkefnið þar jafnmikilvægt og að horfa til framtíðar og móta stefnu íslenskrar þjóðar. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á tímamótum stjórnarskipta er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér hvaða skilaboðum er gott að koma til nýrra ráðamanna Íslands. Viðskiptaráð birti á dögunum skoðun um hvaða mál væru ofarlega í huga aðildarfélaga og hvernig þau samræmdust stefnu flokkanna. Ég ætla að gefa mér að í nýjum stjórnarsáttmála verði hugað að góðum rekstrargrundvelli fyrirtækja í landinu með sanngjarnri skattlagningu og að peningamálastefnunni verði hagað þannig að hún auki ekki viðskiptakostnað fyrirtækja landsins. Það skapar hagsæld fyrir alla. Hér langar mig að ræða málefni sem sjaldan sést á borði stjórnvalda og það er stefnumótun fyrir Ísland. Mér hefur orðið tíðrætt um, bæði í ræðum mínum í tilefni 100 ára afmælis Viðskiptaráðs, sem og í flestum þeim viðtölum sem tekin hafa verið við mig í gegnum tíðina, að Ísland skorti framtíðarsýn og að of mikið sé horft til skamms tíma í stað lengri. Þar sem ég kem úr rekstrarumhverfi fyrirtækja, sæki ég í smiðju reynslunnar þar. Innan fyrirtækja er skoðað hver sérstaða fyrirtækis er og hún nýtt til að ná samkeppnislegu forskoti á markaði. Ég hef því velt fyrir mér sömu nálgun fyrir Ísland og spurt sjálfa mig hver aðgreining okkar sem land sé, sem við gætum nýtt okkur þegar kemur að því að ná samkeppnisforskoti á aðrar þjóðir. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðgreining Íslands liggi í þremur þáttum, þ.e. í jafnréttismálum, í friðarmálum og í sjálfbærum orkumálum.Jafnrétti Hér skorar Ísland hæst í heimi í öllum mælikvörðum sem teknir eru varðandi þennan málaflokk, og á erlendri grundu er þetta mjög hátt metið hvar sem komið er. Því finnst mér að við ættum að taka af skarið og gera Ísland að miðstöð jafnréttismála, eins og Davos er miðstöð fyrir atburð er lýtur að viðskiptum eða The World Economic Forum. Hér gætum við verið með stóran viðburð eins og Davos stendur fyrir einu sinni á ári, og síðan verði allt árið um kring viðburðir er varða jafnréttismál á heimsgrundvelli.Friður Tökum því næst friðarmálin. Þar skorum við einnig hæst. Friður og friðsæld eru ekki gefin þó að friðsældarvísitalan hafi aldrei verið hærri í heiminum. Ísland trónir á toppnum með tiltölulega lága tíðni ofbeldisglæpa, lítill hluti þjóðarinnar er fangelsaður og aðgengi að vopnum er ekki gott. Þetta ættum við að nýta okkur í sérstöðu Íslands umfram aðrar þjóðir.Sjálfbær orka Þá kemur að þriðja þættinum, sem er sjálfbær orka – sem mig langar að taka enn lengra og tala um sjálfbærni yfirhöfuð. Við höfum vitað um þessa sérstöðu okkar lengi og það má leiða að því líkur að sjálfbær orka og gott aðgengi að orku hafi fært okkur til nútímans á sínum tíma. Sjálfbær orka gefur okkur tækifæri á að vera það land sem er í afararbroddi hvað varðar sjálfbærni og horft verði til landsins sem fyrirmyndar, bæði hvað varðar lífshætti, tækni og tækniþróun. Þess má geta að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna eru allir þessir þrír þættir með sinn flokk. Ég hvet því ráðamenn þjóðarinnar til að huga að þessum þáttum til framtíðar – fara í gang með verkefni þar sem horft er á Ísland til lengri tíma litið. Greina nánar hvort þessir þættir, sem ég nefni hér, séu þeir þættir sem aðgreina Ísland og ef svo er, hvernig við getum unnið með þá. Á sama tíma er mjög mikilvægt að huga að þeim miklu breytingum sem eru að verða í samfélagi okkar með truflun á hinum hefðbundnu viðskipta- og samfélagslegu módelum sem endurspeglast í 4. iðnbyltingunni. En það er tilefni til annarrar greinar – enda verkefnið þar jafnmikilvægt og að horfa til framtíðar og móta stefnu íslenskrar þjóðar. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs Íslands.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun