Skiptastjóri í klandri? Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Sveinn Andri Sveinsson, hrl. og skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf., gerir í aðsendri grein í Fréttablaðinu hinn 17. nóvember 2017 athugasemdir við þá staðreynd að undirritaður og fleiri hafa sent héraðssaksóknara kæru þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við starfshætti Sveins Andra sem skiptastjóra í þb. EK 1923. Grein sína skrifar Sveinn Andri undir því yfirskyni að hann sé að koma á framfæri óbrengluðum upplýsingum um efni kæra sem hann hafi sent héraðssaksóknara. Þá heldur hann því fram að þeim sem hafa gert svo alvarlegar athugasemdir við þau störf, sem hann hefur þegar innt af hendi, gangi það eitt til að leggja stein í götu hans og bera hann röngum sakargiftum. Því er hafnað. Lögmenn bera ábyrgð á störfum sínum sem skiptastjórar og opinberir sýslunarmenn og ættu að vera óhræddir við að gera héraðssaksóknara grein fyrir starfsháttum sínum í stað þess að brigsla þeim um rangar sakargiftir sem gera við þá réttmætar athugasemdir. Hvað opinbera sýslunarmenn varðar eru mörk tjáningarfrelsis einstaklinga gagnvart þeim rýmri en t.d. þegar opinberir sýslunarmenn tjá sig um málefni einstaklinga. Hvað undirritaðan varðar koma ásakanir frá Sveini Andra um að hann sé borinn röngum sakargiftum úr hörðustu átt.Alvarlegar athugasemdir Í greininni er látið hjá líða að nefna að kæra undirritaðs vegna starfa skiptastjóra byggir á alvarlegum athugasemdum sem opinberir aðilar hafa gert við störf Sveins Andra í þessu máli. Um er að ræða annars vegar Héraðsdóm Reykjavíkur, sem skipaði Svein Andra skiptastjóra, og hins vegar siðanefnd lögmanna. Í niðurstöðu nýlegs úrskurðar siðanefndar lögmanna segir að sú háttsemi Sveins Andra sé aðfinnsluverð að ítreka kröfur á hendur félögunum Stjörnunni og Sjöstjörnunni um greiðslu fjárskuldbindinga, með tilvísun til þess að yrðu þær ekki greiddar yrðu fyrirsvarsmenn þessara félaga kærðir til embættis héraðssaksóknara, þegar honum mátti vera ljóst að kröfurnar væru umþrættar og félögin hygðust verjast þeim fyrir dómi. Það eru þessi vinnubrögð sem Sveinn Andri reyndi að réttlæta með því kalla þau í grein sinni „sáttaboð“ en ekki þvinganir. Að mati siðanefndar lögmanna voru þetta hins vegar þvinganir en ekki sáttaboð. Í grein sinni leggur hinn opinberi sýslunarmaður, Sveinn Andri, sig allan fram um að sverta æru undirritaðs og gera lítið úr honum. Staðreyndavillur eru einnig í greininni, m.a. farið rangt með fjárhæðir. Ekki er þó unnt í svo stuttri grein að elta ólar við allar villur í framsetningu Sveins Andra. En meginatriðið er alvarleg gagnrýni á störf Sveins Andra sem skiptastjóra og um leið opinbers sýslunarmanns. Veldur sá sem á heldur. Í greininni upplýsir Sveinn Andri að kröfuhafar hafi hvatt hann til að velta við hverjum steini þar sem grunur væri til staðar um að eigandi félagsins hefði „hreinsað það að innan“. Þótt óumdeilt sé að skiptastjóra beri að gæta hagsmuna þrotabús og láta reyna á réttmæti fjárkrafna snýst skiptastjórn ekki um sakfellingu eigenda eða fyrirsvarsmanna. Slíkar rannsóknir eru ekki á borði skiptastjóra. Í úrskurði siðanefndar lögmanna er eftirfarandi haft eftir Sveini Andra: „Byggir kærði [SAS] á að svo lengi sem sú refsiverða háttsemi sem skiptastjóra grunar að hafi farið fram sé ekki þeim mun alvarlegri hafi skiptastjóri hiklaust svigrúm til að taka þá ákvörðun að semja um til dæmis málalok sem leiða til meiri heimtu og fullnustu krafna þeirra kröfuhafa sem lýst hafa kröfu í þrotabú. Kveður kærði að þessi túlkun sé í samræmi við framgang mála hjá héraðssaksóknara, áður embætti sérstaks saksóknara.“ Með öðrum orðum telur Sveinn Andri að hann geti notað tilkynningar um mögulega refsiverða háttsemi sem skiptimynt í störfum sínum. En bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og siðanefnd lögmanna eru á öndverðum meiði og hafa gert athugasemdir við þá starfshætti hans.Þvingunaraðgerðir Staðreyndin er sú að allar fjárkröfur sem þb. EK 1923 hefur uppi fyrir dómstólum beinast að lögaðilum, en ekki þeim þremur einstaklingum sem Sveinn Andri kærði til héraðssaksóknara, eftir að fyrrgreindir lögaðilar höfnuðu að greiða um 36 milljóna króna kröfu þrotabúsins og kusu að taka til varna. Í ljósi þessa og athugasemda bæði Héraðsdóms Reykjavíkur og siðanefndar lögmanna við starfshætti skiptastjóra vöknuðu spurningar um hvort skiptastjóri hefði með þvingunaraðgerðum sínum einnig gerst brotlegur við almenn hegningarlög. Sveinn Andri getur ekki með réttmætum hætti kvartað undan því að þeir, sem hann hefur ráðist á í krafti stöðu sinnar sem opinber sýslunarmaður, kjósi að spyrja til þess bær yfirvöld um réttmæti þessara starfshátta hans. Vera kann rétt hjá Sveini Andra að kröfuhafar í þb. EK 1923 séu hæstánægðir með störf hans og þann mikla kostnað sem hlýst af þeim, sem þegar er talinn í tugum milljóna. Siðanefnd lögmanna telur hins vegar ekki að tilgangurinn helgi meðalið og ánægja kröfuhafa kann að fara dvínandi í takt við vaxandi óþarfa kostnað. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Gunnar Sigfússon Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, hrl. og skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf., gerir í aðsendri grein í Fréttablaðinu hinn 17. nóvember 2017 athugasemdir við þá staðreynd að undirritaður og fleiri hafa sent héraðssaksóknara kæru þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við starfshætti Sveins Andra sem skiptastjóra í þb. EK 1923. Grein sína skrifar Sveinn Andri undir því yfirskyni að hann sé að koma á framfæri óbrengluðum upplýsingum um efni kæra sem hann hafi sent héraðssaksóknara. Þá heldur hann því fram að þeim sem hafa gert svo alvarlegar athugasemdir við þau störf, sem hann hefur þegar innt af hendi, gangi það eitt til að leggja stein í götu hans og bera hann röngum sakargiftum. Því er hafnað. Lögmenn bera ábyrgð á störfum sínum sem skiptastjórar og opinberir sýslunarmenn og ættu að vera óhræddir við að gera héraðssaksóknara grein fyrir starfsháttum sínum í stað þess að brigsla þeim um rangar sakargiftir sem gera við þá réttmætar athugasemdir. Hvað opinbera sýslunarmenn varðar eru mörk tjáningarfrelsis einstaklinga gagnvart þeim rýmri en t.d. þegar opinberir sýslunarmenn tjá sig um málefni einstaklinga. Hvað undirritaðan varðar koma ásakanir frá Sveini Andra um að hann sé borinn röngum sakargiftum úr hörðustu átt.Alvarlegar athugasemdir Í greininni er látið hjá líða að nefna að kæra undirritaðs vegna starfa skiptastjóra byggir á alvarlegum athugasemdum sem opinberir aðilar hafa gert við störf Sveins Andra í þessu máli. Um er að ræða annars vegar Héraðsdóm Reykjavíkur, sem skipaði Svein Andra skiptastjóra, og hins vegar siðanefnd lögmanna. Í niðurstöðu nýlegs úrskurðar siðanefndar lögmanna segir að sú háttsemi Sveins Andra sé aðfinnsluverð að ítreka kröfur á hendur félögunum Stjörnunni og Sjöstjörnunni um greiðslu fjárskuldbindinga, með tilvísun til þess að yrðu þær ekki greiddar yrðu fyrirsvarsmenn þessara félaga kærðir til embættis héraðssaksóknara, þegar honum mátti vera ljóst að kröfurnar væru umþrættar og félögin hygðust verjast þeim fyrir dómi. Það eru þessi vinnubrögð sem Sveinn Andri reyndi að réttlæta með því kalla þau í grein sinni „sáttaboð“ en ekki þvinganir. Að mati siðanefndar lögmanna voru þetta hins vegar þvinganir en ekki sáttaboð. Í grein sinni leggur hinn opinberi sýslunarmaður, Sveinn Andri, sig allan fram um að sverta æru undirritaðs og gera lítið úr honum. Staðreyndavillur eru einnig í greininni, m.a. farið rangt með fjárhæðir. Ekki er þó unnt í svo stuttri grein að elta ólar við allar villur í framsetningu Sveins Andra. En meginatriðið er alvarleg gagnrýni á störf Sveins Andra sem skiptastjóra og um leið opinbers sýslunarmanns. Veldur sá sem á heldur. Í greininni upplýsir Sveinn Andri að kröfuhafar hafi hvatt hann til að velta við hverjum steini þar sem grunur væri til staðar um að eigandi félagsins hefði „hreinsað það að innan“. Þótt óumdeilt sé að skiptastjóra beri að gæta hagsmuna þrotabús og láta reyna á réttmæti fjárkrafna snýst skiptastjórn ekki um sakfellingu eigenda eða fyrirsvarsmanna. Slíkar rannsóknir eru ekki á borði skiptastjóra. Í úrskurði siðanefndar lögmanna er eftirfarandi haft eftir Sveini Andra: „Byggir kærði [SAS] á að svo lengi sem sú refsiverða háttsemi sem skiptastjóra grunar að hafi farið fram sé ekki þeim mun alvarlegri hafi skiptastjóri hiklaust svigrúm til að taka þá ákvörðun að semja um til dæmis málalok sem leiða til meiri heimtu og fullnustu krafna þeirra kröfuhafa sem lýst hafa kröfu í þrotabú. Kveður kærði að þessi túlkun sé í samræmi við framgang mála hjá héraðssaksóknara, áður embætti sérstaks saksóknara.“ Með öðrum orðum telur Sveinn Andri að hann geti notað tilkynningar um mögulega refsiverða háttsemi sem skiptimynt í störfum sínum. En bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og siðanefnd lögmanna eru á öndverðum meiði og hafa gert athugasemdir við þá starfshætti hans.Þvingunaraðgerðir Staðreyndin er sú að allar fjárkröfur sem þb. EK 1923 hefur uppi fyrir dómstólum beinast að lögaðilum, en ekki þeim þremur einstaklingum sem Sveinn Andri kærði til héraðssaksóknara, eftir að fyrrgreindir lögaðilar höfnuðu að greiða um 36 milljóna króna kröfu þrotabúsins og kusu að taka til varna. Í ljósi þessa og athugasemda bæði Héraðsdóms Reykjavíkur og siðanefndar lögmanna við starfshætti skiptastjóra vöknuðu spurningar um hvort skiptastjóri hefði með þvingunaraðgerðum sínum einnig gerst brotlegur við almenn hegningarlög. Sveinn Andri getur ekki með réttmætum hætti kvartað undan því að þeir, sem hann hefur ráðist á í krafti stöðu sinnar sem opinber sýslunarmaður, kjósi að spyrja til þess bær yfirvöld um réttmæti þessara starfshátta hans. Vera kann rétt hjá Sveini Andra að kröfuhafar í þb. EK 1923 séu hæstánægðir með störf hans og þann mikla kostnað sem hlýst af þeim, sem þegar er talinn í tugum milljóna. Siðanefnd lögmanna telur hins vegar ekki að tilgangurinn helgi meðalið og ánægja kröfuhafa kann að fara dvínandi í takt við vaxandi óþarfa kostnað. Höfundur er athafnamaður.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun