Skilaboð frá hetju Sevilla á móti Liverpool: Vonandi sá AC Milan þennan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 14:30 Wissam Ben Yedder fagnar marki í leiknum í gær. Vísir/Getty Fyrir meira en áratug þá tryggði Liverpool sér sigur í Meistaradeildinni þrátt fyrir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik í úrslitaleiknum á móti AC Milan. Stuðningsmenn Liverpool eru duglegir að rifja upp þennan leik í Istanbul og þeir sem voru á staðnum hafa líka aldrei upplifað aðra eins gleðistund. Í gær var Liverpool liðið hinsvegar í hlutverki AC Milan í leik í Meistaradeildinni. Liverpool komst nefnilega í 3-0 á móti Sevilla í fyrri hálfleik og var svo gott sem búið að tryggja sér sigur og um leið sæti í sextán liða úrslitunum. Sevilla menn komu hinsvegar til baka, minnkuðu muninn í 3-2 með tveimur mörkum frá Wissam Ben Yedder og skoruðu síðan jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Liverpool fór því í burtu með eitt stig og sætið í sextán liða úrslitunum er ekki tryggt ennþá. Wissam Ben Yedder, hetja Sevilla liðsins, fór á Twitter eftir leikinn og stríddi aðeins stuðningsmönnum Liverpool með því að skrifa: Vonandi sá AC Milan þennan leik.Hope @acmilan watched it pic.twitter.com/EbkaA5GGBy — Wissam Ben Yedder (@WissBenYedder) November 21, 2017 Wissam Ben Yedder setti seinna inn færslu þar sem hann hrósaði stuðningsmönnum Liverpool en það var svakalegt að horfa upp í stúkuna þar sem Liverpool stuðningsfólkið var eftir að Sevilla hafði jafnað metin. Liverpool stuðningsmennirnir stóðu þar allir sem einn steinrunnir. Með þessum tveimur mörkum þá er Wissam Ben Yedder kominn með átta Meistaradeildarmörk fyrir Sevilla og er því búinn að bæta félagsmet Frédéric Kanouté sem skoraði á sínum tíma sjö mörk fyrir Sevilla í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira
Fyrir meira en áratug þá tryggði Liverpool sér sigur í Meistaradeildinni þrátt fyrir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik í úrslitaleiknum á móti AC Milan. Stuðningsmenn Liverpool eru duglegir að rifja upp þennan leik í Istanbul og þeir sem voru á staðnum hafa líka aldrei upplifað aðra eins gleðistund. Í gær var Liverpool liðið hinsvegar í hlutverki AC Milan í leik í Meistaradeildinni. Liverpool komst nefnilega í 3-0 á móti Sevilla í fyrri hálfleik og var svo gott sem búið að tryggja sér sigur og um leið sæti í sextán liða úrslitunum. Sevilla menn komu hinsvegar til baka, minnkuðu muninn í 3-2 með tveimur mörkum frá Wissam Ben Yedder og skoruðu síðan jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Liverpool fór því í burtu með eitt stig og sætið í sextán liða úrslitunum er ekki tryggt ennþá. Wissam Ben Yedder, hetja Sevilla liðsins, fór á Twitter eftir leikinn og stríddi aðeins stuðningsmönnum Liverpool með því að skrifa: Vonandi sá AC Milan þennan leik.Hope @acmilan watched it pic.twitter.com/EbkaA5GGBy — Wissam Ben Yedder (@WissBenYedder) November 21, 2017 Wissam Ben Yedder setti seinna inn færslu þar sem hann hrósaði stuðningsmönnum Liverpool en það var svakalegt að horfa upp í stúkuna þar sem Liverpool stuðningsfólkið var eftir að Sevilla hafði jafnað metin. Liverpool stuðningsmennirnir stóðu þar allir sem einn steinrunnir. Með þessum tveimur mörkum þá er Wissam Ben Yedder kominn með átta Meistaradeildarmörk fyrir Sevilla og er því búinn að bæta félagsmet Frédéric Kanouté sem skoraði á sínum tíma sjö mörk fyrir Sevilla í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira