Þjálfari Sevilla sagði sínum mönnum í hálfleik að hann væri með krabbamein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 08:30 Spænska liðið Sevilla náði að koma til baka á móti Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi og tryggja sér jafntefli þrátt fyrir að lenda 3-0 undir í leiknum. Eftir leikinn bárust fréttir af því hvað Eduardo Berizzo, þjálfari Sevilla, sagði við sína menn í hálfleik þegar liðið var 3-0 undir. Það er ljóst að þar var ekki venjuleg hálfleiksræða á ferðinni. Leikmenn Sevilla fagna með Eduardo Berizzo í gærkvöldi.Vísir/AFPEduardo Berizzo sagði nefnilega sínum leikmönnum í hálfleik að hann væri að berjast við krabbamein. Það er búist við því að félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að hann 48 ára gamli Eduardo Berizzo sé að berjast við blöðruhálskrabbamein. Hann tók við liðinu í sumar. Eduardo Berizzo, Sevilla manager, has got prostate cancer. His real big game starts now. Sevilla will confirm soon in a public note — Guillem Balague (@GuillemBalague) November 21, 2017 Roberto Firminio skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum og Sadio Mane bætti við því þriðja. Það leit því allt út fyrir auðveldan sigur Liverpool sem hefði þýtt sæti í sextán liða úrslitunum. Wissam Ben Yedder minnkaði hinsvegar muninn með tveimur mörkum, það fyrra með skalla og það seinna út víti. Pizarro skoraði síðan jöfnunarmarkið í uppbótartíma leiksins. „Við urðum að koma út með allt annað hugarfar og spila fyrir stuðningsmennina okkar og fyrir stjórann,“ sagði argentínski landsliðsmaðurinn Ever Banega eftir leikinn. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sevilla stal stigi á lokamínútunum Liverpool mistókst að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Spænska liðið Sevilla náði að koma til baka á móti Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi og tryggja sér jafntefli þrátt fyrir að lenda 3-0 undir í leiknum. Eftir leikinn bárust fréttir af því hvað Eduardo Berizzo, þjálfari Sevilla, sagði við sína menn í hálfleik þegar liðið var 3-0 undir. Það er ljóst að þar var ekki venjuleg hálfleiksræða á ferðinni. Leikmenn Sevilla fagna með Eduardo Berizzo í gærkvöldi.Vísir/AFPEduardo Berizzo sagði nefnilega sínum leikmönnum í hálfleik að hann væri að berjast við krabbamein. Það er búist við því að félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að hann 48 ára gamli Eduardo Berizzo sé að berjast við blöðruhálskrabbamein. Hann tók við liðinu í sumar. Eduardo Berizzo, Sevilla manager, has got prostate cancer. His real big game starts now. Sevilla will confirm soon in a public note — Guillem Balague (@GuillemBalague) November 21, 2017 Roberto Firminio skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum og Sadio Mane bætti við því þriðja. Það leit því allt út fyrir auðveldan sigur Liverpool sem hefði þýtt sæti í sextán liða úrslitunum. Wissam Ben Yedder minnkaði hinsvegar muninn með tveimur mörkum, það fyrra með skalla og það seinna út víti. Pizarro skoraði síðan jöfnunarmarkið í uppbótartíma leiksins. „Við urðum að koma út með allt annað hugarfar og spila fyrir stuðningsmennina okkar og fyrir stjórann,“ sagði argentínski landsliðsmaðurinn Ever Banega eftir leikinn.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sevilla stal stigi á lokamínútunum Liverpool mistókst að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Sevilla stal stigi á lokamínútunum Liverpool mistókst að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21. nóvember 2017 21:45