Ekki missa af framtíðinni Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Það eru allir að tala um fjórðu iðnbyltinguna. Okkur er sagt að hún færi okkur stórkostlega stafræna framtíð. Óendanlega möguleika til nýsköpunar með tilheyrandi umbreytingu á samfélagsgerðinni – veröld nýja og góða. Sumt af því sem okkur er sagt hljómar óhugsandi en þannig er það með margt sem til framfara horfir. Fyrir hundrað árum þótti mörgum óhugsandi að konur fengju kosningarétt. En þær fengu hann samt. Fyrir fimmtíu árum þótti flestum óhugsandi að konur ættu rétt á nokkurra mánaða launuðu fæðingarorlofi (hvað þá karlar). En þannig er það þó í dag. Hvorki kosningarétturinn né fæðingarorlofið tengjast tækniframförum með beinum hætti. En hvort tveggja er þó óbein afleiðing iðnbyltinganna sem hófust fyrir 250 árum. Með þeim var rofin kyrrstaða gömlu landbúnaðarsamfélaganna sem iðnvæddust hvert á fætur öðru. Þær breytingar kölluðu á stofnun verklýðsfélaga , fyrst sem andsvar við verksmiðjuþrælkun en síðar sem sjálfstætt afl sem gætir réttinda launafólks um allan heim. Og síðast en ekki síst skilaði barátta kvenna fyrir frelsi og sjálfstæðum réttindum á vinnumarkaði okkur fram veginn. Sagan segir okkur að tæknibyltingar geta breytt atvinnuháttum og samfélagi. En byltingarnar hafa ekki orðið af sjálfum sér heldur af manna völdum. Þær hafa orðið vegna ákvarðana sem menn (nánast eingöngu karlmenn) hafa tekið og fylgt eftir. Þetta segir okkur að við getum og eigum að hafa stjórn á atburðarásinni svo að fjórða iðnbyltingin verði til góðs en ekki ills. Fjórða iðnbyltingin mun hafa mikil áhrif á vinnumarkað framtíðarinnar. Hlutverk stéttarfélaga mun breytast en mikilvægi þeirra fyrir réttindagæslu og hagsmunabaráttu félagsmanna verður hið sama og áður. Fyrir marga háskólamenntaða er fastráðning með tryggum kjörum og réttindum fjarlægur draumur. Þúsaldarkynslóðin er orðin fullorðin og vinnumarkaðurinn sem við henni blasir er allt annar en sá sem X-kynslóðin eða þau sem á undan henni fóru þurftu að fóta sig á. Margir eiga ekki kost á öðru en verktakavinnu og/eða tímabundnum ráðningum. Mörg fara frá „giggi“ til „giggs“ og verða að taka þau verkefni sem bjóðast. Þessi nýja staða kallar á breytt skipulag og vinnubrögð stéttarfélaga. Undirbúningurinn er hafinn af hálfu BHM. Við ætlum ekki að missa af framtíðinni. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru allir að tala um fjórðu iðnbyltinguna. Okkur er sagt að hún færi okkur stórkostlega stafræna framtíð. Óendanlega möguleika til nýsköpunar með tilheyrandi umbreytingu á samfélagsgerðinni – veröld nýja og góða. Sumt af því sem okkur er sagt hljómar óhugsandi en þannig er það með margt sem til framfara horfir. Fyrir hundrað árum þótti mörgum óhugsandi að konur fengju kosningarétt. En þær fengu hann samt. Fyrir fimmtíu árum þótti flestum óhugsandi að konur ættu rétt á nokkurra mánaða launuðu fæðingarorlofi (hvað þá karlar). En þannig er það þó í dag. Hvorki kosningarétturinn né fæðingarorlofið tengjast tækniframförum með beinum hætti. En hvort tveggja er þó óbein afleiðing iðnbyltinganna sem hófust fyrir 250 árum. Með þeim var rofin kyrrstaða gömlu landbúnaðarsamfélaganna sem iðnvæddust hvert á fætur öðru. Þær breytingar kölluðu á stofnun verklýðsfélaga , fyrst sem andsvar við verksmiðjuþrælkun en síðar sem sjálfstætt afl sem gætir réttinda launafólks um allan heim. Og síðast en ekki síst skilaði barátta kvenna fyrir frelsi og sjálfstæðum réttindum á vinnumarkaði okkur fram veginn. Sagan segir okkur að tæknibyltingar geta breytt atvinnuháttum og samfélagi. En byltingarnar hafa ekki orðið af sjálfum sér heldur af manna völdum. Þær hafa orðið vegna ákvarðana sem menn (nánast eingöngu karlmenn) hafa tekið og fylgt eftir. Þetta segir okkur að við getum og eigum að hafa stjórn á atburðarásinni svo að fjórða iðnbyltingin verði til góðs en ekki ills. Fjórða iðnbyltingin mun hafa mikil áhrif á vinnumarkað framtíðarinnar. Hlutverk stéttarfélaga mun breytast en mikilvægi þeirra fyrir réttindagæslu og hagsmunabaráttu félagsmanna verður hið sama og áður. Fyrir marga háskólamenntaða er fastráðning með tryggum kjörum og réttindum fjarlægur draumur. Þúsaldarkynslóðin er orðin fullorðin og vinnumarkaðurinn sem við henni blasir er allt annar en sá sem X-kynslóðin eða þau sem á undan henni fóru þurftu að fóta sig á. Margir eiga ekki kost á öðru en verktakavinnu og/eða tímabundnum ráðningum. Mörg fara frá „giggi“ til „giggs“ og verða að taka þau verkefni sem bjóðast. Þessi nýja staða kallar á breytt skipulag og vinnubrögð stéttarfélaga. Undirbúningurinn er hafinn af hálfu BHM. Við ætlum ekki að missa af framtíðinni. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar