Smitvarnir innfluttra hunda Árni Stefán Árnason skrifar 20. nóvember 2017 12:44 Lágvær umræða á sér nú stað um innflutningsmál hunda en hundar, sem fluttir eru til landsins þurfa að fara í 28 daga einangrun í sóttkví þar sem tekin eru úr þeim sýni í þeim tilgangi að fyrirbyggja að þeir séu ekki smitberar smitsjúkdóma eða beri með sér sníkjudýr. Þessi umræða mun senn taka endi án árangurs. Það er háttur íslenskrar umræðu um ýmiskonar málefni. Út hefur verið gefin löng skýrsla Félags ábyrgra hundeigenda, sem ég hef skimað. Atriði í skýrslunni hefur Matvælastofnun gagnrýnt. Þá gagnrýni hef ég líka skimað. Ég hef 27 ára reynslu af innflutningi hunda, hef ásamt öðrum með rökum barist fyrir að henni verði aflétt m.a. með fjöldaundirrituðu rökstuddu bænaskjali afhent forseta Alþingis fyrir tveimur árum. Það hefur engan árangur borið þar, sem Alþingi hefur ekki áhuga á þessu máli, því miður. Mínir hundar hafa allir komið frá Englandi. Þar í landi lýsa sérfræðingar undrun yfir háttalagi íslenskra yfirvalda og greina má háðungslegt bros í andliti þeirra þegar hundur ætlaður til útflutnings til Íslands birtist á læknastofum til meðhöndlunar samkvæmt þeim kröfum, sem Matvælastofnun gerir. Dýralækningar og rannsóknir á smitsjúdómum og öll meðferð er mjög háþróuð í Englandi. Hver ræður lengd sóttkvíar á Íslandi? Það er yfirdýralæknir samkvæmt lögum um innflutning á hundum. Af einhverjum ástæðu telur yfirdýralæknir sig vita betur en allir aðrir í kringum í þessum efnum. Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Matvælastofnun munu hundar vistaðir í eingangrun til að tryggja að blóðsýni sýni að þeir beri ekki með sér hestainnflúensu eða ef sníkjudýr finnast í saur eða feldi þá hljóti það meðhöndlun. Hvorugt kallar á 28 daga einangrun einstaklinga af þessari tegund, þar sem þeir eru sviptir flestum eðlislægum þörfum sínum og mörgu fleiru , sem þeir eru vanir og þarfnast þvert á kröfu laga um velferð dýra. Semsagt og samkvæmt MAST er verið að tryggja hagsmuni hrosseigendasamfélagsins á Íslandi með þessari athæfi, sem ég kalla sóttkví. Sníkjudýrameðferð er auðveldlega hægt að framkvæma í heimahúsi. Í skýrslu FÁH er aðbúnaður og atlæti í sóttkvínni í Höfnum gagnrýndur. Reynslu minnar vegna hef ég skoðun á báðu. Aðbúnaður er ekki til fyrirmyndar í skilningi athafnarýmis og stenst vart reglur dýravelferðarlaga. Hundarnir, einkum þeir sem hafa eðlislæga þörf fyrir mikið athafnarými eru með öllu sviptir því. Um atlætið gildir allt annað en það er líka gagnrýnt í skýrslunni. Mín skoðun er sú að atlætið sé hið besta. Mín tilfinning er sú að rekstaraðilar sinni dýrunum með þeim félagsskap sem hvert dýr kallar á. Allir mínir hundar, sem eru af meðalstórri veiðihundategund, sem eru miklar félagsverur hafa lokið vist sinni með sóma. Ég tel að rekstaraðilar hafi sinnt þörf minna hunda af alúð. Hafið er yfir allan vafa að einangrun fyrir hunda á að vera barns síns tíma, þó með einum mikilvægum fyrirvara. Gæta verður gaumgæfilega að svindlurum. Til eru illa innrættir aðilar, einkum austantjalds, sem virðast ekki hika við að svindla pappíra um heilbrigðisvottun og sprautumeðferðir. Því þyrftu stjórnvöld að setja upp nýja áætlun og regluverk þar, sem tekið er tillit til þess að það eru til svartir sauðir í þessum bransa, sem bera litla sem enga virðingu fyrir dýravelferð. Sá hluti þeirra hunda, sem kemur frá áreiðanlegum aðilum ætti hins vegar ekki að þurfa að þola þann feril sem lagður er á þá og eigendur þeirra eins og reglur kveða nú á um. Meðalhófs á að gæta í öllum stjórnsýsluákvörðunum. Það er meginregla stjórnsýslulaga. 28 daga einangrun er ekki meðalhóf þegar leysa má mál með mildari hætti til að ná lögmætum árangri. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Lágvær umræða á sér nú stað um innflutningsmál hunda en hundar, sem fluttir eru til landsins þurfa að fara í 28 daga einangrun í sóttkví þar sem tekin eru úr þeim sýni í þeim tilgangi að fyrirbyggja að þeir séu ekki smitberar smitsjúkdóma eða beri með sér sníkjudýr. Þessi umræða mun senn taka endi án árangurs. Það er háttur íslenskrar umræðu um ýmiskonar málefni. Út hefur verið gefin löng skýrsla Félags ábyrgra hundeigenda, sem ég hef skimað. Atriði í skýrslunni hefur Matvælastofnun gagnrýnt. Þá gagnrýni hef ég líka skimað. Ég hef 27 ára reynslu af innflutningi hunda, hef ásamt öðrum með rökum barist fyrir að henni verði aflétt m.a. með fjöldaundirrituðu rökstuddu bænaskjali afhent forseta Alþingis fyrir tveimur árum. Það hefur engan árangur borið þar, sem Alþingi hefur ekki áhuga á þessu máli, því miður. Mínir hundar hafa allir komið frá Englandi. Þar í landi lýsa sérfræðingar undrun yfir háttalagi íslenskra yfirvalda og greina má háðungslegt bros í andliti þeirra þegar hundur ætlaður til útflutnings til Íslands birtist á læknastofum til meðhöndlunar samkvæmt þeim kröfum, sem Matvælastofnun gerir. Dýralækningar og rannsóknir á smitsjúdómum og öll meðferð er mjög háþróuð í Englandi. Hver ræður lengd sóttkvíar á Íslandi? Það er yfirdýralæknir samkvæmt lögum um innflutning á hundum. Af einhverjum ástæðu telur yfirdýralæknir sig vita betur en allir aðrir í kringum í þessum efnum. Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Matvælastofnun munu hundar vistaðir í eingangrun til að tryggja að blóðsýni sýni að þeir beri ekki með sér hestainnflúensu eða ef sníkjudýr finnast í saur eða feldi þá hljóti það meðhöndlun. Hvorugt kallar á 28 daga einangrun einstaklinga af þessari tegund, þar sem þeir eru sviptir flestum eðlislægum þörfum sínum og mörgu fleiru , sem þeir eru vanir og þarfnast þvert á kröfu laga um velferð dýra. Semsagt og samkvæmt MAST er verið að tryggja hagsmuni hrosseigendasamfélagsins á Íslandi með þessari athæfi, sem ég kalla sóttkví. Sníkjudýrameðferð er auðveldlega hægt að framkvæma í heimahúsi. Í skýrslu FÁH er aðbúnaður og atlæti í sóttkvínni í Höfnum gagnrýndur. Reynslu minnar vegna hef ég skoðun á báðu. Aðbúnaður er ekki til fyrirmyndar í skilningi athafnarýmis og stenst vart reglur dýravelferðarlaga. Hundarnir, einkum þeir sem hafa eðlislæga þörf fyrir mikið athafnarými eru með öllu sviptir því. Um atlætið gildir allt annað en það er líka gagnrýnt í skýrslunni. Mín skoðun er sú að atlætið sé hið besta. Mín tilfinning er sú að rekstaraðilar sinni dýrunum með þeim félagsskap sem hvert dýr kallar á. Allir mínir hundar, sem eru af meðalstórri veiðihundategund, sem eru miklar félagsverur hafa lokið vist sinni með sóma. Ég tel að rekstaraðilar hafi sinnt þörf minna hunda af alúð. Hafið er yfir allan vafa að einangrun fyrir hunda á að vera barns síns tíma, þó með einum mikilvægum fyrirvara. Gæta verður gaumgæfilega að svindlurum. Til eru illa innrættir aðilar, einkum austantjalds, sem virðast ekki hika við að svindla pappíra um heilbrigðisvottun og sprautumeðferðir. Því þyrftu stjórnvöld að setja upp nýja áætlun og regluverk þar, sem tekið er tillit til þess að það eru til svartir sauðir í þessum bransa, sem bera litla sem enga virðingu fyrir dýravelferð. Sá hluti þeirra hunda, sem kemur frá áreiðanlegum aðilum ætti hins vegar ekki að þurfa að þola þann feril sem lagður er á þá og eigendur þeirra eins og reglur kveða nú á um. Meðalhófs á að gæta í öllum stjórnsýsluákvörðunum. Það er meginregla stjórnsýslulaga. 28 daga einangrun er ekki meðalhóf þegar leysa má mál með mildari hætti til að ná lögmætum árangri. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar