Gríðarleg aðsókn í miða á HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 12:30 Stuðningsfólk íslenska landsliðsins fjölmennir vonandi til Rússlands næsta sumar. Vísir/Eyþór Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni í dag að það sé gríðarlega aðsókn er í miða á Heimsmeistarakeppnina í Rússlandi sem fer fram næsta sumar. Þetta verður söguleg keppni fyrir okkur Íslendinga enda íslenska karlalandsliðið með í fyrsta sinn í 88 ára sögu heimsmeistarakeppninnar. Annar hluti miðasölu hófst á fimmtudaginn var og aðeins 24 klukkustundum eftir að miðasalan opnaði aftur höfðu um 98 prósent af þeim miðum sem í boði voru í þeim hluta verið seldir. Það er því ljóst að mjög mikill áhugi er fyrir því að sjá leikina í Rússlandi. Í kringum 51 prósent af umsóknum um miða hefur komið frá Rússlandi en hin 49 prósent hafa dreifst kringum heiminn. Aðdáendur frá Argentínu, Mexíkó, Bandaríkjunum, Brasilíu, Kólumbíu, Kína, Ástralíu, Þýskalandi og Indlandi fylla topp tíu listann eins og fram kemur í fréttinni á heimasíðu KSÍ. „Í ljósi þessarar gríðarlegu aðsóknar í miða vill FIFA benda stuðningsmönnum á að FIFA.com/tickets er eina löglega vefsíðan til að kaupa miða á HM í Rússlandi 2018. Miðar sem eru keyptir annars staðar frá munu sjálfkrafa verða ógildir þegar upp kemst um það að þeir hafi verið keyptir í gegnum þriðja aðila,“ segir ennfremur í fréttinni. Söluglugginn sem er opinn núna lokar síðan 28. nóvember næstkomandi. Sá næsti opnar ekki fyrr 5. desember eða eftir að drátturinn í lokakeppnina er búinn. Hér er um að ræða aðalhluta miðasölu til stuðningsmanna Íslands og verður sá sölugluggi opinn til 31. janúar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Sport Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni í dag að það sé gríðarlega aðsókn er í miða á Heimsmeistarakeppnina í Rússlandi sem fer fram næsta sumar. Þetta verður söguleg keppni fyrir okkur Íslendinga enda íslenska karlalandsliðið með í fyrsta sinn í 88 ára sögu heimsmeistarakeppninnar. Annar hluti miðasölu hófst á fimmtudaginn var og aðeins 24 klukkustundum eftir að miðasalan opnaði aftur höfðu um 98 prósent af þeim miðum sem í boði voru í þeim hluta verið seldir. Það er því ljóst að mjög mikill áhugi er fyrir því að sjá leikina í Rússlandi. Í kringum 51 prósent af umsóknum um miða hefur komið frá Rússlandi en hin 49 prósent hafa dreifst kringum heiminn. Aðdáendur frá Argentínu, Mexíkó, Bandaríkjunum, Brasilíu, Kólumbíu, Kína, Ástralíu, Þýskalandi og Indlandi fylla topp tíu listann eins og fram kemur í fréttinni á heimasíðu KSÍ. „Í ljósi þessarar gríðarlegu aðsóknar í miða vill FIFA benda stuðningsmönnum á að FIFA.com/tickets er eina löglega vefsíðan til að kaupa miða á HM í Rússlandi 2018. Miðar sem eru keyptir annars staðar frá munu sjálfkrafa verða ógildir þegar upp kemst um það að þeir hafi verið keyptir í gegnum þriðja aðila,“ segir ennfremur í fréttinni. Söluglugginn sem er opinn núna lokar síðan 28. nóvember næstkomandi. Sá næsti opnar ekki fyrr 5. desember eða eftir að drátturinn í lokakeppnina er búinn. Hér er um að ræða aðalhluta miðasölu til stuðningsmanna Íslands og verður sá sölugluggi opinn til 31. janúar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Sport Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira