Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2017 11:22 Eiríkur Bergmann segir stöðu Angelu Merkel Þýskalandskanslara vera umtalsvert þrengri en í gær. Hún hafi þó nokkra leiki í stöðunni. „Staða Angelu Merkel er töluvert þrengri í dag en hún var í gær. Hún hefur samt nokkra leiki í stöðunni,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna sem upp er komin í þýskum stjórnmálum eftir að Frjálslyndi flokkurinn (FDP) ákvað að slíta viðræðum við Kristilega demókrata (CDU, CSU) og Græningja í gærkvöldi. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn og var talið að eina raunhæfa ríkisstjórn sem hægt væri að mynda að kosningum loknum væri ríkisstjórn umræddra flokka. Eiríkur segir boltann enn vera hjá Angelu Merkel, kanslara og leiðtoga CDU, og að hún hafi nokkra möguleika í stöðunni. „Hún gæti myndað minnihlutastjórn með stuðningi Græningja og mögulega fljótandi stuðningi Sósíaldemókrata (SDP). Það er alveg til í dæminu. Ekki er hefð fyrir minnihlutastjórnum í Þýskalandi en talað er um að þetta gæti gengið svona þar sem þetta er í raun fordæmalaus staða sem upp er komin. Ekkert af hefðbundnu stjórnarmynstrunum gengur upp og Sósíaldemókratar tala um að þessi „Große Koalition“ [samsteypustjórn stærstu flokkanna, CDU/CSU og SDP] hafi verið hafnað í kosningunum.“Gæti verið stöðutaka Eiríkur segir að Merkel hafi einnig þann möguleika að boða til nýrra kosninga. „Hins vegar veit maður ekki nákvæmlega hvernig [Frank-Walter] Steinmeier forseti muni beita sér í þessu. Hann gæti falið Merkel að mynda minnihlutastjórn.“ Eiríkur segir að staða kanslarans sé nú augljóslega miklu þrengri en hún var. Sambandið við Græningja virðist þó enn vera í lagi og Frjálslyndi flokkurinn sé klassískur samstarfsflokkur hennar og Kristilegra demókrata. „Átökin í þessum stjórnarmyndunarviðræðum hafa fyrst og fremst verið á milli Frjálslynda flokksins og Græningja. Síðan er auðvitað möguleiki að flokkarnir taki upp viðræður á ný. Setjist aftur niður. Frjálslyndi flokkurinn fer svolítið snögglega frá borði að því er virðist þannig að það gæti verið að þessi slit séu einfaldlega einhver stöðutaka.“Deilt um loftslagsmál og málefni hælisleitenda Viðræður flokkanna hafa staðið í margar vikur og hefur helst verið deilt um loftslagsmál og málefni hælisletenda. „Græningjar vilja opnari faðm heldur en hinir og hafa verið frekar harðir í að halda Þýskalandi opnu. Svo hefur einnig verið deilt um loftslagsmálin þar sem Græningjar eru mjög harðir í afstöðu sinni. Þar skilur algerlega að milli Græningja og Frjálsyndra,“ segir Eiríkur.Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins.Vísir/AFPEinhver mesta stjórnmálakreppa í seinni tíð Hann segir að í Þýskalandi sé talað um einhverja mestu stjórnmálakreppu sem upp hafi komið í seinni tíð. „Það sýnir nú einmitt hversu stöðug þýsk stjórnmál eru, það að stjórnarmyndunarviðræðum skuli hætt sé merki um slíka kreppu þegar margir aðrir kostir eru í boði. Það er ekki eins og að sé mikil neyð.“ Stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í kosnningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið. Þá náði FDP aftur mönnum á þing eftir að hafa misst þá alla í kosningunum 2013.Telur þú að Merkel vilji forðast nýjar kosningar af ótta við að AfD myndi styrkja sig enn frekar?„Já, það er auðvitað það sem margir óttist. Það má segja að Kristilegir demókratar og Frjálslyndir hafi báðir keppt hvor við annan um að vera harðari í innflytjendamálunum og farið að elta AfD. Það er alveg augljóst að það eru allir með augun á AfD í þessu. Hvort þeir myndu njóta þess í nýjum kosningum, það veit eiginlega enginn,“ segir Eiríkur. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
„Staða Angelu Merkel er töluvert þrengri í dag en hún var í gær. Hún hefur samt nokkra leiki í stöðunni,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna sem upp er komin í þýskum stjórnmálum eftir að Frjálslyndi flokkurinn (FDP) ákvað að slíta viðræðum við Kristilega demókrata (CDU, CSU) og Græningja í gærkvöldi. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn og var talið að eina raunhæfa ríkisstjórn sem hægt væri að mynda að kosningum loknum væri ríkisstjórn umræddra flokka. Eiríkur segir boltann enn vera hjá Angelu Merkel, kanslara og leiðtoga CDU, og að hún hafi nokkra möguleika í stöðunni. „Hún gæti myndað minnihlutastjórn með stuðningi Græningja og mögulega fljótandi stuðningi Sósíaldemókrata (SDP). Það er alveg til í dæminu. Ekki er hefð fyrir minnihlutastjórnum í Þýskalandi en talað er um að þetta gæti gengið svona þar sem þetta er í raun fordæmalaus staða sem upp er komin. Ekkert af hefðbundnu stjórnarmynstrunum gengur upp og Sósíaldemókratar tala um að þessi „Große Koalition“ [samsteypustjórn stærstu flokkanna, CDU/CSU og SDP] hafi verið hafnað í kosningunum.“Gæti verið stöðutaka Eiríkur segir að Merkel hafi einnig þann möguleika að boða til nýrra kosninga. „Hins vegar veit maður ekki nákvæmlega hvernig [Frank-Walter] Steinmeier forseti muni beita sér í þessu. Hann gæti falið Merkel að mynda minnihlutastjórn.“ Eiríkur segir að staða kanslarans sé nú augljóslega miklu þrengri en hún var. Sambandið við Græningja virðist þó enn vera í lagi og Frjálslyndi flokkurinn sé klassískur samstarfsflokkur hennar og Kristilegra demókrata. „Átökin í þessum stjórnarmyndunarviðræðum hafa fyrst og fremst verið á milli Frjálslynda flokksins og Græningja. Síðan er auðvitað möguleiki að flokkarnir taki upp viðræður á ný. Setjist aftur niður. Frjálslyndi flokkurinn fer svolítið snögglega frá borði að því er virðist þannig að það gæti verið að þessi slit séu einfaldlega einhver stöðutaka.“Deilt um loftslagsmál og málefni hælisleitenda Viðræður flokkanna hafa staðið í margar vikur og hefur helst verið deilt um loftslagsmál og málefni hælisletenda. „Græningjar vilja opnari faðm heldur en hinir og hafa verið frekar harðir í að halda Þýskalandi opnu. Svo hefur einnig verið deilt um loftslagsmálin þar sem Græningjar eru mjög harðir í afstöðu sinni. Þar skilur algerlega að milli Græningja og Frjálsyndra,“ segir Eiríkur.Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins.Vísir/AFPEinhver mesta stjórnmálakreppa í seinni tíð Hann segir að í Þýskalandi sé talað um einhverja mestu stjórnmálakreppu sem upp hafi komið í seinni tíð. „Það sýnir nú einmitt hversu stöðug þýsk stjórnmál eru, það að stjórnarmyndunarviðræðum skuli hætt sé merki um slíka kreppu þegar margir aðrir kostir eru í boði. Það er ekki eins og að sé mikil neyð.“ Stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í kosnningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið. Þá náði FDP aftur mönnum á þing eftir að hafa misst þá alla í kosningunum 2013.Telur þú að Merkel vilji forðast nýjar kosningar af ótta við að AfD myndi styrkja sig enn frekar?„Já, það er auðvitað það sem margir óttist. Það má segja að Kristilegir demókratar og Frjálslyndir hafi báðir keppt hvor við annan um að vera harðari í innflytjendamálunum og farið að elta AfD. Það er alveg augljóst að það eru allir með augun á AfD í þessu. Hvort þeir myndu njóta þess í nýjum kosningum, það veit eiginlega enginn,“ segir Eiríkur.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira