Washington Post: Krúttlegast að halda með Íslandi á HM í Rússlandi næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 10:00 Íslensku strákarnir fagna hér sæti á HM 2018. Vísir/Anton Hið virta bandaríska blað Washington Post gerði upp undankeppni HM í fótbolta og að sjálfsögðu fékk íslenska HM-ævintýrið stóran sess í uppgjöri blaðsins. Undankeppnin tók 980 daga og það tók næstum því 900 leiki til að finna út hvaða 31 þjóð fengi farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Fyrirsögnin hjá Washington Post er: „Ísland er inni, Ítalía er úti og allir hinir áhugaverðustu söguþræðirnir.“ „Fyrir þá sem búa í landi sem missti af HM þá er einn augljós og krúttlegur kostur þegar á að finna sér lið til að halda með: Ísland,“ segir í greininni. Blaðamaðurinn segir frá því að Ísland sé langfámennasta þjóðin í 88 ára sögu HM til að komast í úrslitakeppnina og að á Íslandi búi jafnmargir og í Corpus Christi í Texas-fylki. Þar kemur líka fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið slær í gegn því liðið komst eins og allir vita í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og sló meðal annars út enska landsliðið. Þá nefnir blaðamaðurinn sérstaklega þá staðreynd að íslenska liðið hafi gert betur í sínum riðli en sterkar knattspyrnuþjóðir eins og Króatía, Úkraína og Tyrkland. „Sama hvað gerist næsta sumar þá er arfleifð íslenska landsliðsins tryggð. Ekki aðeins hafa þeir gefið litlum þjóðum von þá hafa Íslendingar kynnt heiminum fyrir Víkingaklappinu," skrifar Steven Goff, blaðamaður Washington Post. Í Peru og Panama fengu íbúar frídag daginn eftir að HM-sætið var tryggt þar sem allir fengu að halda upp á þetta mikla afrek. Það er afrek að komast á HM í fótbolta hvað þá fyrir litla 335 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi. Það var þó ekkert frí á Íslandi þótt að strákarnir hafi komist á HM á mánudagskvöldi. Steven Goff gerir mikið úr þessu afreki Íslendinga og það er ekki hægt að heyra annað en að hann verði einn af stuðningsmönnum íslensku strákanna á HM í Rússlandi næsta sumar. Það má lesa alla greinina hans með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Hið virta bandaríska blað Washington Post gerði upp undankeppni HM í fótbolta og að sjálfsögðu fékk íslenska HM-ævintýrið stóran sess í uppgjöri blaðsins. Undankeppnin tók 980 daga og það tók næstum því 900 leiki til að finna út hvaða 31 þjóð fengi farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Fyrirsögnin hjá Washington Post er: „Ísland er inni, Ítalía er úti og allir hinir áhugaverðustu söguþræðirnir.“ „Fyrir þá sem búa í landi sem missti af HM þá er einn augljós og krúttlegur kostur þegar á að finna sér lið til að halda með: Ísland,“ segir í greininni. Blaðamaðurinn segir frá því að Ísland sé langfámennasta þjóðin í 88 ára sögu HM til að komast í úrslitakeppnina og að á Íslandi búi jafnmargir og í Corpus Christi í Texas-fylki. Þar kemur líka fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið slær í gegn því liðið komst eins og allir vita í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og sló meðal annars út enska landsliðið. Þá nefnir blaðamaðurinn sérstaklega þá staðreynd að íslenska liðið hafi gert betur í sínum riðli en sterkar knattspyrnuþjóðir eins og Króatía, Úkraína og Tyrkland. „Sama hvað gerist næsta sumar þá er arfleifð íslenska landsliðsins tryggð. Ekki aðeins hafa þeir gefið litlum þjóðum von þá hafa Íslendingar kynnt heiminum fyrir Víkingaklappinu," skrifar Steven Goff, blaðamaður Washington Post. Í Peru og Panama fengu íbúar frídag daginn eftir að HM-sætið var tryggt þar sem allir fengu að halda upp á þetta mikla afrek. Það er afrek að komast á HM í fótbolta hvað þá fyrir litla 335 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi. Það var þó ekkert frí á Íslandi þótt að strákarnir hafi komist á HM á mánudagskvöldi. Steven Goff gerir mikið úr þessu afreki Íslendinga og það er ekki hægt að heyra annað en að hann verði einn af stuðningsmönnum íslensku strákanna á HM í Rússlandi næsta sumar. Það má lesa alla greinina hans með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira