Alþjóðlegur dagur barna – Til hamingju með daginn Salvör Nordal skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Alþjóðlegur dagur barna er haldinn hátíðlegur í dag 20. nóvember. Dagurinn er jafnframt afmælisdagur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var þennan dag árið 1989. Ísland hefur verið skuldbundið af sáttmálanum í meira en 25 ár, en hann var lögfestur hér á landi árið 2013. Þó að staða barna sé sterk hér á landi í alþjóðlegu samhengi eigum við talsvert í land að tileinka okkur þann breytta hugsunarhátt sem í sáttmálanum felst. Þannig virðist oft gleymast að börn eigi sjálfstæð mannréttindi, hafi rétt til að hafa áhrif á eigið líf og samfélagið almennt. Í sumar tók ég við starfi umboðsmanns barna en hlutverk embættisins er að stuðla að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni þeirra, þarfir og réttindi á öllum sviðum samfélagsins. Í nánast hverri viku frétti ég af málefnum barna í viðkvæmri stöðu; börn sem glíma við kvíða eða geðræn vandamál og fá ekki viðeigandi þjónustu; fötluð börn sem ekki fá skólavist á sama tíma og jafnaldrar þeirra; börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og einelti; börn sem verða miðja átaka foreldra við skilnað; börn sem búa við fátækt svo dæmi séu tekin. Með öðrum orðum börn sem verða útundan í samfélagi okkar með einum eða öðrum hætti. Staða þessara barna og viðbrögð við henni er hinn raunverulegi mælikvarði á það hversu alvarlega við lítum þau réttindi sem þau eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Á síðustu árum hafa mörg jákvæð skref verið tekin í átt að bættum hag barna en við getum gert mun betur. Kosningar til Alþingis eru nýafstaðnar og viðræður standa yfir um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ég hvet þá sem nú hafa verið kosnir til trúnaðarstarfa á löggjafarþinginu til næstu fjögurra ára og þá sem munu leiða nýja ríkisstjórn að tryggja að þau réttindi sem barnasáttmálinn veitir börnum séu raunverulega virk í framkvæmd. Hlustum á börn og setjum hagsmuni þeirra í forgang!Höfundur er umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Skoðun Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur barna er haldinn hátíðlegur í dag 20. nóvember. Dagurinn er jafnframt afmælisdagur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var þennan dag árið 1989. Ísland hefur verið skuldbundið af sáttmálanum í meira en 25 ár, en hann var lögfestur hér á landi árið 2013. Þó að staða barna sé sterk hér á landi í alþjóðlegu samhengi eigum við talsvert í land að tileinka okkur þann breytta hugsunarhátt sem í sáttmálanum felst. Þannig virðist oft gleymast að börn eigi sjálfstæð mannréttindi, hafi rétt til að hafa áhrif á eigið líf og samfélagið almennt. Í sumar tók ég við starfi umboðsmanns barna en hlutverk embættisins er að stuðla að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni þeirra, þarfir og réttindi á öllum sviðum samfélagsins. Í nánast hverri viku frétti ég af málefnum barna í viðkvæmri stöðu; börn sem glíma við kvíða eða geðræn vandamál og fá ekki viðeigandi þjónustu; fötluð börn sem ekki fá skólavist á sama tíma og jafnaldrar þeirra; börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og einelti; börn sem verða miðja átaka foreldra við skilnað; börn sem búa við fátækt svo dæmi séu tekin. Með öðrum orðum börn sem verða útundan í samfélagi okkar með einum eða öðrum hætti. Staða þessara barna og viðbrögð við henni er hinn raunverulegi mælikvarði á það hversu alvarlega við lítum þau réttindi sem þau eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Á síðustu árum hafa mörg jákvæð skref verið tekin í átt að bættum hag barna en við getum gert mun betur. Kosningar til Alþingis eru nýafstaðnar og viðræður standa yfir um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ég hvet þá sem nú hafa verið kosnir til trúnaðarstarfa á löggjafarþinginu til næstu fjögurra ára og þá sem munu leiða nýja ríkisstjórn að tryggja að þau réttindi sem barnasáttmálinn veitir börnum séu raunverulega virk í framkvæmd. Hlustum á börn og setjum hagsmuni þeirra í forgang!Höfundur er umboðsmaður barna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar