Bette Midler segir Geraldo Rivera aldrei hafa beðist afsökunar á að hafa káfað á henni Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 21:08 Geraldo Rivera og Bette Midler Vísir/Getty Bandaríska leik- og söngkonan Bette Midler segir sjónvarpsmanninn Geraldo Rivera ekki enn hafa beðið sig afsökunar á því að hafa káfað á henni á áttunda áratug síðustu aldar. Rivera hefur beðist afsökunar á því að hafa reynt að verja sjónvarpsmanninn Matt Lauer sem var nýverið rekinn frá NBC News vegna ásakana um kynferðislega áreitni í garð samstarfsmanna. Rvera var harðlega gagnrýndur þegar hann sagði fjölmiðla bransann vera daðurskenndan og ekki ætti að nota ásakanir um kynferðislega áreitni til að ná sér niður á slæmum yfirmönnum eða fyrrverandi elskhugum. Um svipað leyti fór í umferð viðtal frá árinu 1991 sem fjölmiðlakonan Barbara Walters tók við Bette Midler þar sem listakonan greindi frá því að Rivera hefði káfað á henni. „Ég á afmæli á morgun. Mér líður eins og þetta myndband sé gjöf alheimsins til mín. Geraldo gæti hafa beðist afsökunar á að hafa stutt Matt Lauer, en hann á eftir að biðja mig afsökunar,“ sagði Midler á Twitter.Tomorrow is my birthday. I feel like this video was a gift from the universe to me. Geraldo may have apologized for his tweets supporting Matt Lauer, but he has yet to apologize for this. #MeToo pic.twitter.com/TkcolFWfA2— Bette Midler (@BetteMidler) November 30, 2017 <Geraldo Rivera starfar hjá Fox News en forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar sögðust vera hugsi vegna ummæla hans um Matt Lauer-málið. Rivera baðst afsökunar og sagðist meðal annars ekki hafa útskýrt nægjanlega vel að kynferðisleg áreitni væri hryllilegt vandamál sem hefur verið falið allt of lengi. Leiddi þetta til þess að viðtalið við Bette Midler fór aftur í umferð þar sem Midler kallaði Rivera slepjulegan spjallþáttastjórnanda. Hún rifjaði upp atvikið frá áttunda áratug síðustu aldar. Hún sagði Rivera og framleiðanda hans hafa króað hana af inni á baðherbergi þar sem þeir hafi neytt hana til að anda að sér lyfi sem veldur slökun í vöðum æðaveggja og svo káfað á henni. „Ég hafði ekki boðið mig á altari Geraldo Rivera. Hann var ósæmilegur.“ Deadline segir frá því að Rivera hefði rifjað þetta atvik upp í ævisögu hans sem nefnist: Exposing Myself. „Við vorum inni á baðherbergi að undirbúa okkur fyrir viðtalið. Á einhverjum tímapunkti lagði ég hendur mínar á brjóst hennar.“ Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Sjá meira
Bandaríska leik- og söngkonan Bette Midler segir sjónvarpsmanninn Geraldo Rivera ekki enn hafa beðið sig afsökunar á því að hafa káfað á henni á áttunda áratug síðustu aldar. Rivera hefur beðist afsökunar á því að hafa reynt að verja sjónvarpsmanninn Matt Lauer sem var nýverið rekinn frá NBC News vegna ásakana um kynferðislega áreitni í garð samstarfsmanna. Rvera var harðlega gagnrýndur þegar hann sagði fjölmiðla bransann vera daðurskenndan og ekki ætti að nota ásakanir um kynferðislega áreitni til að ná sér niður á slæmum yfirmönnum eða fyrrverandi elskhugum. Um svipað leyti fór í umferð viðtal frá árinu 1991 sem fjölmiðlakonan Barbara Walters tók við Bette Midler þar sem listakonan greindi frá því að Rivera hefði káfað á henni. „Ég á afmæli á morgun. Mér líður eins og þetta myndband sé gjöf alheimsins til mín. Geraldo gæti hafa beðist afsökunar á að hafa stutt Matt Lauer, en hann á eftir að biðja mig afsökunar,“ sagði Midler á Twitter.Tomorrow is my birthday. I feel like this video was a gift from the universe to me. Geraldo may have apologized for his tweets supporting Matt Lauer, but he has yet to apologize for this. #MeToo pic.twitter.com/TkcolFWfA2— Bette Midler (@BetteMidler) November 30, 2017 <Geraldo Rivera starfar hjá Fox News en forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar sögðust vera hugsi vegna ummæla hans um Matt Lauer-málið. Rivera baðst afsökunar og sagðist meðal annars ekki hafa útskýrt nægjanlega vel að kynferðisleg áreitni væri hryllilegt vandamál sem hefur verið falið allt of lengi. Leiddi þetta til þess að viðtalið við Bette Midler fór aftur í umferð þar sem Midler kallaði Rivera slepjulegan spjallþáttastjórnanda. Hún rifjaði upp atvikið frá áttunda áratug síðustu aldar. Hún sagði Rivera og framleiðanda hans hafa króað hana af inni á baðherbergi þar sem þeir hafi neytt hana til að anda að sér lyfi sem veldur slökun í vöðum æðaveggja og svo káfað á henni. „Ég hafði ekki boðið mig á altari Geraldo Rivera. Hann var ósæmilegur.“ Deadline segir frá því að Rivera hefði rifjað þetta atvik upp í ævisögu hans sem nefnist: Exposing Myself. „Við vorum inni á baðherbergi að undirbúa okkur fyrir viðtalið. Á einhverjum tímapunkti lagði ég hendur mínar á brjóst hennar.“
Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið