Lífið

„Besta byrjun á desem­ber sem hægt var að hugsa sér“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Gísli og Rannveig eru ástfangin upp fyrir haus og hafa ákveðið að eyða ævinni saman í hjónabandi.
Gísli og Rannveig eru ástfangin upp fyrir haus og hafa ákveðið að eyða ævinni saman í hjónabandi.

Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á skeljarnar og bað kærustu sinnar, Rannveigar Bjarnadóttur, í Berlín um helgina og fékk hrópandi já.

„JÁJÁJÁJÁ😭❤️💍 Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér 🥹 30.11.25🫶🏽“ skrifa þau Rannveig og Gísli í sameiginlegri færslu á Instagram. Þar má sjá nýtrúlofað parið og fallegan trúlofunarhring með demanti.

Gísli og Rannveig eru bæði úr Hafnarfirðinum, voru saman í Versló og hafa verið par í átta ár. Þú búa nú í Magdeburg þar sem hann hefur spilað við góðan orðstír síðastliðin fimm ár og hún leggur stund á meistaranám.

Gísli Þorgeir er einn fremsti handboltamaður landsins og hefur spilað fyrir FH, Kiel og Magdeburg á ferli sínum. Hann hefur unnið þýsku deildina þrívegis, meistaradeild Evrópu tvívegis, Evrópudeildina í tvígang og var valinn íþróttamaður ársins árið 2023.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.