Fótbolti

Heimir: Alveg sama hvaða lið við fáum

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, á sér enga óskamótherja þegar dregið verður í riðla á HM 2018 á morgun.

„Mér er alveg sama hvaða lið við fáum. Við tökum það sem kemur upp úr pottinum. Ég vil hvorki telja upp lið sem ég vil mæta eða sem ég vil ekki mæta. Það kemur alltaf í bakið á manni,“ sagði Heimir í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.

„Við tæklum það sem við fáum. Það breytir engu hvað markmiðið okkar varðar. Við ætlum að komast upp úr riðlinum,“ bætti Heimir við en hann er staddur í Moskvu ásamt fulltrúum KSÍ.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Ísland lukkuþjóð Brassa á HM

Brasilía er ein af þjóðunum sem geta endað í riðli með Íslandi á HM í Rússlandi 2018 en dregið verður í riðla í Kreml á morgun. Brassarnir ættu að vonast eftir því að mæta íslenska landsliðinu næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×