Samfélagsleg ábyrgð gagnvart fötluðum börnum Sigrún Birgisdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Dagur mannréttinda barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur um allan heim 20. nóvember sl. og 3. desember nk. er alþjóðadagur fatlaðs fólks og af því tilefni verður hér á landi eins og hvarvetna í heiminum minnt á mannréttindi fatlaðs fólks sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í báðum þessum mikilvægu mannréttindasamningum sem Ísland hefur undirgengist, eins og langflest ríki í heiminum, er mjög mikil áhersla lögð á skyldu samfélaga til að veita fötluðum börnum tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við önnur börn og með öðrum börnum. Þetta eru ekki að ástæðulausu sérstök áhersluatriði í samningunum. Fötluð börn hafa þurft og þurfa enn alls staðar að þola margvíslega og mikla mismunun og aðgreiningu á nánast öllum sviðum samfélagsins. Stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp eitt barn. Það er mjög mikið til í því. Í þeim samfélögum þar sem þannig er búið að börnum að þau njóta þroskavænlegra aðstæðna, lífsgæða og tækifæra forgangsraða stjórnvöld í þágu barna og hagsmuna þeirra. Fólkið og fyrirtækin líta þar svo á að þau beri einnig mikla ábyrgð á því að öll börn og þar með talið fötluð börn fái þessi tækifæri til að þroskast og njóta lífsins, samfélags við aðra og hæfileika sinna. Mikil vonbrigði Hér á landi er ýmislegt vel gert í þessum efnum og sumt mjög vel þó að margt megi þar betur fara og sumt miklu betur. Mörg fyrirtæki sýna t.a.m. samfélagslega ábyrgð gagnvart börnum með því að leggja með ýmsum hætti áherslu á jákvætt viðmót gagnvart þeim og ekki aðeins í orði, heldur í verki og ekki bara til að græða meiri peninga. IKEA er þannig fyrirtæki og hefur og ekki að ástæðulausu jákvæða ímynd að þessu leyti. Það kom því á óvart og urðu okkur mikil vonbrigði að þetta öfluga og heimþekkta fyrirtæki skuli ekki sjá sér fært að gera viðeigandi ráðstafanir til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í „Smálandi“ í IKEA-versluninni hér á landi eins og önnur börn, þrátt fyrir óskir samtaka okkar um það og skýr tilmæli umboðsmanns barna til fyrirtækisins um að gera það. En eins og flestir vita hefur umboðsmaður barna það hlutverk lögum samkvæmt að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna. Þegar fötluð börn fá ekki tækifæri til til að leika sér eins og önnur börn og með öðrum börnum verða þau ekki aðeins fyrir mismunun vegna fötlunar sinnar til afþreyingar og félagslegrar þátttöku og þess þroska sem hún veitir. Slík mismunun er einnig afar sár fyrir börnin, dregur úr sjálfstrausti þeirra og vekur tilfinningar um höfnun og útilokun. Við viljum því enn beina þeirri eindregnu ósk til forsvarsfólks IKEA á Íslandi að gera það sem gera þarf til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í verslun fyrirtækisins eins og önnur börn og án aðgreiningar frá öðrum börnum. Þannig getur fyrirtækið sýnt vilja sinn til samfélagslegrar ábyrgðar í verki og lagt sitt lóð á vogarskál til að stuðla að því að mannréttindasamningarnir um réttindi barna og réttindi fatlaðs fólks nái þeim tilgangi sínum að auka tækifæri og bæta lífsgæði fatlaðra barna. Sigrún Birgisdóttir er framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Árni Múli Jónasson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur mannréttinda barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur um allan heim 20. nóvember sl. og 3. desember nk. er alþjóðadagur fatlaðs fólks og af því tilefni verður hér á landi eins og hvarvetna í heiminum minnt á mannréttindi fatlaðs fólks sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í báðum þessum mikilvægu mannréttindasamningum sem Ísland hefur undirgengist, eins og langflest ríki í heiminum, er mjög mikil áhersla lögð á skyldu samfélaga til að veita fötluðum börnum tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við önnur börn og með öðrum börnum. Þetta eru ekki að ástæðulausu sérstök áhersluatriði í samningunum. Fötluð börn hafa þurft og þurfa enn alls staðar að þola margvíslega og mikla mismunun og aðgreiningu á nánast öllum sviðum samfélagsins. Stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp eitt barn. Það er mjög mikið til í því. Í þeim samfélögum þar sem þannig er búið að börnum að þau njóta þroskavænlegra aðstæðna, lífsgæða og tækifæra forgangsraða stjórnvöld í þágu barna og hagsmuna þeirra. Fólkið og fyrirtækin líta þar svo á að þau beri einnig mikla ábyrgð á því að öll börn og þar með talið fötluð börn fái þessi tækifæri til að þroskast og njóta lífsins, samfélags við aðra og hæfileika sinna. Mikil vonbrigði Hér á landi er ýmislegt vel gert í þessum efnum og sumt mjög vel þó að margt megi þar betur fara og sumt miklu betur. Mörg fyrirtæki sýna t.a.m. samfélagslega ábyrgð gagnvart börnum með því að leggja með ýmsum hætti áherslu á jákvætt viðmót gagnvart þeim og ekki aðeins í orði, heldur í verki og ekki bara til að græða meiri peninga. IKEA er þannig fyrirtæki og hefur og ekki að ástæðulausu jákvæða ímynd að þessu leyti. Það kom því á óvart og urðu okkur mikil vonbrigði að þetta öfluga og heimþekkta fyrirtæki skuli ekki sjá sér fært að gera viðeigandi ráðstafanir til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í „Smálandi“ í IKEA-versluninni hér á landi eins og önnur börn, þrátt fyrir óskir samtaka okkar um það og skýr tilmæli umboðsmanns barna til fyrirtækisins um að gera það. En eins og flestir vita hefur umboðsmaður barna það hlutverk lögum samkvæmt að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna. Þegar fötluð börn fá ekki tækifæri til til að leika sér eins og önnur börn og með öðrum börnum verða þau ekki aðeins fyrir mismunun vegna fötlunar sinnar til afþreyingar og félagslegrar þátttöku og þess þroska sem hún veitir. Slík mismunun er einnig afar sár fyrir börnin, dregur úr sjálfstrausti þeirra og vekur tilfinningar um höfnun og útilokun. Við viljum því enn beina þeirri eindregnu ósk til forsvarsfólks IKEA á Íslandi að gera það sem gera þarf til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í verslun fyrirtækisins eins og önnur börn og án aðgreiningar frá öðrum börnum. Þannig getur fyrirtækið sýnt vilja sinn til samfélagslegrar ábyrgðar í verki og lagt sitt lóð á vogarskál til að stuðla að því að mannréttindasamningarnir um réttindi barna og réttindi fatlaðs fólks nái þeim tilgangi sínum að auka tækifæri og bæta lífsgæði fatlaðra barna. Sigrún Birgisdóttir er framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna þroskahjálpar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar