The Square sópar til sín verðlaunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2017 22:44 Aðstandendur The Square hirtu sex verðlaun í Berlín í kvöld. Vísir/afp Aðstandendur sænsku kvikmyndarinnar The Square fögnuðu ákaft í höfuðborg Þýskalands í dag enda ærin ástæða til því hópurinn vann til sex verðlauna á Evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni. Evrópska kvikmyndaverðlaunahátíðin var haldin í Berlín með pompi og prakt í þrítugasta skiptið í kvöld. Kvikmyndaverðlaunin voru í beinni útsendingu á vefsvæði helguðu hátíðinni.Sænski leikstjórin Rubin Östlund á fullt í fangi. The Square hlaut auk þess Gullpálmann í Cannes á þessu ári.Vísir/afpThe Square var með eindæmum sigursæl á hátíðinni og sópaði kvikmyndin til sín helstu verðlaunum. Myndin var bæði valin besta evrópska kvikmynd ársins 2017 og besta gamanmynd ársins. Robert Östlund, leikstjóri kvikmyndarinnar, hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn og handrit. Josefin Åsberg hlaut verðlaun fyrir framleiðsluhönnun og þá skartar kvikmyndin besta leikara í aðalhlutverki, hinum danska Claes Bang. Myndin segir frá fráskilda safnstjórarnum Christian sem rekur listagallerí. Til stendur að setja upp sýninguna „Ferninginn“ sem er eins konar innsetning þar sem safngestum býðst að ganga inn í tiltekið rými sem er ferningslaga. Verkinu er ætlað að vera eins konar hugvekja um ábyrgð okkar allra gagnvart náunganum og sér í lagi gagnvart þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Kynningarstiklu fyrir myndina má sjá að neðan.Safngestum býðst að sýna í verki eigin fórnfýsi og ósérplægni. Ekki líður á löngu þar til safnstjóranum verður ljóst hversu erfitt það reynist honum að haga lífinu í samræmi við eigin göfugu hugsjónir. Það reynir ekki síst á manndóm hans þegar hann verður fyrir barðinu á smáglæpamanni en þá fer af stað afar pínleg atburðarás.Danski leikarinn Claes Bang hlaut verðlaun sem besti leikari í Evrópu á árinu 2017. Hann fór með hlutverk listsafnstjórans seinheppna í The SquareVísir.is/afpAðstandendur The Square sópuðu ekki til sín öllum verðlaununum þrátt fyrir að þau hafi vissulega verið mörg en heimildarmyndin Communion sem Anna Zamecka leikstýrði var valin besta heimildarmynd ársins 2017. Alexandra Borbély hlaut verðlaunin sem besta evrópska leikkona ársins 2017 fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni On Body and Soul. Rússneski leikstjórinn Aleksandr Sokurov var heiðraður á verðlaunahátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndanna.Hér er hægt að fræðast meira um kvikmyndaverðlaunin. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Aðstandendur sænsku kvikmyndarinnar The Square fögnuðu ákaft í höfuðborg Þýskalands í dag enda ærin ástæða til því hópurinn vann til sex verðlauna á Evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni. Evrópska kvikmyndaverðlaunahátíðin var haldin í Berlín með pompi og prakt í þrítugasta skiptið í kvöld. Kvikmyndaverðlaunin voru í beinni útsendingu á vefsvæði helguðu hátíðinni.Sænski leikstjórin Rubin Östlund á fullt í fangi. The Square hlaut auk þess Gullpálmann í Cannes á þessu ári.Vísir/afpThe Square var með eindæmum sigursæl á hátíðinni og sópaði kvikmyndin til sín helstu verðlaunum. Myndin var bæði valin besta evrópska kvikmynd ársins 2017 og besta gamanmynd ársins. Robert Östlund, leikstjóri kvikmyndarinnar, hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn og handrit. Josefin Åsberg hlaut verðlaun fyrir framleiðsluhönnun og þá skartar kvikmyndin besta leikara í aðalhlutverki, hinum danska Claes Bang. Myndin segir frá fráskilda safnstjórarnum Christian sem rekur listagallerí. Til stendur að setja upp sýninguna „Ferninginn“ sem er eins konar innsetning þar sem safngestum býðst að ganga inn í tiltekið rými sem er ferningslaga. Verkinu er ætlað að vera eins konar hugvekja um ábyrgð okkar allra gagnvart náunganum og sér í lagi gagnvart þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Kynningarstiklu fyrir myndina má sjá að neðan.Safngestum býðst að sýna í verki eigin fórnfýsi og ósérplægni. Ekki líður á löngu þar til safnstjóranum verður ljóst hversu erfitt það reynist honum að haga lífinu í samræmi við eigin göfugu hugsjónir. Það reynir ekki síst á manndóm hans þegar hann verður fyrir barðinu á smáglæpamanni en þá fer af stað afar pínleg atburðarás.Danski leikarinn Claes Bang hlaut verðlaun sem besti leikari í Evrópu á árinu 2017. Hann fór með hlutverk listsafnstjórans seinheppna í The SquareVísir.is/afpAðstandendur The Square sópuðu ekki til sín öllum verðlaununum þrátt fyrir að þau hafi vissulega verið mörg en heimildarmyndin Communion sem Anna Zamecka leikstýrði var valin besta heimildarmynd ársins 2017. Alexandra Borbély hlaut verðlaunin sem besta evrópska leikkona ársins 2017 fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni On Body and Soul. Rússneski leikstjórinn Aleksandr Sokurov var heiðraður á verðlaunahátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndanna.Hér er hægt að fræðast meira um kvikmyndaverðlaunin.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira