Domino's Körfuboltakvöld: Þessi voru best í Domino's deildunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2017 08:00 Kári Jónsson og Danielle Rodriguez Tíunda umferð Domino's deildar karla var gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn, sem og 12. umferð kvennadeildarinnar. Kári Jónsson átti framúrskarandi leik þegar Haukar lögðu ÍR 97-87 á heimavelli á fimmtudagskvöld. Kári skoraði 29 stig, þar af fimm úr þriggja stiga skotum. Hann tók fimm fráköst, stal fjórum boltum og fiskaði fjórar villur. Haukamaðurinn var valinn leikmaður umferðarinnar af sérfræðingunum. Stjarnan fékk Snæfell í heimsókn í Domino's deild kvenna og sigraði örugglega 75-53. Danielle Rodriguez var langbesti maður vallarins með 35 framlagspunkta og var hún valin leikmaður 12. umferðarinnar. Rodriguez skoraði 29 stig og unnu Stjarnan þær mínútur sem hún var inn á með 26 stigum, ekki að furða að hún hafi spilað tæpar 35 mínútur í leiknum. Hún tók átta vítaskot og hitti úr þeim öllum ásamt því að setja niður þrjá þrista og sex stig innan teigs. Stolnir boltar voru níu og fráköstin tíu, jafnframt sem hún fiskaði fimm villur á andstæðinginn.Í liði umferðarinnar hjá körlunum voru KR-ingurinn Pavel Ermolinskij, Tómas Þórður Hilmarsson Stjörnunni, Paul Jones hinn þriðji frá Haukum, liðsfélagi hans Kári Jónsson og Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson. Liðið þjálfar Ívar Ásgrímsson sem stýrði Haukum til glæsilegs sigurs á sjóðheitum ÍR-ingum. Paul Jones var með 77 prósenta skotnýtingu í leiknum, hitti 10 af 13 skotum sínum. Hann tók sjö fráköst og var með 26 framlagspunkta. Logi var einnig með 77 prósenta nýtingu. Af hans þrettán skotum voru þó tíu þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna og fóru sjö þeirra ofan í körfuna. Hann kláraði sigur Njarðvíkinga á Tindastól með 29 stig og 30 í framlag. Tómas var stigahæstur Stjörnumanna í sigri þeirra á Keflavík suður með sjó með 22 stig og Pavel skoraði 17 í sigri KR á Hetti. Úrvalslið 12. umferðar Domino's deildar kvenna var skipað Haukakonunum Helenu Sverrisdóttur og Önnu Lóu Óskarsdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur úr Val, Keflvíkingnum Thelmu Dís Ágústsdóttur og Danielle Rodriguez úr Stjörnunni. Helena var með hvorki meira né minna en 40 framlagspunkta í glæstum sigri Hauka á Breiðabliki. Hún skoraði 26 stig í leiknum. Anna Lóa skoraði „aðeins“ 15 stig en tímann sem hún var inni á vellinum unnu Haukar með 27 stigum. Keflavík vann mínúturnar sem Thelma Dís var inn á gegn Skallagrími með 26 stigum, hún skilaði 15 stigum, 12 fráköstum og þremur stoðsendingum. Guðbjörg var stigahæst Valskvenna gegn Njarðvík með 22 stig. Hún tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Tíunda umferð Domino's deildar karla var gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn, sem og 12. umferð kvennadeildarinnar. Kári Jónsson átti framúrskarandi leik þegar Haukar lögðu ÍR 97-87 á heimavelli á fimmtudagskvöld. Kári skoraði 29 stig, þar af fimm úr þriggja stiga skotum. Hann tók fimm fráköst, stal fjórum boltum og fiskaði fjórar villur. Haukamaðurinn var valinn leikmaður umferðarinnar af sérfræðingunum. Stjarnan fékk Snæfell í heimsókn í Domino's deild kvenna og sigraði örugglega 75-53. Danielle Rodriguez var langbesti maður vallarins með 35 framlagspunkta og var hún valin leikmaður 12. umferðarinnar. Rodriguez skoraði 29 stig og unnu Stjarnan þær mínútur sem hún var inn á með 26 stigum, ekki að furða að hún hafi spilað tæpar 35 mínútur í leiknum. Hún tók átta vítaskot og hitti úr þeim öllum ásamt því að setja niður þrjá þrista og sex stig innan teigs. Stolnir boltar voru níu og fráköstin tíu, jafnframt sem hún fiskaði fimm villur á andstæðinginn.Í liði umferðarinnar hjá körlunum voru KR-ingurinn Pavel Ermolinskij, Tómas Þórður Hilmarsson Stjörnunni, Paul Jones hinn þriðji frá Haukum, liðsfélagi hans Kári Jónsson og Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson. Liðið þjálfar Ívar Ásgrímsson sem stýrði Haukum til glæsilegs sigurs á sjóðheitum ÍR-ingum. Paul Jones var með 77 prósenta skotnýtingu í leiknum, hitti 10 af 13 skotum sínum. Hann tók sjö fráköst og var með 26 framlagspunkta. Logi var einnig með 77 prósenta nýtingu. Af hans þrettán skotum voru þó tíu þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna og fóru sjö þeirra ofan í körfuna. Hann kláraði sigur Njarðvíkinga á Tindastól með 29 stig og 30 í framlag. Tómas var stigahæstur Stjörnumanna í sigri þeirra á Keflavík suður með sjó með 22 stig og Pavel skoraði 17 í sigri KR á Hetti. Úrvalslið 12. umferðar Domino's deildar kvenna var skipað Haukakonunum Helenu Sverrisdóttur og Önnu Lóu Óskarsdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur úr Val, Keflvíkingnum Thelmu Dís Ágústsdóttur og Danielle Rodriguez úr Stjörnunni. Helena var með hvorki meira né minna en 40 framlagspunkta í glæstum sigri Hauka á Breiðabliki. Hún skoraði 26 stig í leiknum. Anna Lóa skoraði „aðeins“ 15 stig en tímann sem hún var inni á vellinum unnu Haukar með 27 stigum. Keflavík vann mínúturnar sem Thelma Dís var inn á gegn Skallagrími með 26 stigum, hún skilaði 15 stigum, 12 fráköstum og þremur stoðsendingum. Guðbjörg var stigahæst Valskvenna gegn Njarðvík með 22 stig. Hún tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira