Hafa ár til að ljúka erfiðasta hjallanum í skilnaði Breta við ESB Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2017 18:45 Bretar náðu samkomulagi um skilnaðinn við Evrópusambandið í Brussel í morgun en eiga enn eftir að ná samkomulagi um framtíðar samskipti sín við sambandið, þar með aðgang um að sameiginlegum markaði þess. Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir samningsaðila nú hafa innan við ár til að ljúka við erfiðustu samningana vegna úrsagnar Breta. Thersa May forsætisráðherra Bretlands hefur átt á brattan að sækja heimafyrir vegna þess hve hægt hefur gengið að ná samkomulagi við Evrópusambandið um skilnaðinn við sambandið, það er að segja greiðslur Breta til þess að lokinni úrsögn, réttindi íbúa hinna 27 Evrópusambandsríkjanna í Bretlandi og landamæri Norður Írlands og Írlands. Henni hefur því vafalaust verið létt þegar samkomulag náðist um þessi mál snemma í morgun. Jean-Claude Junker forseti framkvæmdastjórnarinnar sagði samkomulagið í dag byggja á málamiðlunum. „Theresa May forsætisráðherra hefur fullvissað mig um að samkomulagið njóti stuðnings bresku stjórnarinnar. Á þeim grundvelli tel ég að við höfum náð þeim áfanga sem þörf var á. Niðurstaðan í dag er að sjálfsögðu málamiðlun,“ sagði Junker á fundi hans og May með fréttamönnum í Brussel,“ sagði Junker. Nú liggur fyrir hvað Bretar þurfa að greiða Evrópusambandinu að skilnaði vegna kostnaðar við ákvarðanir sem teknar hafa verið í sambandstíð Breta. May segir að um þremur milljónum íbúa evrópulanda í Bretlandi verði tryggðar full réttindi sem og um milljón Bretum sem búa innan Evrópusambandsins. „Ég er full fagna þeim möguleika að sem felst í næsta áfanga viðræðnanna. Þegar við förum að semja um viðskipti og öryggismál. Það jákvæða og metnaðarfulla samband sem við munum eiga í framtíðinni sem er okkur öllum til hagsbóta,“ sagði May.Staða May á breska þinginu veikStaða breska forsætisráðherrans er veik með klofinn Íhaldsflokk í evrópumálum í minnihluta á þingi sem nýtur stuðnings írska Sambandsflokksins. En eitt af því sem tryggja þurfti áður en lengra er haldið í úrsagnarviðræðunum var að landamærin milli Norður Írlands og Írlands verði áfram opin eftir úrsögnina, því Írland er aðildarríki að Evrópusambandinu. Donald Tusk forseti leiðtogaráðs ESB segir Breta verða að viðurkenna bæði gildandi lög og lög sambandsins sem sett yrðu á aðlögunartíma úrsagnarinnar, fjárhagslegar skuldbindingar og dóma. Þá verði allar ákvarðanir á úrsagnartímanum teknar af aðildarríkjunum 27 án aðkomu Breta. „Við erum reiðubúin til að hefja undirbúning að sambandi Breta og Evrópusambandsins varðandi viðskipti. En einnig varðandi baráttuna gegn hryðjuverkum og alþjóðlegum glæpum, sem og í öryggis- og varnarmálum og utanríkisstefnu,“ sagði Tusk eftir fund með May í morgun. Forseti leiðtogaráðsins sagði samninga hins vegar langt í frá í höfn. Átján mánuðir hefðu farið í þennan léttasta hluta úrsagnarviðræðnanna. Nú hefðu samningsaðilar tæpt ár til að ljúka erfiðasta hlutanum um framtíðar samskipti Brelands og Evrópusambandsins. „Verum minnug þess að erfiðasti hjallinn er framundan. Við vitum öll að skilnaður er erfiður. En að skilja og byggja eftir það upp nýtt samband er miklu erfiðara,“ sagði Donal Tusk. Tengdar fréttir Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Theresa May og Jean-Claude Juncker tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. 8. desember 2017 14:40 Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Bretar náðu samkomulagi um skilnaðinn við Evrópusambandið í Brussel í morgun en eiga enn eftir að ná samkomulagi um framtíðar samskipti sín við sambandið, þar með aðgang um að sameiginlegum markaði þess. Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir samningsaðila nú hafa innan við ár til að ljúka við erfiðustu samningana vegna úrsagnar Breta. Thersa May forsætisráðherra Bretlands hefur átt á brattan að sækja heimafyrir vegna þess hve hægt hefur gengið að ná samkomulagi við Evrópusambandið um skilnaðinn við sambandið, það er að segja greiðslur Breta til þess að lokinni úrsögn, réttindi íbúa hinna 27 Evrópusambandsríkjanna í Bretlandi og landamæri Norður Írlands og Írlands. Henni hefur því vafalaust verið létt þegar samkomulag náðist um þessi mál snemma í morgun. Jean-Claude Junker forseti framkvæmdastjórnarinnar sagði samkomulagið í dag byggja á málamiðlunum. „Theresa May forsætisráðherra hefur fullvissað mig um að samkomulagið njóti stuðnings bresku stjórnarinnar. Á þeim grundvelli tel ég að við höfum náð þeim áfanga sem þörf var á. Niðurstaðan í dag er að sjálfsögðu málamiðlun,“ sagði Junker á fundi hans og May með fréttamönnum í Brussel,“ sagði Junker. Nú liggur fyrir hvað Bretar þurfa að greiða Evrópusambandinu að skilnaði vegna kostnaðar við ákvarðanir sem teknar hafa verið í sambandstíð Breta. May segir að um þremur milljónum íbúa evrópulanda í Bretlandi verði tryggðar full réttindi sem og um milljón Bretum sem búa innan Evrópusambandsins. „Ég er full fagna þeim möguleika að sem felst í næsta áfanga viðræðnanna. Þegar við förum að semja um viðskipti og öryggismál. Það jákvæða og metnaðarfulla samband sem við munum eiga í framtíðinni sem er okkur öllum til hagsbóta,“ sagði May.Staða May á breska þinginu veikStaða breska forsætisráðherrans er veik með klofinn Íhaldsflokk í evrópumálum í minnihluta á þingi sem nýtur stuðnings írska Sambandsflokksins. En eitt af því sem tryggja þurfti áður en lengra er haldið í úrsagnarviðræðunum var að landamærin milli Norður Írlands og Írlands verði áfram opin eftir úrsögnina, því Írland er aðildarríki að Evrópusambandinu. Donald Tusk forseti leiðtogaráðs ESB segir Breta verða að viðurkenna bæði gildandi lög og lög sambandsins sem sett yrðu á aðlögunartíma úrsagnarinnar, fjárhagslegar skuldbindingar og dóma. Þá verði allar ákvarðanir á úrsagnartímanum teknar af aðildarríkjunum 27 án aðkomu Breta. „Við erum reiðubúin til að hefja undirbúning að sambandi Breta og Evrópusambandsins varðandi viðskipti. En einnig varðandi baráttuna gegn hryðjuverkum og alþjóðlegum glæpum, sem og í öryggis- og varnarmálum og utanríkisstefnu,“ sagði Tusk eftir fund með May í morgun. Forseti leiðtogaráðsins sagði samninga hins vegar langt í frá í höfn. Átján mánuðir hefðu farið í þennan léttasta hluta úrsagnarviðræðnanna. Nú hefðu samningsaðilar tæpt ár til að ljúka erfiðasta hlutanum um framtíðar samskipti Brelands og Evrópusambandsins. „Verum minnug þess að erfiðasti hjallinn er framundan. Við vitum öll að skilnaður er erfiður. En að skilja og byggja eftir það upp nýtt samband er miklu erfiðara,“ sagði Donal Tusk.
Tengdar fréttir Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Theresa May og Jean-Claude Juncker tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. 8. desember 2017 14:40 Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Theresa May og Jean-Claude Juncker tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. 8. desember 2017 14:40
Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00