Fótbolti

Fyrirliði Perú missir af HM vegna kókaínneyslu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paolo Guerrero missir af HM.
Paolo Guerrero missir af HM. vísir/getty
Paolo Guerrero, fyrirliði og markahæsti leikmaður perúska landsliðsins, hefur verið dæmdur í 12 mánaða keppnisbann af FIFA vegna kókaínneyslu.

Þetta þýðir að Guerrero missir af HM í Rússlandi næsta sumar.

Guerrero, sem er 33 ára, er aðalframherji Perú og hefur skorað 33 mörk í 84 landsleikjum, fleiri en nokkur annar.

Guerrero fór í lyfjapróf eftir leik gegn Argentínu í undankeppni HM 5. október síðastliðinn. Kókaín fannst í sýni hans.

Guerrero lék lengst af í Þýskalandi, með Bayern München og Hamburg. Síðan 2012 hefur hann leikið í Brasilíu, fyrst með Corinthians og svo með Flamengo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×