Meiri hætta af því að reykja rafrettur en margir halda Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. desember 2017 13:00 Fíkniefni og íþróttir eiga ekki samleið Allt að fjögurra ára keppnisbann gæti fylgt því að spila fótbolta eftir að reykja rafrettur (veipa). Þetta kemur fram í pistli sem Reynir Björnsson, læknir, skrifar á heimasíðu KSÍ í dag. Menn hafa þróað hassolíu, kannabis og THC, virka efnið í kannabis, sem hægt er að setja í rafrettur. Það finnst ekki af því nein kannabislykt, af efnunum eru óteljandi nöfn á götunni og engin innihaldslýsing eða styrkur uppgefinn. Rafrettur eru vinsælar á meðal ungs fólks í dag og oft prófað við hinar ýmsu kringumstæður, þó þær séu ekki reyktar daglega. Jafnvel gæti svo komið við að viðkomandi viti ekki að í veipinu sé kannabis, en ekki nikótín. Kannabis er bannað í keppni samkvæmt Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnuninni, WADA. Lyfjapróf eru algeng í knattspyrnuheiminum, sérstaklega í leikjum á vegum UEFA eða FIFA. Greinist leikmaður með kannabis í þvagi eða blóði er það fall á lyfjaprófi. Í framhaldi af falli á lyfjaprófi kærir stofnunin sem þreytti prófið, UEFA/FIFA/WADA/Lyfjaráð ÍSÍ, leikmanninn og málið tekið fyrir dómstóla. Refsingin er keppnisbann, allt frá mánuðum upp í 2-4 ár. „Við vitum til þess að leikmenn hafa prófað þetta og talið hættuna á því að falla á lyfjaprófi enga, eða bara ekkert hugsað út í hana,“ sagði Reynir í pistlinum. „Að ganga í gegnum þetta ferli er gríðarlegt álag á leikmanninn, biðin, dómurinn, dómur götunnar, bannið og áfram væri hægt að telja upp. Ekki er víst að ungur leikmaður standi undir svona dómi og fallið er hátt ef viðkomandi leikmaður er jafnvel kominn í landslið.“ Kannabis getur verið mjög lengi í líkamanum og ómögulegt er að segja fyrir um það hvenær efnið er algjörlega farið úr blóði. Þeir sem hafa reykt kannabis, í formi rafrettu eða ekki, á síðustu vikum eða mánuðum geta ekki tekið þátt í leikjum á vegum KSÍ nema það sé klárt að allt kannabis sé farið úr líkamanum. Pistilinn í heild sinni má lesa hér. Íslenski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Allt að fjögurra ára keppnisbann gæti fylgt því að spila fótbolta eftir að reykja rafrettur (veipa). Þetta kemur fram í pistli sem Reynir Björnsson, læknir, skrifar á heimasíðu KSÍ í dag. Menn hafa þróað hassolíu, kannabis og THC, virka efnið í kannabis, sem hægt er að setja í rafrettur. Það finnst ekki af því nein kannabislykt, af efnunum eru óteljandi nöfn á götunni og engin innihaldslýsing eða styrkur uppgefinn. Rafrettur eru vinsælar á meðal ungs fólks í dag og oft prófað við hinar ýmsu kringumstæður, þó þær séu ekki reyktar daglega. Jafnvel gæti svo komið við að viðkomandi viti ekki að í veipinu sé kannabis, en ekki nikótín. Kannabis er bannað í keppni samkvæmt Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnuninni, WADA. Lyfjapróf eru algeng í knattspyrnuheiminum, sérstaklega í leikjum á vegum UEFA eða FIFA. Greinist leikmaður með kannabis í þvagi eða blóði er það fall á lyfjaprófi. Í framhaldi af falli á lyfjaprófi kærir stofnunin sem þreytti prófið, UEFA/FIFA/WADA/Lyfjaráð ÍSÍ, leikmanninn og málið tekið fyrir dómstóla. Refsingin er keppnisbann, allt frá mánuðum upp í 2-4 ár. „Við vitum til þess að leikmenn hafa prófað þetta og talið hættuna á því að falla á lyfjaprófi enga, eða bara ekkert hugsað út í hana,“ sagði Reynir í pistlinum. „Að ganga í gegnum þetta ferli er gríðarlegt álag á leikmanninn, biðin, dómurinn, dómur götunnar, bannið og áfram væri hægt að telja upp. Ekki er víst að ungur leikmaður standi undir svona dómi og fallið er hátt ef viðkomandi leikmaður er jafnvel kominn í landslið.“ Kannabis getur verið mjög lengi í líkamanum og ómögulegt er að segja fyrir um það hvenær efnið er algjörlega farið úr blóði. Þeir sem hafa reykt kannabis, í formi rafrettu eða ekki, á síðustu vikum eða mánuðum geta ekki tekið þátt í leikjum á vegum KSÍ nema það sé klárt að allt kannabis sé farið úr líkamanum. Pistilinn í heild sinni má lesa hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira