Hjartasteinn vinnur EUFA verðlaunin og hefur nú unnið til 45 alþjóðlegra verðlauna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. desember 2017 23:55 Hjartasteinn hefur unnið fjölmörg alþjóðleg verðlaun. Tilkynnt hefur verið að Hjartasteinn, kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, mun hljóta EUFA verðlaunin í ár. EUFA verðlaunin verða afhent í Berlín á morgun, 8. desember, og mun Guðmundur Arnar leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar verður viðstaddur verðlaunaafhendinguna. EUFA verðlaunin eru á vegum Evrópsku Kvikmyndaakademíunnar, Kvikmyndahátíðarinnar í Hamburg og Kvikmyndaverðlauna Quebec Háskóla, í samstarfi við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Af þeim 66 kvikmyndum sem voru í forvali fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru fimm þeirra tilnefndar til EUFA verðlaunanna í ár. Myndirnar fimmvoru sýndar og ræddar í 20 háskólum í 20 Evrópulöndum og í kjölfarið komst hver skóli að niðurstöðu um hver væri besta myndin að þeirra mati. Þetta er annað árið sem EUFA verðlaunin fara fram. Í fyrra vann hin margverðlaunaða kvikmynd Ken Loach, I, Daniel Blake, til verðlaunanna. Myndin Hjartasteinn var nýlega valin besta LGBT kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cape Town í Suður Afríku, vann áhorfendaverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Ljubljana í Slóveníu, vann dómnefndarverðlaun á Chéries-Chéris kvikmyndahátíðinni í Frakklandi og var valin besta myndin á Cinedays – hátíð evrópskra kvikmynda í Skopje í Makedóníu. Auk þess vann hún áhorfendaverðlaun og dómnefndarverðlaun ungmenna á Du grain à démoudre kvikmyndahátíðinni í Frakklandi. Hjartasteinn vann níu Edduverðlaun í febrúar og hefur nú einnig unnið 45 alþjóðleg verðlaun. Tengdar fréttir Hjartasteinn valin á stuttlista LUX Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. 3. júlí 2017 15:30 Hjartasteinn tilnefnd til evrópskra verðlauna Almenninar sýningar hefjast í Bandaríkjunum. 10. október 2017 13:59 Hjartasteinn tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Verðlaunaafhendingin mun fara fram miðvikudaginn 1. nóvember 2017 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. 22. ágúst 2017 18:00 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tilkynnt hefur verið að Hjartasteinn, kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, mun hljóta EUFA verðlaunin í ár. EUFA verðlaunin verða afhent í Berlín á morgun, 8. desember, og mun Guðmundur Arnar leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar verður viðstaddur verðlaunaafhendinguna. EUFA verðlaunin eru á vegum Evrópsku Kvikmyndaakademíunnar, Kvikmyndahátíðarinnar í Hamburg og Kvikmyndaverðlauna Quebec Háskóla, í samstarfi við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Af þeim 66 kvikmyndum sem voru í forvali fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru fimm þeirra tilnefndar til EUFA verðlaunanna í ár. Myndirnar fimmvoru sýndar og ræddar í 20 háskólum í 20 Evrópulöndum og í kjölfarið komst hver skóli að niðurstöðu um hver væri besta myndin að þeirra mati. Þetta er annað árið sem EUFA verðlaunin fara fram. Í fyrra vann hin margverðlaunaða kvikmynd Ken Loach, I, Daniel Blake, til verðlaunanna. Myndin Hjartasteinn var nýlega valin besta LGBT kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cape Town í Suður Afríku, vann áhorfendaverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Ljubljana í Slóveníu, vann dómnefndarverðlaun á Chéries-Chéris kvikmyndahátíðinni í Frakklandi og var valin besta myndin á Cinedays – hátíð evrópskra kvikmynda í Skopje í Makedóníu. Auk þess vann hún áhorfendaverðlaun og dómnefndarverðlaun ungmenna á Du grain à démoudre kvikmyndahátíðinni í Frakklandi. Hjartasteinn vann níu Edduverðlaun í febrúar og hefur nú einnig unnið 45 alþjóðleg verðlaun.
Tengdar fréttir Hjartasteinn valin á stuttlista LUX Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. 3. júlí 2017 15:30 Hjartasteinn tilnefnd til evrópskra verðlauna Almenninar sýningar hefjast í Bandaríkjunum. 10. október 2017 13:59 Hjartasteinn tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Verðlaunaafhendingin mun fara fram miðvikudaginn 1. nóvember 2017 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. 22. ágúst 2017 18:00 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hjartasteinn valin á stuttlista LUX Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. 3. júlí 2017 15:30
Hjartasteinn tilnefnd til evrópskra verðlauna Almenninar sýningar hefjast í Bandaríkjunum. 10. október 2017 13:59
Hjartasteinn tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Verðlaunaafhendingin mun fara fram miðvikudaginn 1. nóvember 2017 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. 22. ágúst 2017 18:00