Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2017 09:42 Flynn á landsfundi repúblikana í fyrra þar sem hann leiddi viðstadda í að hrópa slagorð um að fangelsa Hillary Clinton. Nú er það hins vegar Flynn sem gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist. Vísir/AFP Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, sagði fyrrverandi viðskiptafélaga sínum að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ um leið og Trump tæki við völdum. Þetta fullyrðir vitni sem hefur rætt við þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Vitnið segir að Flynn hafi sent viðskiptafélaganum textaskilaboð á sama tíma og Trump var svarinn í embætti við hátíðlega athöfn í janúar. Áform um að reisa kjarnorkuver í Mið-Austurlöndum í samstarfi við rússneska aðila gætu því haldið áfram. Refsiaðgerðirnar höfðu verið Þrándur í Götu áformanna. Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafði beitt Rússa refsiaðgerðum, fyrst fyrir innlimun þeirra á Krímskaga og síðan vegna afskipta þeirra af kosningunum. Washington Post segir að framburður vitnisins bendi til þess að ríkisstjórn Trump hafi ætlað að aflétta refsiaðgerðunum. Bandaríkjaþing samþykkti hins vegar frekari refsiaðgerðir í ágúst.„Þetta á eftir að búa til mikið af ríku fólki“Vitnið segir að Alex Copson, fyrrverandi viðskiptafélagi Flynn, hafi sýnt sér skilaboðin frá Flynn sem var þá uppi á sviðinu þar sem Trump var að halda jómfrúarræðu sína sem forseti. „Mike er að undirbúa allt fyrir okkur. Þetta á eftir að búa til mikið af mjög ríku fólki,“ segir vitnið að Copson hafi sagt við sig. Vitninu hafi þótt samtalið afar óþægilegt og skrifaði því hjá sér punkta um samtalið. Flynn starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki Copson. Hann tók meðal annars þátt í áætlununum um kjarnorkuverin í Mið-Austurlöndum, að hluta til á sama tíma og hann var háttsettur ráðgjafi Trump. Flynn greindi hins vegar ekki strax frá tengslum sínum við fyrirtæki Copson og rágjafastörfum fyrir erlenda aðila. Þjóðaröryggisráðgjafinn fyrrverandi játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra í síðustu viku. Þá kom fram að hann vinnur með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, sagði fyrrverandi viðskiptafélaga sínum að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ um leið og Trump tæki við völdum. Þetta fullyrðir vitni sem hefur rætt við þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Vitnið segir að Flynn hafi sent viðskiptafélaganum textaskilaboð á sama tíma og Trump var svarinn í embætti við hátíðlega athöfn í janúar. Áform um að reisa kjarnorkuver í Mið-Austurlöndum í samstarfi við rússneska aðila gætu því haldið áfram. Refsiaðgerðirnar höfðu verið Þrándur í Götu áformanna. Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafði beitt Rússa refsiaðgerðum, fyrst fyrir innlimun þeirra á Krímskaga og síðan vegna afskipta þeirra af kosningunum. Washington Post segir að framburður vitnisins bendi til þess að ríkisstjórn Trump hafi ætlað að aflétta refsiaðgerðunum. Bandaríkjaþing samþykkti hins vegar frekari refsiaðgerðir í ágúst.„Þetta á eftir að búa til mikið af ríku fólki“Vitnið segir að Alex Copson, fyrrverandi viðskiptafélagi Flynn, hafi sýnt sér skilaboðin frá Flynn sem var þá uppi á sviðinu þar sem Trump var að halda jómfrúarræðu sína sem forseti. „Mike er að undirbúa allt fyrir okkur. Þetta á eftir að búa til mikið af mjög ríku fólki,“ segir vitnið að Copson hafi sagt við sig. Vitninu hafi þótt samtalið afar óþægilegt og skrifaði því hjá sér punkta um samtalið. Flynn starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki Copson. Hann tók meðal annars þátt í áætlununum um kjarnorkuverin í Mið-Austurlöndum, að hluta til á sama tíma og hann var háttsettur ráðgjafi Trump. Flynn greindi hins vegar ekki strax frá tengslum sínum við fyrirtæki Copson og rágjafastörfum fyrir erlenda aðila. Þjóðaröryggisráðgjafinn fyrrverandi játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra í síðustu viku. Þá kom fram að hann vinnur með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30
Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51
Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30