Þarna fór Isavia yfir strikið Kári Jónasson skrifar 7. desember 2017 07:00 Eiginlega er ríkisfyrirtækið Isavia ríki í ríkinu og lifir sjálfstæðu lífi utan allra siðferðilegra marka að manni finnst. Síðasta útspil fyrirtækisins sem hljóðar upp á að taka tæplega 20 þúsund krónur fyrir að leyfa rútu að hafa viðdvöl við flugstöðina í kannski eina klukkustund, eða lengur eða skemur. Það er eitt að taka sanngjarnt gjald fyrir bílastæði eins og ég hef reyndar alloft bent á í opinberri umræðu, eða að skella þessu gjaldi á svo til fyrirvaralaust. Það er eins og menn skilji aldrei að gjöld og álögur á ferðaþjónustuna verður að tilkynna með minnst eins til eins og hálfs árs fyrirvara – þetta er ekki bara eins og þegar kaupmaðurinn hækkar verðið á kjötfarsinu eftir helgi og enginn tekur eftir því . Í ferðaþjónustunni gilda allt önnur lögmál, eins og forráðamenn Isavia ættu að vita. Þetta rútubílastæðagjald virðist vera lagt á til að standa undir einhverri annarri starfsemi við flugstöðina en bílastæðum fyrir rútur. Þá er það spurning hvers vegna rútufyrirtækin og þar með rútufarþegar eigi að standa undir annarri starfsemi á staðnum. Stjórnendur fyrirtækisins segjast vera í samkeppni við aðra flugvelli, en það er svolítið skondið að það sé mun ódýrara að hafa stóra þotu á flugvélastæðinu í sex tíma en nokkrar rútur í skamman tíma á rútustæðinu. Þetta sýnir kannski fáránleikann í málinu. Sum stóru rútufyrirtækin hafa sagt að þau verði að greiða hátt í hálfa milljón á dag fyrir að sækja farþega á völlinn. Lítið fyrirtæki sem ég vinn svolítið fyrir sýnist mér að þurfi að greiða næstum fjórar milljónir næsta sumar. Isavia , skilst mér, heyrir undir tvo ráðherra; þ.e. fjármálaráðherra sem fer með hlutaféð og svo samgönguráðherra. Líklega kemur ferðamálaráðherrann þarna líka við sögu beint eða óbeint. Þessir þrír ráðherrar hljóta að láta til sín taka varðandi þetta mál – annað er óhugsandi. Að lokum: Það er sjálfsagt að greiða fyrir bílastæðin, en ekki þessa ótrúlegu upphæð. Höfundur er leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Jónasson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Eiginlega er ríkisfyrirtækið Isavia ríki í ríkinu og lifir sjálfstæðu lífi utan allra siðferðilegra marka að manni finnst. Síðasta útspil fyrirtækisins sem hljóðar upp á að taka tæplega 20 þúsund krónur fyrir að leyfa rútu að hafa viðdvöl við flugstöðina í kannski eina klukkustund, eða lengur eða skemur. Það er eitt að taka sanngjarnt gjald fyrir bílastæði eins og ég hef reyndar alloft bent á í opinberri umræðu, eða að skella þessu gjaldi á svo til fyrirvaralaust. Það er eins og menn skilji aldrei að gjöld og álögur á ferðaþjónustuna verður að tilkynna með minnst eins til eins og hálfs árs fyrirvara – þetta er ekki bara eins og þegar kaupmaðurinn hækkar verðið á kjötfarsinu eftir helgi og enginn tekur eftir því . Í ferðaþjónustunni gilda allt önnur lögmál, eins og forráðamenn Isavia ættu að vita. Þetta rútubílastæðagjald virðist vera lagt á til að standa undir einhverri annarri starfsemi við flugstöðina en bílastæðum fyrir rútur. Þá er það spurning hvers vegna rútufyrirtækin og þar með rútufarþegar eigi að standa undir annarri starfsemi á staðnum. Stjórnendur fyrirtækisins segjast vera í samkeppni við aðra flugvelli, en það er svolítið skondið að það sé mun ódýrara að hafa stóra þotu á flugvélastæðinu í sex tíma en nokkrar rútur í skamman tíma á rútustæðinu. Þetta sýnir kannski fáránleikann í málinu. Sum stóru rútufyrirtækin hafa sagt að þau verði að greiða hátt í hálfa milljón á dag fyrir að sækja farþega á völlinn. Lítið fyrirtæki sem ég vinn svolítið fyrir sýnist mér að þurfi að greiða næstum fjórar milljónir næsta sumar. Isavia , skilst mér, heyrir undir tvo ráðherra; þ.e. fjármálaráðherra sem fer með hlutaféð og svo samgönguráðherra. Líklega kemur ferðamálaráðherrann þarna líka við sögu beint eða óbeint. Þessir þrír ráðherrar hljóta að láta til sín taka varðandi þetta mál – annað er óhugsandi. Að lokum: Það er sjálfsagt að greiða fyrir bílastæðin, en ekki þessa ótrúlegu upphæð. Höfundur er leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun