Forsætisráðherra boðar breytingar í nýju fjárlagafrumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin afgreiddi í dag allar helstu tillögur fjárlagafrumvarps næsta árs og er reiknað með að Alþingi komi saman á fimmtudag í næstu viku. Forsætisráðherra segir að verulega verði bætt við fjármagni til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála en endanleg stefna stjórnvalda til næstu fimm ára líti dagsins ljós í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar töluverðar breytingar í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar frá frumvarpi fyrri stjórnar. En að loknum ríkisstjórnarfundi í dag var boðað til þingflokksfunda hjá stjórnarflokkunum. Þar var farið yfir tillögur ríkisstjórnarinnar eftir fund hennar í morgun. „Það má segja að við höfum gengið frá stóru línunum í fjárlagafrumvarpinu. Það er einhver lokafrágangur á einstökum liðum eftir. Við stefnum á að ljúka honum í dag og þar með á að vera hægt að halda áfram með að undirbúa fjárlagafrumvarp sem verður þá lagt fram um miðjan mánuðinn,“ segir Katrín. En þótt ríkisstjórnin hafi gengið frá sínum áherslum eigi eftir að skrifa frumvarpið og reikna upp talnagrunn þess miðað við nýjustu þjóðahagsspá og annað slíkt áður en það verði þingtækt. Reiknað er með að þing komi saman á fimmtudag í næstu viku og umræða um fjárlögin hefjist daginn eftir. Frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða afgangi. Katrín segir afkomuhorfur betri en áður var talið og aðgerðir stjórnarinar taki mið af því og þeim mikla afgangi sem sé til staðar til að ráðast í nauðsynlegr úrbætur. „En það liggur líka fyrir að við munum ekki ná að leysa öll vandamál í þessu fjárlagafrumvarpi. Stóru línurnar varðandi hina pólitísku stefnumótun þessarar ríkisstjórnar eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu munu britast í fjármálaáætlun sem lögð verður fyrir þingið á vormánuðum. En það er hins vegar verið að ráðst í brýn verkefni sem við metum mjög nauðsynleg til að mynda á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála, svo ég nefni eitthvað,“ segir Katrín. Það muni sjást stærri upphæðir í þessum málaflokkum en í frumvarpi fráfarandi stjórnar. „Og líka í málaflokkum sem við leggjum sérstaka pólitíska áherlsu á. Ég vil nefna umhverfismálin þar sérstaklega. En líka málefni sem lúta að meðferð kynferðisbrota. Þarna eru sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar sem munu sjást í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir forsætisráðherra. Þá reiknar Katrín með að málalisti hvers ráðherra fyrir sig fyrir komandi þing liggi fyrir í vikulokin og síðan þurfi að horfa til lengri tíma varðandi tekju- og gjaldhliðar ríkisfjármálanna. Vonandi takist líka að ljúka frumvarpi um notendastýrða persónulega aðstoð fatlaðra (NPA). „Félagsmálaráðherra hefur þegar óskað eftir tilnefningum allra flokka í samráðshóp um þau mál. Það er lögð mikil áhersla á þau mál hjá nýja félags- og jafnréttismálaráðherranum.“Þannig að þið vonist til að þetta klárist fyrir áramót?„Það er unnið að því. Það hefur verið markmið ekki bara okkar sem sitjum í ríkisstjórn heldur allra flokka á Alþingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ríkisstjórnin afgreiddi í dag allar helstu tillögur fjárlagafrumvarps næsta árs og er reiknað með að Alþingi komi saman á fimmtudag í næstu viku. Forsætisráðherra segir að verulega verði bætt við fjármagni til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála en endanleg stefna stjórnvalda til næstu fimm ára líti dagsins ljós í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar töluverðar breytingar í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar frá frumvarpi fyrri stjórnar. En að loknum ríkisstjórnarfundi í dag var boðað til þingflokksfunda hjá stjórnarflokkunum. Þar var farið yfir tillögur ríkisstjórnarinnar eftir fund hennar í morgun. „Það má segja að við höfum gengið frá stóru línunum í fjárlagafrumvarpinu. Það er einhver lokafrágangur á einstökum liðum eftir. Við stefnum á að ljúka honum í dag og þar með á að vera hægt að halda áfram með að undirbúa fjárlagafrumvarp sem verður þá lagt fram um miðjan mánuðinn,“ segir Katrín. En þótt ríkisstjórnin hafi gengið frá sínum áherslum eigi eftir að skrifa frumvarpið og reikna upp talnagrunn þess miðað við nýjustu þjóðahagsspá og annað slíkt áður en það verði þingtækt. Reiknað er með að þing komi saman á fimmtudag í næstu viku og umræða um fjárlögin hefjist daginn eftir. Frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða afgangi. Katrín segir afkomuhorfur betri en áður var talið og aðgerðir stjórnarinar taki mið af því og þeim mikla afgangi sem sé til staðar til að ráðast í nauðsynlegr úrbætur. „En það liggur líka fyrir að við munum ekki ná að leysa öll vandamál í þessu fjárlagafrumvarpi. Stóru línurnar varðandi hina pólitísku stefnumótun þessarar ríkisstjórnar eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu munu britast í fjármálaáætlun sem lögð verður fyrir þingið á vormánuðum. En það er hins vegar verið að ráðst í brýn verkefni sem við metum mjög nauðsynleg til að mynda á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála, svo ég nefni eitthvað,“ segir Katrín. Það muni sjást stærri upphæðir í þessum málaflokkum en í frumvarpi fráfarandi stjórnar. „Og líka í málaflokkum sem við leggjum sérstaka pólitíska áherlsu á. Ég vil nefna umhverfismálin þar sérstaklega. En líka málefni sem lúta að meðferð kynferðisbrota. Þarna eru sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar sem munu sjást í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir forsætisráðherra. Þá reiknar Katrín með að málalisti hvers ráðherra fyrir sig fyrir komandi þing liggi fyrir í vikulokin og síðan þurfi að horfa til lengri tíma varðandi tekju- og gjaldhliðar ríkisfjármálanna. Vonandi takist líka að ljúka frumvarpi um notendastýrða persónulega aðstoð fatlaðra (NPA). „Félagsmálaráðherra hefur þegar óskað eftir tilnefningum allra flokka í samráðshóp um þau mál. Það er lögð mikil áhersla á þau mál hjá nýja félags- og jafnréttismálaráðherranum.“Þannig að þið vonist til að þetta klárist fyrir áramót?„Það er unnið að því. Það hefur verið markmið ekki bara okkar sem sitjum í ríkisstjórn heldur allra flokka á Alþingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira