Á hlíðarlínunni Ellert B. Schram skrifar 6. desember 2017 07:00 Ný ríkisstjórn hefur verið skipuð. Við óskum henni góðs gengis, þótt stjórnarsáttmálinn varðandi málefni eldri borgara sé rýr, miðað við kosningaloforðin. Jú, frítekjumarkinu er breytt, fólk getur aflað sér viðbótartekna upp í 100 þúsund krónur mánaðarlega, án þess að sú upphæð sé dregin frá greiðslum frá almannatryggingum. Ég leyfi mér að fullyrða að sú breyting náðist fram fyrir baráttu og málflutning samtaka eldri borgara landsins. Það er spor í rétta átt og svo er tekið fram í stjórnarsáttmálanum að „kerfið“ verði endurskoðað. Gott og vel, vonandi tekur það ekki tíu ár (eins og síðast) að leggja fram breytingar á mannréttindum og lífskjörum þeirra, sem sitja við „bætur“, sem eru (vel) illa undir framfærslumörkum. Staðreyndin er sú, að enn er langt í land hvað elstu borgarana varðar. Málflutningi og kröfum eldri borgara um margvíslegar leiðréttingar hefur því miður ekki verið sinnt sem skyldi. Jú, ýjað er að því að leggja eigi meiri peninga í hjúkrunarrými í þágu eldri borgara til að efla þjónustu og bæta lífsskilyrði aldraðra. Veita afslátt, lækka verð á meðölum, hjúkrun og almennri þjónustu. Vonandi er þetta ekki sýnd veiði en ekki gefin, eins og svo oft áður. Við megum ekki gleyma þeirri staðreynd að meðalaldur hækkar, fleiri og fleiri eldast og spár um hækkandi aldur komandi kynslóða blasa við. Með öðrum orðum, við erum ekki einvörðungu að tala um gamla fólkið í dag, heldur líka á morgun og á komandi árum. Það er skylda stjórnmálanna og ríkisvaldsins að hlynna að fólkinu, sem náð hefur og nær háum aldri. Núlifandi og komandi kynslóðum. Þetta viðfangsefni snýst ekki eingöngu um mína jafnaldra, heldur framtíðina að auki. Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar og skora á fulltrúa hennar, að hlusta á og virða af alvöru, samtök, talsmenn og aldraða sjálfa, þegar kemur að þjónustu og lífskjörum eldri borgara. Þeir eiga það skilið, þeir eiga það inni. Við sitjum að vísu á hliðarlínunni, en við eigum málstað og réttlæti, sem á erindi við þá sem ráða. Tökum nú höndum saman, þið á vellinum, við á hliðarlínunni. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur verið skipuð. Við óskum henni góðs gengis, þótt stjórnarsáttmálinn varðandi málefni eldri borgara sé rýr, miðað við kosningaloforðin. Jú, frítekjumarkinu er breytt, fólk getur aflað sér viðbótartekna upp í 100 þúsund krónur mánaðarlega, án þess að sú upphæð sé dregin frá greiðslum frá almannatryggingum. Ég leyfi mér að fullyrða að sú breyting náðist fram fyrir baráttu og málflutning samtaka eldri borgara landsins. Það er spor í rétta átt og svo er tekið fram í stjórnarsáttmálanum að „kerfið“ verði endurskoðað. Gott og vel, vonandi tekur það ekki tíu ár (eins og síðast) að leggja fram breytingar á mannréttindum og lífskjörum þeirra, sem sitja við „bætur“, sem eru (vel) illa undir framfærslumörkum. Staðreyndin er sú, að enn er langt í land hvað elstu borgarana varðar. Málflutningi og kröfum eldri borgara um margvíslegar leiðréttingar hefur því miður ekki verið sinnt sem skyldi. Jú, ýjað er að því að leggja eigi meiri peninga í hjúkrunarrými í þágu eldri borgara til að efla þjónustu og bæta lífsskilyrði aldraðra. Veita afslátt, lækka verð á meðölum, hjúkrun og almennri þjónustu. Vonandi er þetta ekki sýnd veiði en ekki gefin, eins og svo oft áður. Við megum ekki gleyma þeirri staðreynd að meðalaldur hækkar, fleiri og fleiri eldast og spár um hækkandi aldur komandi kynslóða blasa við. Með öðrum orðum, við erum ekki einvörðungu að tala um gamla fólkið í dag, heldur líka á morgun og á komandi árum. Það er skylda stjórnmálanna og ríkisvaldsins að hlynna að fólkinu, sem náð hefur og nær háum aldri. Núlifandi og komandi kynslóðum. Þetta viðfangsefni snýst ekki eingöngu um mína jafnaldra, heldur framtíðina að auki. Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar og skora á fulltrúa hennar, að hlusta á og virða af alvöru, samtök, talsmenn og aldraða sjálfa, þegar kemur að þjónustu og lífskjörum eldri borgara. Þeir eiga það skilið, þeir eiga það inni. Við sitjum að vísu á hliðarlínunni, en við eigum málstað og réttlæti, sem á erindi við þá sem ráða. Tökum nú höndum saman, þið á vellinum, við á hliðarlínunni. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun