Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2017 15:18 Manafort hefur lýst yfir sakleysi sínu. Vísir/AFP Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa rift samkomulagi við Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Donalds Trump, um að hann fái lausn gegn tryggingu á meðan hann bíður réttarhalda. Ástæðan er sú að Manafort hafi tekið þátt í að skrifa leiðara með rússneskum samstarfsmanni með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna á laun. Manafort var ákærður fyrir samsæri um peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem útsendara ríkisstjórnar Úkraínu auk fleiri brota af Robert Mueller, sérstökum rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í lok október. Hann gerði samkomulag við saksóknara í síðustu viku um að hann yrði látinn laus úr stofufangelsi gegn tryggingu. Nú hafa saksóknararnir hins vegar dregið stuðning sinn við samkomulagið til baka og fullyrða að rússneskur samstarfsmaður Manafort sé talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Hvetja þeir dómarann í málinu til að hafna samkomulaginu.Brýtur gegn dómsúrskurði um að hafa ekki áhrif á kviðdómendurMeð því að taka þátt í að skrifa leiðara á ensku með manninum þar sem haldið var uppi vörnum fyrir störf Manafort fyrir stjórnmálaflokk hliðhollan Rússlandi í Úkraínu telja saksóknararnir að Manafort hafi brotið gegn dómsúrskurði sem bannar málsaðilum að tjá sig um málið opinberlega á hátt sem gæti haft áhrif á kviðdómendur.Reuters-fréttastofan segir að leiðarinn hafi aldrei birst vegna þess að saksóknararnir hafi varað lögmenn Manafort við því. Manafort hafi unnið að leiðaranum á bak við tjöldin svo seint sem 30. nóvember.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti sem saksóknarar haldi því fram að starfsmaður forsetaframboðs Trump hafi haft bein samskipti við einstakling sem tengist rússnesku leyniþjónustunni. Manafort var kosningarstjóri Trump þangað til í ágúst í fyrra. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá aðilum sem tengjast Rússum í Úkraínu. Í ákæru Mueller er Manafort meðal annars gefið að sök að hafa stungið fé undan skatti sem hann fékk fyrir störf sín sem erindreki erlendra ríkja. Bæði Manafort og Rick Gates, samstarfsmaður hans til margra ára sem einnig var ákærður, lýstu sig saklausa þegar ákærurnar gegn þeim voru teknar fyrir í haust. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa rift samkomulagi við Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Donalds Trump, um að hann fái lausn gegn tryggingu á meðan hann bíður réttarhalda. Ástæðan er sú að Manafort hafi tekið þátt í að skrifa leiðara með rússneskum samstarfsmanni með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna á laun. Manafort var ákærður fyrir samsæri um peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem útsendara ríkisstjórnar Úkraínu auk fleiri brota af Robert Mueller, sérstökum rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í lok október. Hann gerði samkomulag við saksóknara í síðustu viku um að hann yrði látinn laus úr stofufangelsi gegn tryggingu. Nú hafa saksóknararnir hins vegar dregið stuðning sinn við samkomulagið til baka og fullyrða að rússneskur samstarfsmaður Manafort sé talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Hvetja þeir dómarann í málinu til að hafna samkomulaginu.Brýtur gegn dómsúrskurði um að hafa ekki áhrif á kviðdómendurMeð því að taka þátt í að skrifa leiðara á ensku með manninum þar sem haldið var uppi vörnum fyrir störf Manafort fyrir stjórnmálaflokk hliðhollan Rússlandi í Úkraínu telja saksóknararnir að Manafort hafi brotið gegn dómsúrskurði sem bannar málsaðilum að tjá sig um málið opinberlega á hátt sem gæti haft áhrif á kviðdómendur.Reuters-fréttastofan segir að leiðarinn hafi aldrei birst vegna þess að saksóknararnir hafi varað lögmenn Manafort við því. Manafort hafi unnið að leiðaranum á bak við tjöldin svo seint sem 30. nóvember.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti sem saksóknarar haldi því fram að starfsmaður forsetaframboðs Trump hafi haft bein samskipti við einstakling sem tengist rússnesku leyniþjónustunni. Manafort var kosningarstjóri Trump þangað til í ágúst í fyrra. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá aðilum sem tengjast Rússum í Úkraínu. Í ákæru Mueller er Manafort meðal annars gefið að sök að hafa stungið fé undan skatti sem hann fékk fyrir störf sín sem erindreki erlendra ríkja. Bæði Manafort og Rick Gates, samstarfsmaður hans til margra ára sem einnig var ákærður, lýstu sig saklausa þegar ákærurnar gegn þeim voru teknar fyrir í haust.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26