Endurhæfing Kolbeins gengur vonum framar | Gæti spilað í febrúar Ríkharð Óskar Guðnason skrifar 5. desember 2017 11:30 Kolbeinn hefur ekki spilað með Nantes í meira en eitt og hálft ár. vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson stefnir að því að spila sinn fyrsta leik með Nantes í Frakklandi í febrúar. Kolbeinn hefur ekki spilað síðan á EM í Frakklandi í fyrrasumar. Kolbeinn hefur verið að glíma við afar erfið meiðsli í hné og hefur endurhæfing ekki borið tilætlaðan árangur hingað til. Sjá einnig: Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Hann er nú staddur í Katar við Persaflóann þar sem hann mun vera í endurhæfingu í desember. Að sögn Andra Sigþórssonar, umboðsmanns og bróður hans, er Kolbeinn kominn á 65-70 prósent hraða og loksins byrjaður að æfa með bolta. Kolbeinn er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 22 mörk og vantar þrjú mörk upp á að jafna met Eiðs Smára Guðjohnsen. Hann er 27 ára og hefur spilað 44 landsleiki. Nantes er í fimmta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í 26 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hefur ekki spilað með liðinu síðan í apríl 2016. Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í byrjun nóvember að Kolbeinn væri byrjaður að hlaupa án þess að finna fyrir verkjum eða bólgum. Sjá einnig: Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum „Kolbeinn er að fara af stað. Spennandi að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sín löngu meiðsli. Auðvitað möguleiki fyrir hann eins og aðra að komast í hópinn ef hann kemst af stað,“ sagði Heimir þá. Kolbeinn var lykilmaður í íslenska landsliðinu þegar hann var heill og var í byrjunarliði Íslands á öllum leikjum þess á EM í Frakklandi. Hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 2-1 sigri í 16-liða úrslitum keppninnar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. 13. júlí 2017 11:00 Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Kolbeinn Sigþórsson, maðurinn sem skaut enska landsliðið af EM í Frakklandi, hefur ekki spilað fótbolta síðan í byrjun júlí. Erfið og óútskýrð hnémeiðsli hafa nú sett stórt spurningarmerki við feril hans. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson stefnir að því að spila sinn fyrsta leik með Nantes í Frakklandi í febrúar. Kolbeinn hefur ekki spilað síðan á EM í Frakklandi í fyrrasumar. Kolbeinn hefur verið að glíma við afar erfið meiðsli í hné og hefur endurhæfing ekki borið tilætlaðan árangur hingað til. Sjá einnig: Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Hann er nú staddur í Katar við Persaflóann þar sem hann mun vera í endurhæfingu í desember. Að sögn Andra Sigþórssonar, umboðsmanns og bróður hans, er Kolbeinn kominn á 65-70 prósent hraða og loksins byrjaður að æfa með bolta. Kolbeinn er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 22 mörk og vantar þrjú mörk upp á að jafna met Eiðs Smára Guðjohnsen. Hann er 27 ára og hefur spilað 44 landsleiki. Nantes er í fimmta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í 26 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hefur ekki spilað með liðinu síðan í apríl 2016. Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í byrjun nóvember að Kolbeinn væri byrjaður að hlaupa án þess að finna fyrir verkjum eða bólgum. Sjá einnig: Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum „Kolbeinn er að fara af stað. Spennandi að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sín löngu meiðsli. Auðvitað möguleiki fyrir hann eins og aðra að komast í hópinn ef hann kemst af stað,“ sagði Heimir þá. Kolbeinn var lykilmaður í íslenska landsliðinu þegar hann var heill og var í byrjunarliði Íslands á öllum leikjum þess á EM í Frakklandi. Hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 2-1 sigri í 16-liða úrslitum keppninnar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. 13. júlí 2017 11:00 Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Kolbeinn Sigþórsson, maðurinn sem skaut enska landsliðið af EM í Frakklandi, hefur ekki spilað fótbolta síðan í byrjun júlí. Erfið og óútskýrð hnémeiðsli hafa nú sett stórt spurningarmerki við feril hans. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50
Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. 13. júlí 2017 11:00
Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Kolbeinn Sigþórsson, maðurinn sem skaut enska landsliðið af EM í Frakklandi, hefur ekki spilað fótbolta síðan í byrjun júlí. Erfið og óútskýrð hnémeiðsli hafa nú sett stórt spurningarmerki við feril hans. 14. janúar 2017 07:00