Ríkisstjórnin lýkur afgreiðslu fjárlagafrumvarps að mestu í dag Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2017 11:30 Frá fyrsta fundi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á föstudag. vísir/eyþór Forsætisráðherra reiknar með að ríkisstjórninni takist að ganga frá öllum helstu fjárlagatillögum sínum á fundi sem hófst í forsætisráðuneytinu í morgun. Þá eigi eftir að ganga frá fjárlagafrumvarpinu en reiknað sé með að Alþingi komi saman um miðjan desember. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt sinn fyrsta ríkisstjórnarfund á lýðveldisdaginn 1. desember á föstudag, daginn eftir að hún tók formlega við á Bessastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast til að allar helstu fjárlagatillögur verði afgreiddar á fundi ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan hálf tíu. „Ég vona það. Við auðvitað settum alla til verka núna á föstudaginn, á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar. Auðvitað vorum við aðeins búin að undirbúa stóru línurnar í stjórnarmyndunarviðræðunum.Þetta er auðvitað mikið verk en ég veit að það hefur verið unnið alla helgina í öllum ráðuneytum. Þannig að ég vonast til að við getum gengið frá þessu að mestu leyti á eftir,“ sagði forsætisráðherra rétt áður en ríkisstjórnarfundurinn hófst. Nú eru átján dagar til jóla og innan þeirra daga eru tvær helgar. Reiknað er með að Alþingi starfi einnig á milli jóla og nýárs en þrír virkir dagar eru á milli hátíðanna að þessu sinni. „Það tekur tíma eftir afgreiðslu fjárlaga út úr ríkisstjórn að ganga frá fjárlagafrumvarpinu þannig að það sé tækt til útbýtingar á Alþingi. Þannig að Alþingi mun ekki geta komið saman fyrr en um miðjan desmeber. Við munum ræða þingsetninguna hér á fundi á eftir,“ segir forsætisráðherra. Reikna þurfi upp allar stærðir, uppfæra töflur og talnagrunn frumvarpsins frá grunni og semja nýjan stefnutexta. Þá eiga þingflokkar stjórnarflokkanna eftir að afgreiða frumvarpið. Venjulega tekur marga mánuði að setja saman fjárlagafrumvarp og Alþingi hefur það síðan alla jafna til meðferðar í um fjóra mánuði þannig að aðstæður eru all óvenjulegar að þessu sinni vegna kosninganna í lok október. Katrín segir miklar breytingar verða á fjárlagafrumvarpinu frá frumvarpi síðustu stjórnar. „Að sjálfsögðu verða verulegar breytingar og væntanlega verður lögð fram samhliða frumvarpinu fjármálastefna til lengri tíma þar sem líka mun kveða við nýjan tón. En síðan má segja að stóra stefnumótunin liggi fyrir í vor þegar fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram.“Þannig að þetta er allt að smella saman hjá ykkur? „Ég vænti þess að við getum komist mjög langt á fundinum á eftir,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Forsætisráðherra reiknar með að ríkisstjórninni takist að ganga frá öllum helstu fjárlagatillögum sínum á fundi sem hófst í forsætisráðuneytinu í morgun. Þá eigi eftir að ganga frá fjárlagafrumvarpinu en reiknað sé með að Alþingi komi saman um miðjan desember. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt sinn fyrsta ríkisstjórnarfund á lýðveldisdaginn 1. desember á föstudag, daginn eftir að hún tók formlega við á Bessastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast til að allar helstu fjárlagatillögur verði afgreiddar á fundi ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan hálf tíu. „Ég vona það. Við auðvitað settum alla til verka núna á föstudaginn, á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar. Auðvitað vorum við aðeins búin að undirbúa stóru línurnar í stjórnarmyndunarviðræðunum.Þetta er auðvitað mikið verk en ég veit að það hefur verið unnið alla helgina í öllum ráðuneytum. Þannig að ég vonast til að við getum gengið frá þessu að mestu leyti á eftir,“ sagði forsætisráðherra rétt áður en ríkisstjórnarfundurinn hófst. Nú eru átján dagar til jóla og innan þeirra daga eru tvær helgar. Reiknað er með að Alþingi starfi einnig á milli jóla og nýárs en þrír virkir dagar eru á milli hátíðanna að þessu sinni. „Það tekur tíma eftir afgreiðslu fjárlaga út úr ríkisstjórn að ganga frá fjárlagafrumvarpinu þannig að það sé tækt til útbýtingar á Alþingi. Þannig að Alþingi mun ekki geta komið saman fyrr en um miðjan desmeber. Við munum ræða þingsetninguna hér á fundi á eftir,“ segir forsætisráðherra. Reikna þurfi upp allar stærðir, uppfæra töflur og talnagrunn frumvarpsins frá grunni og semja nýjan stefnutexta. Þá eiga þingflokkar stjórnarflokkanna eftir að afgreiða frumvarpið. Venjulega tekur marga mánuði að setja saman fjárlagafrumvarp og Alþingi hefur það síðan alla jafna til meðferðar í um fjóra mánuði þannig að aðstæður eru all óvenjulegar að þessu sinni vegna kosninganna í lok október. Katrín segir miklar breytingar verða á fjárlagafrumvarpinu frá frumvarpi síðustu stjórnar. „Að sjálfsögðu verða verulegar breytingar og væntanlega verður lögð fram samhliða frumvarpinu fjármálastefna til lengri tíma þar sem líka mun kveða við nýjan tón. En síðan má segja að stóra stefnumótunin liggi fyrir í vor þegar fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram.“Þannig að þetta er allt að smella saman hjá ykkur? „Ég vænti þess að við getum komist mjög langt á fundinum á eftir,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira