Tækifæri og áskoranir í menntamálum Lilja Alfreðsdóttir skrifar 5. desember 2017 07:00 Öflugt menntakerfi er forsenda þess að samfélag okkar haldi áfram að dafna og þróast. Því er lögð á það áhersla í nýjum stjórnarsáttmála að blása til sóknar á þessum vettvangi, efla enn frekar þá þætti sem standa styrkum stoðum og takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Miklar tækniframfarir eiga sér nú stað og munu til framtíðar hafa áhrif á öll störf, starfshætti og samfélag. Nemendur okkar þurfa að vera í stakk búnir til að takast á við ný störf sem grundvallast á sköpun, færni og hæfni til að leysa vandamál. Mikilvægt er að menntakerfið taki mið af þessum breytingum og myndi hvetjandi námsumhverfi. Þess vegna er lagt mikið upp úr starfsmenntun og nýsköpun í nýjum stjórnarsáttmála til að íslenskt samfélag geti nýtt sér þessa framþróun. Hér verðum við að að skipa okkur í fremstu röð og horfa til ríkja sem standa hvað best er stefnumótun varðar. Styrkja þarf umgjörð skólakerfisins og stöðu kennara. Yfirvofandi fækkun í kennarastétt er mikil áskorun. Margir kennarar eru að komast á eftirlaunaaldur og margir kjósa að starfa á öðrum vettvangi en í menntakerfinu. Á meðan sækja of fáir í kennaranám. Samfélagið verður að bregðast við þessari þróun. Hvers vegna velja kennarar að starfa við annað en það sem þeir mennta sig til? Hérna þarf að greina orsakir svo unnt sé að bregðast við í samráði við kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur. Kennaraskortur er reyndar áhyggjuefni víða, t.d. á Norðurlöndunum. Þegar tekið er mið af reynslu annarra þjóða er margt sem bendir til þess að með skipulegum langtímaaðgerðum verði unnt að bæta stöðu íslensks menntakerfis. Ein lykilforsenda er að hafa áreiðanlegar upplýsingar til þess að geta áttað sig á stöðu mála og dregið ályktanir. Þess vegna hefur verið sett af stað verkefni um ítarlega greiningu á stöðu og þróun menntakerfisins. Meginhlutverk vinnunnar er að stuðla skal að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu samfélagsins. Brýnt er að allt samfélagið taki þátt í þessari vegferð til að vel takist.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Öflugt menntakerfi er forsenda þess að samfélag okkar haldi áfram að dafna og þróast. Því er lögð á það áhersla í nýjum stjórnarsáttmála að blása til sóknar á þessum vettvangi, efla enn frekar þá þætti sem standa styrkum stoðum og takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Miklar tækniframfarir eiga sér nú stað og munu til framtíðar hafa áhrif á öll störf, starfshætti og samfélag. Nemendur okkar þurfa að vera í stakk búnir til að takast á við ný störf sem grundvallast á sköpun, færni og hæfni til að leysa vandamál. Mikilvægt er að menntakerfið taki mið af þessum breytingum og myndi hvetjandi námsumhverfi. Þess vegna er lagt mikið upp úr starfsmenntun og nýsköpun í nýjum stjórnarsáttmála til að íslenskt samfélag geti nýtt sér þessa framþróun. Hér verðum við að að skipa okkur í fremstu röð og horfa til ríkja sem standa hvað best er stefnumótun varðar. Styrkja þarf umgjörð skólakerfisins og stöðu kennara. Yfirvofandi fækkun í kennarastétt er mikil áskorun. Margir kennarar eru að komast á eftirlaunaaldur og margir kjósa að starfa á öðrum vettvangi en í menntakerfinu. Á meðan sækja of fáir í kennaranám. Samfélagið verður að bregðast við þessari þróun. Hvers vegna velja kennarar að starfa við annað en það sem þeir mennta sig til? Hérna þarf að greina orsakir svo unnt sé að bregðast við í samráði við kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur. Kennaraskortur er reyndar áhyggjuefni víða, t.d. á Norðurlöndunum. Þegar tekið er mið af reynslu annarra þjóða er margt sem bendir til þess að með skipulegum langtímaaðgerðum verði unnt að bæta stöðu íslensks menntakerfis. Ein lykilforsenda er að hafa áreiðanlegar upplýsingar til þess að geta áttað sig á stöðu mála og dregið ályktanir. Þess vegna hefur verið sett af stað verkefni um ítarlega greiningu á stöðu og þróun menntakerfisins. Meginhlutverk vinnunnar er að stuðla skal að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu samfélagsins. Brýnt er að allt samfélagið taki þátt í þessari vegferð til að vel takist.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun