Leiðtogaskipti kunna að skapa ný vandamál fyrir Merkel Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2017 15:32 Horst Seehofer og Markus Söder fyrr í dag. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari kann að standa frammi fyrir nýjum vandamálum, nú þegar hún vinnur að því að koma saman nýrri ríkisstjórn í landinu. CSU, systurflokkur flokks Merkel, CDU, virðist vera á leið lengra til hægri á sama tíma og Jafnaðarmenn (SPD) hafa lagt fram nýjar kröfur fyrir fyrirhugaðar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna. Flokkur Merkel, CDU, hefur lengi átt í samstarfi við CSU, flokk Kristilegra demókrata í Bæjaralandi. Nú er ljóst að Horst Seehofer, leiðtogi CSU, mun stíga til hliðar og segja þýskir fjölmiðlar að Markus Söder, sem hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Bæjaralands, muni taka við keflinu sem leiðtogi flokksins. Líkt og CDU og SPD þá missti CSU mikið fylgi í þýsku þingkosningunum sem fram fóru 24. september. Söder mun nú leiða flokkinn og er ekki útilokað að leiðtogaskiptin kunni að skapa vandræði við myndun nýrrar stjórnar.Deilt um innflytjendamál Líklegt þykir að málefni innflytjenda og hælisleitenda verði helsti ásteitingarsteinninn í viðræðunum. Söder hefur áður sagt að hann geti ekki ímyndað sér að mynda nýja stjórn með CDU ef ekki verði dregið hressilega úr fjölda flóttamanna til landsins. Margir kjósendur CSU ákváðu að kjósa hægripopúlistaflokkinn AfD í kosningunum í september og var Seehofer að stórum hluta kennt um slæma niðurstöðu flokksins. Vildu margir meina að hann hefði átt að þrýsta meira á Merkel að takmarka straum flóttamanna til landsins. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn kanna nú möguleikann á að framlengja stjórnarsamstarf flokkanna eftir að Jafnaðarmann höfðu áður útilokað stjórnarþátttöku í kjölfar þess að hafa beðið afhroð í kosningunum. Jafnaðarmenn, með Martin Schulz í broddi fylkingar, hefur kynnt nokkrar hugmyndir Jafnaðarmanna sem flestar ganga þvert á þau stjórnmál sem Söder hefur boðað. Kristilegir demókratar (CDU, CSU) reyndu eftir kosningar að mynda stjórn með Frjálslynda flokknum og Græningjum en þær viðræður sigldu í strand. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Munu fyrst ræða saman á nýju ári Viðræður Krisilegra demókrata (CDU, CSU) og Jafnaðarmanna (SDP) í Þýskalandi um mögulega stjórnarmyndun munu fyrst eiga sér stað á næsta ári. 27. nóvember 2017 12:57 Margt á huldu eftir fund í Berlín Lítið hefur spurst út eftir samtöl fulltrúa þýskra Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna um mögulega stjórnarmyndun í Berlín í gærkvöldi. 1. desember 2017 11:06 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari kann að standa frammi fyrir nýjum vandamálum, nú þegar hún vinnur að því að koma saman nýrri ríkisstjórn í landinu. CSU, systurflokkur flokks Merkel, CDU, virðist vera á leið lengra til hægri á sama tíma og Jafnaðarmenn (SPD) hafa lagt fram nýjar kröfur fyrir fyrirhugaðar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna. Flokkur Merkel, CDU, hefur lengi átt í samstarfi við CSU, flokk Kristilegra demókrata í Bæjaralandi. Nú er ljóst að Horst Seehofer, leiðtogi CSU, mun stíga til hliðar og segja þýskir fjölmiðlar að Markus Söder, sem hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Bæjaralands, muni taka við keflinu sem leiðtogi flokksins. Líkt og CDU og SPD þá missti CSU mikið fylgi í þýsku þingkosningunum sem fram fóru 24. september. Söder mun nú leiða flokkinn og er ekki útilokað að leiðtogaskiptin kunni að skapa vandræði við myndun nýrrar stjórnar.Deilt um innflytjendamál Líklegt þykir að málefni innflytjenda og hælisleitenda verði helsti ásteitingarsteinninn í viðræðunum. Söder hefur áður sagt að hann geti ekki ímyndað sér að mynda nýja stjórn með CDU ef ekki verði dregið hressilega úr fjölda flóttamanna til landsins. Margir kjósendur CSU ákváðu að kjósa hægripopúlistaflokkinn AfD í kosningunum í september og var Seehofer að stórum hluta kennt um slæma niðurstöðu flokksins. Vildu margir meina að hann hefði átt að þrýsta meira á Merkel að takmarka straum flóttamanna til landsins. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn kanna nú möguleikann á að framlengja stjórnarsamstarf flokkanna eftir að Jafnaðarmann höfðu áður útilokað stjórnarþátttöku í kjölfar þess að hafa beðið afhroð í kosningunum. Jafnaðarmenn, með Martin Schulz í broddi fylkingar, hefur kynnt nokkrar hugmyndir Jafnaðarmanna sem flestar ganga þvert á þau stjórnmál sem Söder hefur boðað. Kristilegir demókratar (CDU, CSU) reyndu eftir kosningar að mynda stjórn með Frjálslynda flokknum og Græningjum en þær viðræður sigldu í strand.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Munu fyrst ræða saman á nýju ári Viðræður Krisilegra demókrata (CDU, CSU) og Jafnaðarmanna (SDP) í Þýskalandi um mögulega stjórnarmyndun munu fyrst eiga sér stað á næsta ári. 27. nóvember 2017 12:57 Margt á huldu eftir fund í Berlín Lítið hefur spurst út eftir samtöl fulltrúa þýskra Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna um mögulega stjórnarmyndun í Berlín í gærkvöldi. 1. desember 2017 11:06 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Munu fyrst ræða saman á nýju ári Viðræður Krisilegra demókrata (CDU, CSU) og Jafnaðarmanna (SDP) í Þýskalandi um mögulega stjórnarmyndun munu fyrst eiga sér stað á næsta ári. 27. nóvember 2017 12:57
Margt á huldu eftir fund í Berlín Lítið hefur spurst út eftir samtöl fulltrúa þýskra Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna um mögulega stjórnarmyndun í Berlín í gærkvöldi. 1. desember 2017 11:06