Messi skorinn niður af stalli sínum í heimalandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2017 22:45 Lionel Messi. Vísir/Getty Lionel Messi er einn af dáðustu sonum Argentínu og í margra augum einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. Það er ekkert skrýtið að menn í Buenos Aires, höfðuborg Argentínu, hafi sett upp glæsilega bronstyttu af honum en það vekur hinsvegar furðu að hún fái ekki að vera í friði. Bronstyttan af Lionel Messi, sem var vígð í júní 2016, hefur tvisvar verið fórnarlamb skemmdarvarga. Nú síðast skáru þeir styttuna niður með því að saga í sundur fætur Messi og skilja aðalhluta styttunnar eftir liggjandi á jörðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Destrozaron la estatua de Messi en Costanera Sur https://t.co/t0ZvbT9bF5 — Telefe Noticias (@telefenoticias) December 3, 2017 Lögreglan veit ekki hver sé ástæðan fyrir þessum skemmdarverkum enda ætti Messi að vera elskaður og dáður í heimalandi sínu. Hann hefur hinsvegar verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með landsliðinu þrátt fyrir að hann sé orðinn markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi. Messi hefur unnið fjölda titla á ferlinum en alla nema einn (Ólympíugull 2008) með liði Barcelona. Styttan hans Messi er á Paseo de la Gloria torginu þar sem einnig má finna styttur af tenniskonunni Gabrielu Sabatini og körfuboltamanninum Manuel Ginobili. Messi ákvað að hætta að spila með landsliðinu eftir harða gagnrýndi eftir Suður-Ameríkukeppnina sumarið 2016. Hann snéri hinsvegar aftur í landsliðið vegna ástar sinnar á þjóð sinni eins og Messi komst sjálfur að orði. Messi verður í aðalhlutverki á HM í Rússlandi næsta sumar og fyrsti leikur Argentínu er einmitt á móti Íslandi 16. júní. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Lionel Messi er einn af dáðustu sonum Argentínu og í margra augum einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. Það er ekkert skrýtið að menn í Buenos Aires, höfðuborg Argentínu, hafi sett upp glæsilega bronstyttu af honum en það vekur hinsvegar furðu að hún fái ekki að vera í friði. Bronstyttan af Lionel Messi, sem var vígð í júní 2016, hefur tvisvar verið fórnarlamb skemmdarvarga. Nú síðast skáru þeir styttuna niður með því að saga í sundur fætur Messi og skilja aðalhluta styttunnar eftir liggjandi á jörðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Destrozaron la estatua de Messi en Costanera Sur https://t.co/t0ZvbT9bF5 — Telefe Noticias (@telefenoticias) December 3, 2017 Lögreglan veit ekki hver sé ástæðan fyrir þessum skemmdarverkum enda ætti Messi að vera elskaður og dáður í heimalandi sínu. Hann hefur hinsvegar verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með landsliðinu þrátt fyrir að hann sé orðinn markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi. Messi hefur unnið fjölda titla á ferlinum en alla nema einn (Ólympíugull 2008) með liði Barcelona. Styttan hans Messi er á Paseo de la Gloria torginu þar sem einnig má finna styttur af tenniskonunni Gabrielu Sabatini og körfuboltamanninum Manuel Ginobili. Messi ákvað að hætta að spila með landsliðinu eftir harða gagnrýndi eftir Suður-Ameríkukeppnina sumarið 2016. Hann snéri hinsvegar aftur í landsliðið vegna ástar sinnar á þjóð sinni eins og Messi komst sjálfur að orði. Messi verður í aðalhlutverki á HM í Rússlandi næsta sumar og fyrsti leikur Argentínu er einmitt á móti Íslandi 16. júní.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira