Norðurslóðir eru lykilsvæði Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Við segjum gjarnan að loftslagsmálin séu gríðarlega mikilvæg og enn fremur að þar leiki norðurslóðir stórt hlutverk. Nú um stundir er hlýnun loftslags hér norður frá meira en tvisvar sinnum hraðari en sunnar á hnettinum. Ein skýring þess er hratt minnkandi snjóþekja og minni hafísþekja en var í marga áratugi á 20. öld. Hvítt yfirborð endurvarpar sólgeislun að stórum hluta en dökkt land og grátt haf miklum mun minna. Áherslur okkar á mikilvægi norðursins og á lífsskilyrði fjögurra milljóna íbúa endurspeglast í vinnu og fé sem ríkið leggur í samstarf landanna í norðri (8), undir forystu Norðurskautsráðsins. Þar sitja fulltrúar stjórnvalda og frumbyggjasamtaka, auk margra áheyrnarfulltrúa ríkja og samtaka. Fulltrúar þjóðþinga koma að vinnu ráðsins í gegnum þingmannaráðstefnu norðurslóða. Þaðan berast ályktanir og tillögur til Norðurskautsráðsins. Íslenska nefndin er skipuð þremur þingmönnum og hef ég leitt hana undanfarið. Með nýrri ríkisstjórn er endurkosið í nefndina. Íslenska nefndin hefur beitt sér fyrir því t.d. að lögð sé áhersla á baráttuna gegn hröðum loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra, á sjálfbærni, vistkerfi og súrnun sjávar, talað fyrir jafnrétti kynja, réttindum frumbyggja til náttúrunytja og fyrir samvinnu í velferðarmálum. Á yfirstandandi ári hafa svo bæst við tillögur um að kanna möguleika á frumbyggjaskóla. Með því er átt við námskeið fyrir opinbera starfsmenn, stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk, skólafólk og t.d. sérfræðinga þar sem frumbyggjar kenna sín fræði um náttúrunytjar, sýn á umhverfið og siðfræði, menningu og lífshætti. Enn fremur hefur verið lagt til að koma íslenskri þekkingu og skipulagningu á nýsköpun til vegs í norðrinu og nýta kunnáttu og reynslu Íslendinga af starfi meðal ungs fólks gegn reykingum, drykkju og fíknefnanotkun sem hefur borðið verulegan árangur. Tillögum og þessum hugmyndum hefur verið vel tekið. Á yfirstandandi ári hafa fundir á vegum þingmannanefndarinnar verið skipaðir formönnum landsnefnda eða fulltrúum þjóðþinga, fulltrúa Evrópuráðsins og áheyrnarfulltrúum Norðurlanda- og Vestnorden-ráðanna. Á næsta ári verður haldin ráðstefna fullsetinna nefnda og annarra fulltrúa í Finnlandi og þá gengið á fjölmörgum tillögum til vinnuhópa og ráðherranefndar Norðurskautsráðsins þar sem unnt er að raungera vilja þingmannanna eftir því sem tekst og verkast. Nú taka Finnar við formennsku í Norðurskautsráðinu og síðan Ísland 2019. Vinna þingmannanefndanna er mjög mikilvægur liður í að tengja þjóðþingin beint við ráðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Við segjum gjarnan að loftslagsmálin séu gríðarlega mikilvæg og enn fremur að þar leiki norðurslóðir stórt hlutverk. Nú um stundir er hlýnun loftslags hér norður frá meira en tvisvar sinnum hraðari en sunnar á hnettinum. Ein skýring þess er hratt minnkandi snjóþekja og minni hafísþekja en var í marga áratugi á 20. öld. Hvítt yfirborð endurvarpar sólgeislun að stórum hluta en dökkt land og grátt haf miklum mun minna. Áherslur okkar á mikilvægi norðursins og á lífsskilyrði fjögurra milljóna íbúa endurspeglast í vinnu og fé sem ríkið leggur í samstarf landanna í norðri (8), undir forystu Norðurskautsráðsins. Þar sitja fulltrúar stjórnvalda og frumbyggjasamtaka, auk margra áheyrnarfulltrúa ríkja og samtaka. Fulltrúar þjóðþinga koma að vinnu ráðsins í gegnum þingmannaráðstefnu norðurslóða. Þaðan berast ályktanir og tillögur til Norðurskautsráðsins. Íslenska nefndin er skipuð þremur þingmönnum og hef ég leitt hana undanfarið. Með nýrri ríkisstjórn er endurkosið í nefndina. Íslenska nefndin hefur beitt sér fyrir því t.d. að lögð sé áhersla á baráttuna gegn hröðum loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra, á sjálfbærni, vistkerfi og súrnun sjávar, talað fyrir jafnrétti kynja, réttindum frumbyggja til náttúrunytja og fyrir samvinnu í velferðarmálum. Á yfirstandandi ári hafa svo bæst við tillögur um að kanna möguleika á frumbyggjaskóla. Með því er átt við námskeið fyrir opinbera starfsmenn, stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk, skólafólk og t.d. sérfræðinga þar sem frumbyggjar kenna sín fræði um náttúrunytjar, sýn á umhverfið og siðfræði, menningu og lífshætti. Enn fremur hefur verið lagt til að koma íslenskri þekkingu og skipulagningu á nýsköpun til vegs í norðrinu og nýta kunnáttu og reynslu Íslendinga af starfi meðal ungs fólks gegn reykingum, drykkju og fíknefnanotkun sem hefur borðið verulegan árangur. Tillögum og þessum hugmyndum hefur verið vel tekið. Á yfirstandandi ári hafa fundir á vegum þingmannanefndarinnar verið skipaðir formönnum landsnefnda eða fulltrúum þjóðþinga, fulltrúa Evrópuráðsins og áheyrnarfulltrúum Norðurlanda- og Vestnorden-ráðanna. Á næsta ári verður haldin ráðstefna fullsetinna nefnda og annarra fulltrúa í Finnlandi og þá gengið á fjölmörgum tillögum til vinnuhópa og ráðherranefndar Norðurskautsráðsins þar sem unnt er að raungera vilja þingmannanna eftir því sem tekst og verkast. Nú taka Finnar við formennsku í Norðurskautsráðinu og síðan Ísland 2019. Vinna þingmannanefndanna er mjög mikilvægur liður í að tengja þjóðþingin beint við ráðið.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun