Matsmaður fenginn til að leggja mat á hvar Birnu var komið fyrir í sjó Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2017 17:22 Thomas Møller í dómsal. vísir/eyþór Hæstiréttur hefur vísað frá áfrýjun ákæruvaldsins vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að skipaður skuli nýr matsmaður til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir í sjó. Thomas Møller, þrítugur Grænlendingur, var dæmdur til nítján ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í september síðastliðnum fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Thomas hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar en verjandi hans óskaði eftir því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að matsmaður yrði dómkvaddur til að meta hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó.Telur rökvillu í dómi Í matsbeiðni verjanda Thomasar er því haldið fram að af gögnum málsins sé ljóst að Thomas hefði ekki getað ekið nema um 130 kílómetra á milli klukkan sex og ellefu um morguninn 14. Janúar. Hafi líkama Birnu verið komið fyrir í sjó utan þeirrar vegalengdar megi útiloka sekt Thomasar. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness var komist að þeirri niðurstöðu að Thomas hefði , miðað við kílómetrafjölda, getað ekið á þann stað þar sem Birna fannst. Er það mat verjanda Thomasar að í þessu felist mikil rökvilla því það skipti ekki máli hvort hann hafi getað komist á þann stað sem Birna fannst. Efni málsins sé hvort hann hafi getað komist á þann stað þar sem Birnu var komið fyrir í sjó sjö dögum áður, en það sé augljóslega ekki sami staðurinn og þar sem Birna fannst, að því er fram kemur í matsbeiðninni. Er því óskað eftir því að dómkvaddur matsmaður leggi mat á og svari hvar líklegast sé að líkama Birnu hafi verið komið fyrir í sjó og hvort líkama hennar hafi verið komið fyrir í sjó austan eða vestan við þann stað sem hún fannst. Sé ekki hægt að gefa afdráttarlaus svör við þessum spurningum er farið fram á að matsmaður svari því hvað sé líklegasta svarið við þeim. Þess er óskað að við matið sé tekið mið af hafstraumum, veðurfari, landslagi og öðrum þeim þáttum sem kunna að hafa áhrif á það hvar sé almennt hægt að sjósetja líkama einstaklings og hvar það kunni að hafa verið gert.Ákæruvaldið taldi matið hafa enga þýðingu Ákæruvaldið taldi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að matið hafi enga þýðingu við sönnunarmat í sakamálinu á hendur Thomasi, ekki síst þar sem ekki sé hægt að svara matsspurningunni. Ákæruvaldið taldi það liggja fyrir með óhrekjanlegum hætti að Thomas hafi banað Birnu, eins og fram kom í dómi í héraði. Ekki sé hægt að segja til um í hversu langan tíma lík Birnu hafi verið í sjónum og því vanti meginbreytu til að unnt sé að svara matsspurningunni. Þá sé ekki mögulegt að reikna út eða fá fullnægjandi upplýsingar um hver hafi verið ölduhæð, styrkur sjávarstrauma eða vindstyrkur á hverjum tíma í þá rúmlega átta daga sem um ræðir. Matsmaður geti aldrei reiknað sig til baka í tíma, þannig að hann geti sagt hvar sé líklegast að líkama brotaþola hafi verið komið fyrir í sjó eða gefið svar um líkindi. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði að líta verði til þess ríka svigrúms sem sökuðum manni er veitt til að afla sönnunargagna í sakamáli. Thomas neiti sök í málinu og hyggst með matsgerð freista þess að færa sönnur á hvar líkama Birnu var komið fyrir og sýna fram á að það hafi ekki verið á hans færi. Hvort matið sé gagnslaust og hvort ómögulegt sé að svara spurningunum sem verjandi Thomasar leggur fram taldi dómurinn ekki hægt að fullyrða og það væri verkefni ærði dóms að taka afstöðu til þýðingar umbeðinnar matsgerðar. Féllst því Héraðsdómur Reykjavíkur á matsbeiðnina.Ákæruvaldið áfrýjaði þeim úrskurði til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að vísa málinu frá Hæstarétti sökum annmarka á kæru ákæruvaldsins. Tengdar fréttir Þyngsti dómur á Íslandi í 23 ár Thomas Möller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morð og fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness. Áhersla er lögð á að erlendir borgarar afpláni í heimalandi sínu. 30. september 2017 06:00 Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Thomas Møller áfrýjar til Hæstaréttar Málið gæti orðið eitt af þeim fyrstu sem fer fyrir Landsrétt ef það verður ódæmt fyrir Hæstarétti 1. janúar næstkomandi. 9. október 2017 12:45 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað frá áfrýjun ákæruvaldsins vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að skipaður skuli nýr matsmaður til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir í sjó. Thomas Møller, þrítugur Grænlendingur, var dæmdur til nítján ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í september síðastliðnum fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Thomas hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar en verjandi hans óskaði eftir því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að matsmaður yrði dómkvaddur til að meta hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó.Telur rökvillu í dómi Í matsbeiðni verjanda Thomasar er því haldið fram að af gögnum málsins sé ljóst að Thomas hefði ekki getað ekið nema um 130 kílómetra á milli klukkan sex og ellefu um morguninn 14. Janúar. Hafi líkama Birnu verið komið fyrir í sjó utan þeirrar vegalengdar megi útiloka sekt Thomasar. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness var komist að þeirri niðurstöðu að Thomas hefði , miðað við kílómetrafjölda, getað ekið á þann stað þar sem Birna fannst. Er það mat verjanda Thomasar að í þessu felist mikil rökvilla því það skipti ekki máli hvort hann hafi getað komist á þann stað sem Birna fannst. Efni málsins sé hvort hann hafi getað komist á þann stað þar sem Birnu var komið fyrir í sjó sjö dögum áður, en það sé augljóslega ekki sami staðurinn og þar sem Birna fannst, að því er fram kemur í matsbeiðninni. Er því óskað eftir því að dómkvaddur matsmaður leggi mat á og svari hvar líklegast sé að líkama Birnu hafi verið komið fyrir í sjó og hvort líkama hennar hafi verið komið fyrir í sjó austan eða vestan við þann stað sem hún fannst. Sé ekki hægt að gefa afdráttarlaus svör við þessum spurningum er farið fram á að matsmaður svari því hvað sé líklegasta svarið við þeim. Þess er óskað að við matið sé tekið mið af hafstraumum, veðurfari, landslagi og öðrum þeim þáttum sem kunna að hafa áhrif á það hvar sé almennt hægt að sjósetja líkama einstaklings og hvar það kunni að hafa verið gert.Ákæruvaldið taldi matið hafa enga þýðingu Ákæruvaldið taldi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að matið hafi enga þýðingu við sönnunarmat í sakamálinu á hendur Thomasi, ekki síst þar sem ekki sé hægt að svara matsspurningunni. Ákæruvaldið taldi það liggja fyrir með óhrekjanlegum hætti að Thomas hafi banað Birnu, eins og fram kom í dómi í héraði. Ekki sé hægt að segja til um í hversu langan tíma lík Birnu hafi verið í sjónum og því vanti meginbreytu til að unnt sé að svara matsspurningunni. Þá sé ekki mögulegt að reikna út eða fá fullnægjandi upplýsingar um hver hafi verið ölduhæð, styrkur sjávarstrauma eða vindstyrkur á hverjum tíma í þá rúmlega átta daga sem um ræðir. Matsmaður geti aldrei reiknað sig til baka í tíma, þannig að hann geti sagt hvar sé líklegast að líkama brotaþola hafi verið komið fyrir í sjó eða gefið svar um líkindi. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði að líta verði til þess ríka svigrúms sem sökuðum manni er veitt til að afla sönnunargagna í sakamáli. Thomas neiti sök í málinu og hyggst með matsgerð freista þess að færa sönnur á hvar líkama Birnu var komið fyrir og sýna fram á að það hafi ekki verið á hans færi. Hvort matið sé gagnslaust og hvort ómögulegt sé að svara spurningunum sem verjandi Thomasar leggur fram taldi dómurinn ekki hægt að fullyrða og það væri verkefni ærði dóms að taka afstöðu til þýðingar umbeðinnar matsgerðar. Féllst því Héraðsdómur Reykjavíkur á matsbeiðnina.Ákæruvaldið áfrýjaði þeim úrskurði til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að vísa málinu frá Hæstarétti sökum annmarka á kæru ákæruvaldsins.
Tengdar fréttir Þyngsti dómur á Íslandi í 23 ár Thomas Möller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morð og fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness. Áhersla er lögð á að erlendir borgarar afpláni í heimalandi sínu. 30. september 2017 06:00 Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Thomas Møller áfrýjar til Hæstaréttar Málið gæti orðið eitt af þeim fyrstu sem fer fyrir Landsrétt ef það verður ódæmt fyrir Hæstarétti 1. janúar næstkomandi. 9. október 2017 12:45 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þyngsti dómur á Íslandi í 23 ár Thomas Möller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morð og fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness. Áhersla er lögð á að erlendir borgarar afpláni í heimalandi sínu. 30. september 2017 06:00
Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30
Thomas Møller áfrýjar til Hæstaréttar Málið gæti orðið eitt af þeim fyrstu sem fer fyrir Landsrétt ef það verður ódæmt fyrir Hæstarétti 1. janúar næstkomandi. 9. október 2017 12:45